Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 57
Bandaríkjamenn framleiða nú meiri matvæli með 5% af vinnuafli sínu heldur en þeir gerðu árið 1890, með rúmlega 40% vinnuaflsins. Gjörbylting hefur fylgt vélvæðingu landbúnaðarins. Þessi vél afkastar uppskeru á 25-30% stærra landflæmí en eldri vélar hafa gert og hún þarf aðeins eiim stjórnanda. í framleiðslu á kornvöru. Um tíma var aukning í útflutningi landbúnaðarvara tiltölulega lit- il en tvö siðustu árin hefur hann vaxið tvöfalt hraðar en heildar- útflutningurinn. Bandaríkin eru nú flaekt í al- þjóðlega fjármálaþróun, sem ekki var hægt að sjá fyrir. Árið 1971 nam innflutningur 14.7% af allri innanlandsneyzlu í Bandaríkjunum. Árið 1960 var þetta hlutfall aðeins 8.5%. Meira en 14.7% af vörum fram- leiddum í Bandaríkjunum árið 1971 voru fluttar út, en aðeins 11% árið 1960. Aðgerðir okkar til að einangra Bandaríkin við- skiptalega myndu ekki aðeins verða óvinsælar meðal neytenda heldur líka skaða bandaríska framleiðslu. FRUMKVÆÐI BANDARÍKJANNA Bandaríkin hafa haft forystu um að hvetja til fjölþjóðlegra samninga um viðskipti. Viðræð- ur um þau efni hefjast í Tókíó í september. í þeim ætla Banda- ríkin að semja af festu til að ná margþættum markmiðum. Við viljum að viðræðurnar verði á svo breiðum grundvelli, að þetta takist. Ekki er nóg, að þær nái aðeins til tolla á iðnaðarvörum heldur líka tollfrjálsra viðskipta og vandamála í sambandi við verzl- un með landbúnaðarvörur. Við ætlum að reyna að fá fram sam- komulag um miklu frjálsari verzlun með landbúnaðarafurð- ir, því að takmarkanir á erlend- um mörkuðum koma mjög harkalega niður á þessari undir- stöðuatvinnugrein okkar. Sér- staklega á þetta við um landbún- aðarstefnu Efnahagsbandalags Evrópu. Við ætlum líka að draga úr neikvæðum áhrifum stækkunar EBE á utanríkisviðskipti Banda- ríkjanna með því að semja um lægri tolla og afnám tolla fyrir bandarískar vörur í löndum Efnahagsbandalagsins. Sömuleiðis viljum við greið- ari aðgang að mörkuðum Jap- ans og Kanada, þar sem tollar eru tiltölulega háir í báðum til- fellum. VILJA BÆTTAN HAG GAGN- VART EBE Ef litið er á stöðuna í Vestur- Evrópu er okkur nauðsynlegt að fá dregið úr neikvæðum áhrif- um stækkunar Efnahagsbanda- lagsins, og af samningum banda- lagsins við önnur ríki, í Evrópu og Afríku. Áður en þessar fjöl- þjóðlegu viðræður hefjast mun- um við reyna að ná rétti okkar í samræmi við ákvæði GATT um að ríki hafi lagalegan rétt til bótakröfu, ef tollabandalag er stofnað eða stækkað. Á þetta við um stöðu okkar eftir að Bret- land, Danmörk og írland hafa tekið upp hinn sameiginlega ytri verndartoll bandalagsins. Landbúnaðarstefna bandalags- ins er okkur sérstakur þyrnir í augum, þvi að með framkvæmd hennar er okkar afurðum ekki einungis haldið utan evrópska markaðarins, heldur orkar hún hvetjandi á offramleiðslu afurða í Evrópulöndunum, sem síðan eru seldar á niðurgreiddu verði á aðra markaði, þar sem banda- rískir framleiðendur þurfa að standa í stríðu. FJÁRFESTINGIN í EVRÓPU Þetta er ein hhð á samskipt- um okkar við Vestur-Evrópu- lönd. Ef litið er á aðrar, sjáum við hins vegar, að Bandaríkin eiga mikið undir því komið, að þróun efnahagsmála hjá EBE verði jákvæð. I árslok 1971 var fjárfesting Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu metin á rúmlega 27.5 milljarða dollara. Arður af þessari fjárfestingu var meira en 2.6 milljarðar dollara. Áfram- haldandi öryggi þessara eigna og arðsemi þeirra eru vitaskuld mikilvæg. Ef horft er framhjá hinum beinu viðskiptalegu hliðum málsins þá skal áherzla lögð á, að við munum hafa sérstök tengsl við Vestur-Evrópu í póli- tískum skilningi og í hernaðar- legum efnum. Nixon forseti hef- ur sagt, að vináttuböndin við þjóðir Vestur-Evrópu verði hornsteinn þess friðar, sem byggja skal á samstarfi margra þjóða. FV 4 1973 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.