Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 64
Eykst útflutningur Bandaríkjanna? — eftir dr. Guðmund Hlagnússon, prófessor Bandaríkin hafa hingað til lítið sinnt almennum vöruút- flutningi. Þau hafa flutt út 5 - 6% þjóðarframleiðslunnar og flutt inn álíka mikið. Til samanburðar hefur vöruút- flutningur íslendinga verið um 25% þjóðarframleiðsl- unnar, en útflutningur vöru og þjónustu samtals um 40% þjóðarframleiðslunnar. Skýring þessara litlu vöru- skipta Bandaríkjanna má m. a. rekja til þess, að hinn stóri heimamarkaður hefur gefið meira í aðra hönd en útflutning- ur, og dollarinn hefur lengi ver- ið of hátt skrifaður.. Varðandi innflutninginn hafa Bandarík- in lengstum verið treg til að gera hann frjálsari og fella nið- ur tolla. Iðnaður þeirra hefur jafnframt verið afar afkastamik- ill á mörgum mikilvægum svið- um. GATT - VIÐRÆÐUR Það svigrúm, sem Bandaríkin hafa haft til að semja um tolla- lækkanir í hinum svonefndu GATT-viðræðum, hefur farið eftir andrúmsloftinu á Banda- ríkjaþingi hverju sinni. Talsverður árangur náðisí í Kennedy-viðræðunum 1963-67. Síðan hefnr margt gerzt á sviði efnahagsmála í Evrópu og ann- ars staðar í heiminum og við- horfin því breytzt. Hafinn er undirbúningur nýrra GATT- viðræðna, sem áætlað er að ljúka 1975. En þær viðræður verða strembnar. Nú verður ekki eingöngu talað um tollatil- slakanir, heldur einnig um, hve- nær megi grípa til mótaðgerða, ef samkeppni frá innflutningi verður „ískyggilega hörð“ í ein- stökum greinum. Viðskiptajöfnuður Banda- ríkjanna hefur sigið á ógæfu- hliðina jafnt og þétt á síðustu árum. Þeim er umhugað um að bæta úr því. SOJABAUNIR OG RISAÞOTUR Athyglisvert er, að talsverður hluti vöruútflutnings Bandaríkj- anna er í formi óunninna hrá- efna, en verð þessara afurða er háð framboði og eftirspurn á al- heimsmarkaði. Einnig eru landbúnaðarvörur mikilvægur þáttur útflutnings- ins. Magn hans fer hins vegar mest eftir uppskerunni — eða réttara sagt uppskerubrestinum — í Rússlandi, Kína og Indlandi, svo og tollastefnu Efnahags- bandalags Evrópu og Japans. Reyndar hafa Bandaríkin haft við ,,kornfjall“ að glíma og ver- ið vel aflögufær á landbúnaðar- sviðinu. Á iðnaðarsviðinu eru fluttir út tiltölulega fáir en sérhæfðir hlutir, eins og risaþotur og raf- reiknar. Yfirburðir Bandaríkja- manna á þessum sviðum eru því- líkir. að verðið skiptir ekki öllu máli. Allt þetta veldur því, a* vafasamt er, að felling dollar- ans skapi mikinn viðbótarút- flutning í bráð. VIÐKVÆMARI FYRIR INNFLUTNINGI Yfirburðum Bandaríkjanna á sviði framleiðslu bíla, stáls, sjónvarpstækja og fleiri vara er ógnað af Japönum, Vestur-Þjóð- verjum og fleirum. Olíukónga- landið er að verða olíulaust, og klæðin og skæðin að verða er- lend. Jafnframt breytir hin al- þjóðlega sérhæfing framleiðslu- mynstrinu í sífellu. Þannig höfðu Bandaríkin forystu í gerð skrifstofuvéla, en þar hafa Ev- rópuþjóðir og Japanir tekið við. Hinir stjórnunarlegu og tæknilegu yfirburðir Bandaríkj- anna hafa vissulega fært þeim drjúgar tekjur af fjárfestingum erlendis. Mikið hefur verið skrif- að um þessa hlið málsins, enda hefur hinum fjölþjóðlegu fyrir- tækjum vaxið fiskur um hrygg á síðustu áratugum. (Til fróð- leiks má geta þess, að verðbréfa- eign Bandarískra fyrirtækja í erlendum fyrirtækjum mun vera álíka mikil og verðbréfa- eign annarra þjóða samtals í bandarískum fyrirtækjum). Erjur á vinnumarkaðnum heima fyrir og fjárfestingar- tækifæri erlendis hafa valdið því, að bandarísk fyrirtæki hafa fjárfest gífurlega í Vestur-Ev- rópu. Bílaver þeirra í Evrópu eru meira að segja farin að celja bíla til Bandaríkjanna. ÞeTa er verkalýðsforystunni þar í ^andi mikill þyrnir í augum. VIÐSKIPTI ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA Eins og öllum mun kunnugt, hefur þýðing Bandaríkjamark- aðar farið vaxandi, að því er varðar íslenzkar útflutningsaf- urðir. Innflutningur þaðan hef- ur hins vegar ekki vaxið að sama skapi, þegar á heildina er litið. Hlutfallslegur útflutning- 64 FV 4 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.