Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 64

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 64
Eykst útflutningur Bandaríkjanna? — eftir dr. Guðmund Hlagnússon, prófessor Bandaríkin hafa hingað til lítið sinnt almennum vöruút- flutningi. Þau hafa flutt út 5 - 6% þjóðarframleiðslunnar og flutt inn álíka mikið. Til samanburðar hefur vöruút- flutningur íslendinga verið um 25% þjóðarframleiðsl- unnar, en útflutningur vöru og þjónustu samtals um 40% þjóðarframleiðslunnar. Skýring þessara litlu vöru- skipta Bandaríkjanna má m. a. rekja til þess, að hinn stóri heimamarkaður hefur gefið meira í aðra hönd en útflutning- ur, og dollarinn hefur lengi ver- ið of hátt skrifaður.. Varðandi innflutninginn hafa Bandarík- in lengstum verið treg til að gera hann frjálsari og fella nið- ur tolla. Iðnaður þeirra hefur jafnframt verið afar afkastamik- ill á mörgum mikilvægum svið- um. GATT - VIÐRÆÐUR Það svigrúm, sem Bandaríkin hafa haft til að semja um tolla- lækkanir í hinum svonefndu GATT-viðræðum, hefur farið eftir andrúmsloftinu á Banda- ríkjaþingi hverju sinni. Talsverður árangur náðisí í Kennedy-viðræðunum 1963-67. Síðan hefnr margt gerzt á sviði efnahagsmála í Evrópu og ann- ars staðar í heiminum og við- horfin því breytzt. Hafinn er undirbúningur nýrra GATT- viðræðna, sem áætlað er að ljúka 1975. En þær viðræður verða strembnar. Nú verður ekki eingöngu talað um tollatil- slakanir, heldur einnig um, hve- nær megi grípa til mótaðgerða, ef samkeppni frá innflutningi verður „ískyggilega hörð“ í ein- stökum greinum. Viðskiptajöfnuður Banda- ríkjanna hefur sigið á ógæfu- hliðina jafnt og þétt á síðustu árum. Þeim er umhugað um að bæta úr því. SOJABAUNIR OG RISAÞOTUR Athyglisvert er, að talsverður hluti vöruútflutnings Bandaríkj- anna er í formi óunninna hrá- efna, en verð þessara afurða er háð framboði og eftirspurn á al- heimsmarkaði. Einnig eru landbúnaðarvörur mikilvægur þáttur útflutnings- ins. Magn hans fer hins vegar mest eftir uppskerunni — eða réttara sagt uppskerubrestinum — í Rússlandi, Kína og Indlandi, svo og tollastefnu Efnahags- bandalags Evrópu og Japans. Reyndar hafa Bandaríkin haft við ,,kornfjall“ að glíma og ver- ið vel aflögufær á landbúnaðar- sviðinu. Á iðnaðarsviðinu eru fluttir út tiltölulega fáir en sérhæfðir hlutir, eins og risaþotur og raf- reiknar. Yfirburðir Bandaríkja- manna á þessum sviðum eru því- líkir. að verðið skiptir ekki öllu máli. Allt þetta veldur því, a* vafasamt er, að felling dollar- ans skapi mikinn viðbótarút- flutning í bráð. VIÐKVÆMARI FYRIR INNFLUTNINGI Yfirburðum Bandaríkjanna á sviði framleiðslu bíla, stáls, sjónvarpstækja og fleiri vara er ógnað af Japönum, Vestur-Þjóð- verjum og fleirum. Olíukónga- landið er að verða olíulaust, og klæðin og skæðin að verða er- lend. Jafnframt breytir hin al- þjóðlega sérhæfing framleiðslu- mynstrinu í sífellu. Þannig höfðu Bandaríkin forystu í gerð skrifstofuvéla, en þar hafa Ev- rópuþjóðir og Japanir tekið við. Hinir stjórnunarlegu og tæknilegu yfirburðir Bandaríkj- anna hafa vissulega fært þeim drjúgar tekjur af fjárfestingum erlendis. Mikið hefur verið skrif- að um þessa hlið málsins, enda hefur hinum fjölþjóðlegu fyrir- tækjum vaxið fiskur um hrygg á síðustu áratugum. (Til fróð- leiks má geta þess, að verðbréfa- eign Bandarískra fyrirtækja í erlendum fyrirtækjum mun vera álíka mikil og verðbréfa- eign annarra þjóða samtals í bandarískum fyrirtækjum). Erjur á vinnumarkaðnum heima fyrir og fjárfestingar- tækifæri erlendis hafa valdið því, að bandarísk fyrirtæki hafa fjárfest gífurlega í Vestur-Ev- rópu. Bílaver þeirra í Evrópu eru meira að segja farin að celja bíla til Bandaríkjanna. ÞeTa er verkalýðsforystunni þar í ^andi mikill þyrnir í augum. VIÐSKIPTI ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA Eins og öllum mun kunnugt, hefur þýðing Bandaríkjamark- aðar farið vaxandi, að því er varðar íslenzkar útflutningsaf- urðir. Innflutningur þaðan hef- ur hins vegar ekki vaxið að sama skapi, þegar á heildina er litið. Hlutfallslegur útflutning- 64 FV 4 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.