Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Síða 98

Frjáls verslun - 01.04.1973, Síða 98
Frá ritstjórn VINAÞJÓÐ í VESTRi Það voru vissulega sönn orð, sem for- sætisráðherra Islands mælti í áramótaræðu sinni, þegar hann sagði, að engin þjóð hefði reynzt Islendingum betur en Bandaríkja- menn. Að sjálfsögðu leið ekki á löngu áður en málpípur heimskommúnismans á Islaiidi höfðu risið upp á afturlappirnar og upphafið sitt gamalkunna ramakvein, sem svo oft heyrist frá þeim, þegar farið er viðurkenn- ingarorðum um Bandaríkjamenn Þess kon- ar spangól er títt á síðum Þjóðviljans þeg- ar liðsmenn bandaríska hersins á Keflavík- urflugvelii bjarga hér mannslífum, að ekki sé talað um viðbrögð kommúnistablaðsins við hjáiparstarfi þeirra í Vestmannaeyjum. Þó að þröngar, lítilsigldar, pólitískar hags- munaklíkur kommúnistanna reyni að kasta ryki í augu fólks, verður því ekki mótmælt, að hvergi hafa Islendingar átt jafnmikilli velvild að mæta, þegar á hefur reynt, en einmitt hjá Bandaríkjamönnum. Raunar má segja, að Islendingar hafi fyrst og fremst notið góðs af þeim grundvallarhugmyndum um frjálst framtak, sem fóstraðar hafa verið í Bandaríkjunum um tvö hundruð árabil. Is- lenzku fyrirtækin, sem starfa vestan hafs með miklum glæsibrag eru gleggsti vottur um þetta. öllum er ljóst mikilvægi banda- ríska markaðarins fyrir íslenzkar sjávaraf- urðir og þykir sjálfsagt að þjóðarbúið ís lenzka græði þar álitlegar peningaupphæðir samkvæmt lögmálunum um framboð og eft- irspurn. Jafngreiður aðgangur og Islending- ar hafa að þessum mikilvæga markaði, er því fyrst og fremst að þakka, að íslenzk fyrir tæki hafa óhindrað fengið að fjárfesta í Bandaríkjunum og stunda þar fiskiðnað. Fjárfesting íslenzkra aðila í Bandaríkjunum er miklu meiri en eignir bandarískra að- ila hér á landi. Þar kemur þáttur flugsins líka við sögu, en eins og kunnugt er hafa Loftleiðir um árabil mætt miklum skilningi bandarískra yfirvalda, sem með frjálslynd- ari stefnu í flugmálum en annars staðar tíðkast, hafa gert Loftleiðum kleift að verða sín nokkurs megandi í samkeppni við marg- fait stærri féiög á N-Atlantshafsflugleiðinni. Af þessu leiðir líka, að Loftleiðir eru með stærstu atvinnurekendum og skattgreiðend- um á íslandi. Kynni Islendinga af þeim 3000 manna her, sem á Keflavíkurflugvelli dvelst, eru lítil sem engin. Samningar ríkjanna gera líka ráð fyrir að svo sé. Til þess að kynnast banda- rísku þjóðinni eiga Islendingar að sækja hana heim, kynnast högum hennar og dæma síðan af eigin reynslu. Vissulega eru margar dökkar hliðar á mannlífinu í Bandaríkjunum svo sem víða annar.s staðar. En Bandaríkin eru stórt land og fjölmennt og langmestur hluti þjóðarinn- ar býr í friðsömum, litlum bæjarfélögum, þar sem menn hafa ekki síður áhyggjur af glæp- um og afbrotum í myrkviði bandarísku stór- borganna en við hér heima á Islandi og frænd- ur okkar austan hafsins. Með hinu dreifða valdi og óvenjumikla frjálsræði hafa Banda- ríkjamenn kosið að taka á sig áhættuna af slíkri öfgaþróun. Á iþað er stundum bent, að glæpir séu fátíðir í kommúnistalöndunum og því hljóti stjórnskipulag þar að vera öðrum til fyrirmyndar. Sterkt miðstjórnarvald og öflugt lögregluveldi hljóta eðli málsins sam- kvæmt að hindra menn í glæpaverkum. I því efni eru t. d. spænsk stjórnvöld, grísk og portúgölsk, svo að nokkur dæmi séu nefnd, engir eftirbátar. En það er gæfa Bandaríkjanna, að með þeim hefur þróazt mikill hæfileiki til sjálfs- gagnrýni, og þeir hafa haldið dyggilega vörð um sérhvern vettvang, þar sem hið mælta og ritaða gagnrýnisorð fær að heyrast eða sjást. Þess vegna er full ástæða til að treysta því að þeim takist bezt sjálfum að levsa vandamál sín enda stendur hugur þeirra ó- tvírætt til þess. 98 FV 4 1973
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.