Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 49
Bandarikin eru mikið vínræktarland og í New York og Kali-
forníu gefst ferðafólki tækifæri til að heimsækja vínframleið-
endur og smakka á framleiðslunni.
• Skál
fyrir
því!
Og hvað væri svo betur við-
eigandi í lok ferðalags um
Bandaríkin en að huga nokkuð
að vínframleiðslu landsmanna
og heimsækja nokkur helztu vín-
ræktarhéruðin? Þar ber Kali-
forníu og New York-ríki hæst.
Margs konar ferðir um þessi hér-
uð eru á boðstólum fyrir þá. sem
hafa áhuga á að kynna sér vín-
rækt en á sömu svæðum bíða
alls konar önnur tækifæri fyrir
ferðamanninn, er ekki snerta
vínframleiðsluna beinlínis.
Kalifornía er mesta vínrækt-
arsvæði Bandaríkjanna, enda
eru framleidd þar um 85% af
öllu bandarísku víni. Vínakrarn-
ir eru á 650 kílómetra ræmu, frá
San Diego í suðri til Rauðuskóga
i norðurhluta ríkisins.
Næst kemur New York-ríki,
sem framleiðir sumar af þekkt-
ustu bandarísku víntegundun-
um. Þetta eru sannkölluð amer-
ísk vín, unnin úr berjategund-
um, sem upprunnar eru á aust-
urströnd Bandaríkjanna.
Áhugamenn geta tekið þátt í
að pressa berin á vínhátíð í
Corning í New York, þar sem
sundlaug er fyllt af berjum, til
þess að viðstaddir geti gengið á
þeim. Þá eru drungalegir vín-
kjallarar, lýstir upp með kerta-
ljósum, líka opnir almenningi. í
þeim eru geymdar nokkrar
beztu vín- og konjaktegundirn-
ar.
Þannig mætti lengi telja.
Sums staðar eru haldnir tónleik-
ar við víngarðana en alltaf er
eitthvað að gerast í vinræktar-
löndunum, á hvaða árstíma sem
er. Þó er uppskerutíminn, ágúst,
september og óktóber, beztur til
kynnisferða í vínhéruðunum. Á
haustin eru líka víða haldnar
vínuppskeruhátíðir í nágrenni
þeirra.
Hér að framan hefur aðeins
verið bent á fáeina möguleika
til að kynnast öðrum hliðum á
Bandaríkjunum en þeim, sem í
fljótu bragði virðast við útlend-
ingum blasa. Og þó að menn
velji að fara nýjar leiðir, ef svo
mætti segja, á ferðalögum um
Bandaríkin, eru þeir að sjálf-
sögðu jafnvelkomnir og fyrr á
gamlar slóðir — á borð við Em-
pire State-bygginguna eða
Disneyland.
L_____________________ ____________________
Nýtt happdrœttlsái*'
aldrei ^lœHiloj^ra 011 nú!
T
ÍBÚÐAR
VINNINGUR
mánaðarlega
FERÐALÖG
HUSBUNAÐUR
Hu» þetta, »8 Etpilundl 3, ttendur á mjög (allegum atað
■ GarSahreppi með góðu úteýni
Hútið uppfyllir atronguatu nútimakröfur 5-6 manna
fjölakyldu
Aðalvinningur araina er þetta einbyliahúa að Eapilundi 3,
Garðahreppi. með tvöföldum bilakur,
aamtala 195 ferm. að verðmgeti a. m. k. 6 millj. króna.
Qsc' v^sJóo^ufiaÁX^
1
1973 Sala hafin 1974
r i
ÍOO bílar
Aörir eltir vali vinnenda fyrir 250 þús.,
300 liús.. 350 |)ús. og 400 |iús. krónur
MERCEDES BENZ 280 S i HAI
WAGONEER OKTOBER
'4*
FV 4 1973
49