Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 39
sameiginlega i einum bæklingi
en síðan verður ein þeirra, sem
er með kraga úr gæruskinni, sér-
staklega tekin fyrir og kynnt.
Slík kynning leiðir yfirleitt af
sér meiri sölu.
Með litprentuðum upplýsingabæklingum í milljóna upplagi kynn-
ir American Express íslenzka varninginn, sem fyrirtækið selur
um bessar mundir. Póstkostnaður vegna einnar slíkrar kynning-
ar hefur numið 175.000 dollurum.
„DISCOVER ICELAND“.
En það eru ekki aðeins ís-
lenzkar kápur, sem American
Express hefur augastað á. í und-
irbúningi er umfangsmikil
kynning á 10 íslenzkum fram-
leiðsluvörum, sem hafin verður
í ágúst næstkomandi en mun ná
hámarki í janúar 1974. Verður
hún í tengslum við 1100 ára af-
mæli íslandsbyggðar.
James A. Lancaster sýndi okk-
ur efnismikil upplýsingarit, sem
gefin hafa verið út til sams kon-
ar kynningar á öðrum löndum
og framleiðslu frá þeim, og er
frágangur allur hinn vandaðasti
og áhrif til upplýsingar um land
og þjóð ótvíræð. Kynningin
verður nefnd „Discover Iceland"
og hefst á grein um land og þjóð,
er prýdd verður litmyndum. Síð-
an verða vörurnar kynntar;
tvær mismunandi prjónakápur,
sérstaklega hannaðar fyrir Am-
erican Express, silfurbelti fyrir
konur, sem hönnuð eru eftir
700 ára fyrirmynd úr Þjóðminja-
safni íslands, annað bélti fyrir
bæði karla og konur með
munstri, sem sótt er til Þjóð-
minjasafnsins, bikarar úr sterl-
ing-silfri, bjórkolla úr hraun-
keramiki og sömuleiðis pottur
úr sama efni. Þá verða líka í
boði stólar og borð frá Kristjáni
Siggeirssyni og eftirprentanir af
10 myndum Ásgríms Jónssonar
listmálara.
í kaupbæti ætlar American
Express svo að bjóða myndabók-
ina „Iceland, the Unspoiled
Land“, frá útgáfufyrirtæki Ice-
land Review.
SÉRSTÆTT VÖRUVAL.
Lancaster sagði, að kynning-
arherferð þessi yrði að sjálf-
sögðu mikil auglýsing fyrir ís-
lenzka framleiðslu og næði hún
langt út fyrir hóp þeirra, sem
hafa American Express-kort.
Önnur fyrirtæki, sem gefa út
„credit-cards“, stunda svipaða
sölustarfsemi en vöruvalið er þó
með allt öðrum hætti og byggist
einkanlega á tækjabúnaði ýmis
konar eins og útvarpstækjum og
hljómflutningsbúnaði. Sagði
Lancaster, að aldrei áður hefði
verið gerð tilraun til að selja
með þessum hætti silfurbelti á
$ 250 eða slól á $ 300 eins og
American Express ætlar nú að
reyna með íslandskynningunni.
Til viðbótar við þetta sendi
American Express út kynningar-
bækling um reyktan, íslenzkan
lax, sem reyna á að selja í
Bandaríkjunum og sömuleiðis
hefur kynning á íslenzkum
prjónapeysum verið hafin.
GOTT SAMSTARF.
Lancaster sagði, að náin sam-
vinna hefði verið við fyrirtækið
Icelandic Imports í New York
og Álafoss h. f. um framkvæmd
þessara mála og hefði hún í hví-
vetna verið hin ágætasta. Miklu
lofsorði fór Lancaster um sam-
starf við Pétur Pétursson, for-
stjóra Álafoss, sem hann sagði
að hefði reynzt lykilmaður við
að koma þessum viðskiptum i
kring.
Aðspurður kvað Lancaster
engin sérstök vandamál hafa
komið upp í sambandi við ís-
lenzku vöruna. Álafoss h.f. hefði
haft eftirlit með kápuframleiðsl-
unni og fulltrúar fyrirtækisins
hefðu skoðað hverja einustu
flík. Hefur engin kvörtun bor-
izt frá bandarískum kaupendum
vegna meintra galla. Hið eina
sem Lancaster taldi þurfa end-
urskoðunar við eru stærðirnar,
sem gefnar eru upp á fatnaðin-
um. I staðinn fyrir stærðirnar:
,,small“, „mediurn" og „large“
yrðu nú tekin upp númer. Með
breytingum á stærðartáknum
myndu fleiri kaupendur fást.
Við spurðum að lokum, hvort
þessi viðskipti væru komin á það
stig, að takmörkuð framleiðslu-
geta íslenzkra aðila gæti hindr-
að eðlilega aukningu þeirra.
Lancaster svaraði því til, að slík
vandamál væru ekki í augsýn en
hins vegar myndi American Ex-
press hugsanlega getað stuðlað
aðl aukinni fjárfestingu fram-
leiðsluaðilanna á íslandi, ef með
þyrfti, vegna þeirra góðu sam-
banda sem American Express
hefur við bankastarfsemi í
Bandaríkjunum.
FV 4 1973
39