Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 11
1957. Frá árinu 1958 og síðar hefir hins vegar oftast verið of- framboð á flestum olíutegund- um með lægra verðlagi (buyer’s market) og hefir verið unnt að fá hagstæð kaup hjá vestrænum olíufélögum og með verulegum afsláttum. Segja má, að allan tímann síð- an 1958 hafi verð frá Rússum verið í hákanti miðað við kaup frá vestrænum olíufélögum. Stafar þetta af tvennu: Annars vegar þörf íslendinga til að selja fisk til Sovétríkjanna og hins vegar óhagstæðari stöðu í samn- ingum, þegar vitað er fyrirfram að ekki verður staðið upp án þess að gengið sé til samninga. 1966 1967 1968 1969 1970 1971 OLÍUFLUTNINGUR FRÁ SOVÉTRÍKJUNUM Rétt er hér til fróðleiks í sam- bandi við þetta mál að láta þess getið, að svo virðist sem um verulega stöðnun sé að ræða í olíuútflutningi Sovétríkjanna. Stafar þetta m. a. af því, að til skamms tíma hafa Sovétríkin talist mjög vanþróað land í notkun olíu, en olíunotkun í So- vétríkjunum nam árið 1971 að- eins um það bil helmingi þess, sem notað er á íslandi miðað við íbúafjölda. Ef borinn er saman útflutn- ingur Sovétríkjanna á s.l. 5 ára tímabili og haft til miðviðunar heildarútflutningur allra landa á olíum á sama tíma, kemur Heildar- Útflutningur útflutningur Rússa 825 52 893 54 1018 56 1159 58 1270 59 1355 56 eftirfarandi í Ijós. (Tölurnar eru í milljónum tonna). Tölur þessar bera greinilega með sér að hluti Rússa í heims- verzlun með olíur fer ört minnk- andi, sem sýnir að meginhluti framleiðsluaukningar þeirra er notaður á heimamarkaði. Jafn- framt sýna tölur þessar, að fram- boð Rússa til útflutnings er mjög takmarkað, sem væntan- lega hefir þær afleiðingar að þeir muni leitazt við að selja eingöngu á þeim mörkuðum þar sem þeir fá bezt verð, svo sem t. d. hefir verið hér á íslandi. Að öðru jöfnu væri þess að vænta að betri kaup væri hægt að gera í þeim löndum þar sem um offramboð eða offramleiðslu er að ræða.“ Hlutfall Rússa % 6.3 6.0 5.5 5.0 4.6 4.1 EMA - kaupmenn stofna EÍAUPGARÐ HF. Ætla að setja á stofn stórmarkað. Fyrir nokkru var stojnað hlutafélagið Kaupgarður h.f. í Reykjavík, en það eru aðil- ar að InnkaupasambancLi matvörukaupmanna, IMA, sem að því standa. Markmið með félaginu er að setja á stofn og reka stórmarkað í Reykjavík og hefur verið sótt um lóð fyrir hann til borgaryfirvalda. Að sögn Einars Berg- manns, formanns stjórnar IMA, verður stefnt að því með stofnun stórmarkaðar, að hafa hann sem eins konar „móðurskip" fyrir einstakar verzlanir kaupmanna í sam- tökunum, þar sem þeir geti sjálfir fengið vörur og eins bent viðskiptavinum sínum á vörur með hagstæðu verði þar. 35 aðilar IMA. IMA-samtökin voru stofn- uð fyrir fjórum árum og eru 35 kaupmenn aðilar að þeim. Markmið þeirra er í stórum dráttum, að stuðla að sam- vinnu kaupmannanna og þá um leið betri þjónustu við viðskiptavinina. — Yfirleitt eru félagsmennirnir eigend- ur smærri hverfisverzlana, sem vilja veita fullkomna þjónustu í þeim. — Að sögn Einars Bergmanns vilja IMA-félagsmenn nú hins vegar, leita nýs forms á sam- vinnu sinni og stefna að því að hverfisverzlanirnar verði áfram eins konar út- verðir, en heildarmiðstöð aftur á móti í stórmarkaði. IMA-samtökin eru opin öllum smásölukaupmönnum, sem aðilar eru að Kaup- mannasamtökum íslands, en varðandi Kaupgarð h.f. er vonast til að auk kaupmanna verði heildsalar og verk- smiðjueigendur hluthafar í því félagi. Sem kunnugt er. hafa IMA-kaupmenn gert sameiginlega, hagstæð inn- kaup hjá heildsölum og framleiðendum, sem fram hefur komið í útsöluverði til viðskiptabanka samtakanna og er þetta mikilsvert til að koma í kring stórum stað- greiðsluinnkaupum. — Hinn hluti arðs fer til verzlunar- manna sjálfra til að auðvelda þeim innkaup og fyrir- greiðslu við viðskiptavinina. I fyrra nam veltan hjá IMA 95 milljónum króna. FV 4 1973 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.