Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 82
Fyrirtæki vörur
þjónusta
Coca Cola:
66 þús. flöskur daglega
á Bslandi
Um 100 manns starfa við kókframleiðsluna
svo sem hnattstöðu. Auglýsing-
ar eru og hafa ávallt verið mjög
stór þáttur í starfsemi Coca Cola
og munu flestir íslendingar t. d.
kannast við auglýsingakvik-
HERINN ÁTTI AÐ GANGA
FYRIR
Coca Cola var fyrst framleitt
á íslandi 1942 og aðstoðuðu
Bandaríkjamenn mikið við að
Pétur Bjömsson, forstjóri, vi'ð kókblöndunartækin.
Þegar hugsað er um banda-
rískar framleiðsluvörur er
Coca Cola eitt af því, sem kem-
ur í hugann, enda drekka ís-
lendingar allra þjóða mest af
því. Það er framleitt hér undir
eftirliti frá Coca Cola í Banda-
ríkjunum, því að 'þótt verk-
smiðjan hér sé sjálfseignar-
stofnun verður hún að fylgja
reglum í framleiðslunni, sem
settar eru í aðalstöðvum Coca
Cola í Atlanta í Georgíuríki.
Þaðan koma reglulega liingað
menn til að fylgjast með að
settum reglum sé fylgt og að
Coca Cola nafninu sé ekki mis-
boðið.
í viðtali okkar við Pétur
Björnsson forstjóra verksmiðj-
unnar Vífilfells h.f. sem fram-
leiðir Coca Cola á íslandi, kom
þó fram, að efnið í í kókið sem
við drekkum hér kemur í dag
svo til allt frá Evrópu, nánar
tiltekið frá Briissel, þar sem
framleiðsla þess fer fram. Sjálft
sýrópið, sem kókið er lagað úr,
er þó búið til á íslandi — fyrir
íslendinga.
ALHEIMSSTEFNA í
AUGLÝSINGAMÁLUM
Frá Bandaríkjunum er aftur
á móti stjórnað öllum auglýsing-
um hér sem annars staðar, þann-
ig, að sérstök deild innan Coca
Cola ákveður tegund og magn
auglýsinga í hverju landi fyrir
sig og í hvaða fjölmiðlum þær
skuli birtast. Hefur fyrirtækið
samræmda alheimsstefnu í aug-
lýsingamálum, þannig, að sömu
auglýsingar eru sýndar á sama
tíma um allan heim þó með til-
liti til markaðsstærðar og sér-
einkenna auglýsingalandanna,
myndina, þar sem hópur ungs
fólks söng snoturt lag undir beru
lofti 1 fjalllendi. Gerð þeirrar
auglýsingakvikmyndar kostaði
hvorki meira né minna en 200
þúsund dollara. Lagið varð hvar-
vetna mjög vinsælt og þegar
auglýsingin hafði verið notuð
sinn fyrirfram ákveðna tíma,
seldu þeir Coca Cola-menn ýms-
um aðilum rétt til að nota lagið
í eigin þjónustu og þannig fengu
þeir inn hátt á aðra milljón doll-
ara sem þeir gáfu til góðgerða-
starfsemi. Coca Cola í Banda-
ríkjunum setur einnig reglur um
útlit vörumerkisins, sem gilda
um allan heim, t. d. eiga kassar
og bílar á þessum áratug að vera
rauðmálaðir með hvítum stöf-
um.
koma verksmiðjunni á laggirn-
ar en fóru í staðinn fram á, að
bandarískir hermenn á íslandi
yrðu látnir ganga fyrir um kaup
á því. Var Island því nokkuð á
undan nágrannalöndunum í
framleiðslu á Coca Cola og hef-
ur ætíð haft meira samband við
Bandaríkin beint í ýmsum efn-
um þar að lútandi en flest Ev-
rópulönd, þá aðallega á tækni-
sviðinu.
NÆRRI ALDARGAMALT
Kókið hefur nú verið fram-
leitt í bráðum heila öld, en það
var um 1880 að þessi vinsæli,
drykkur leit fyrst dagsins ljós.
Nú er Coca Cola framleitt í svo
til öllum löndum heims og eru
verksmiðjurnar yfirleitt í eigu
82
FV 4 1973