Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 85

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 85
tankana, sem síðan eru tæmdir í mjólkurtankbíla án þess að mannshöndin komi þar nokkurn tíma nærri. Kælitankana er líka hægt að nota án mjaltakerfis- ins og er mjólkinni þá hellt i þá úr brúsum eða mjaltafötum. Tankarnir eru með kælikerfi í botninum og kælist mjólkin nið- ur um leið og hún kemur í tank- inn. Einnig eru fáanleg með þessum tönkum þvottatæki, al- sjálfvirk, frá sama framleið- anda. Þvo þau tankana með há- þrýstiúðara án þess að maður- inn þurfi að snerta þar á. Dráttarvélar h.f. hafa umboð fyrir kanadíska fyrirtækið Mass- ey-Ferguson, er hefur höfuð- stöðvar sínar í Toronto. Hingað hafa þó dráttarvélar og vinnu- tæki frá þeim verið keypt frá dótturfyrirtæki þeirra í Eng- landi þar sem framleiðsla á þeim fer fram. Massey-Fergu- son er risastórt fyrirtæki með fjölda útibúa víða um heim, m. a. í Bandaríkjunum og taldi Arn- ór ekki óhugsandi að eftir síð- ustu gengisskráningu dollarans væri hagstæðara fyrir okkur að kaupa vélar þessar þaðan en frá Evrópu. IBIVl á íslandi: Fjarvinnsla í skýrsluvélum fyrir Borgarspítalann Bandaríska fyrirtækið Inter- national Business Machines, eða IBM, eins og það er venju- Iega kallað, rekur útibú hér á landi að Klapparstíg 25, og hef- ur í sinni þjónustu 40 starfs- menn, en útibússtjóri er Ottó A. Michelsen. Raunar er það dótturfyrirtæki bandaríska fyrirtækisins sem rekur útibúið, IBM World Trade Corporation, en það annast alla starfsemi IBM utan Bandaríkj- anna. Tengslin eru í aðalatriðum fólgin í því, að útibúið leggur fyrir IBM fjárhagsáætlun til 2ja ára í senn, sem er í samræmi við settar starfsreglur frá fyrirtæk- inu. Þegar IBM hefur svo sam- þykkt áætlunina starfar útibúið mjög sjálfstætt innan þess ramma sem áætlunin og reglurn- ar segja til um. FV hitti að máli fyrir stuttu þá Jóhann Gunnars- son og Jón Marinósson deildar- stjóra hjá IBM á íslandi og fræddu þeir okkur um starfsemi útibúsins. Á 3. HUNDRAÐ TIL ÞJÁLF- UNAR IBM á íslandi leigir út tölvur og annast innflutning á öllum rekstrarvörum til þeirra og sér um viðgerðarþjónustu á tölvun- um. Nú eru hér á landi milli 10 og 20 IBM tölvur af ýmsum stærðum. Má nefna að á síðasta ári fluttu þeir inn gataspjöld fyrir tölvur frá Bandaríkjunum fyrir um 10 milljónir ísl. króna. Þá annast IBM á íslandi þjálfun starfsfólks sem við tölvurnar á að vinna, og er talið að á milli 2 og 3 hundruð manns komi ár- lega til mismunandi langrar þjálfunar í stöðvar útibúsins á Klapparstígnum. Þar hefur IBM tvær tölvur og á þær annast fyr- irtækið bókhald og hvers kyns úrvinnslu fyrir fjöldamörg ís- lenzk fyrirtæki. Sjálfar tölvurnar eru yfirleitt ekki bandarísk smíði. Þær eru að langmestum hluta smíðaðar í einhverju útibúa IBM World Trade Corporation. Söluumboðs- skrifstofur þess eru alls 451 í 126 löndum í fjórum heimsálf- um og fer framleiðsla þeirra fram í 22 verksmiðjum í 13 þess- ara landa. Aðalstöðvarnar eru í New York. MEÐAL 10 STÆRSTU FYRIR- TÆKJA HEIMS IBM er nú eitt af 10 stærstu fyrirtækjum heimsins og til fróðleiks má geta þess að brúttó- tekjur þess voru á síðasta ári 9.500 milljónir dollara. Starfs- menn eru alls um 250 þúsund talsins. Langstærsta fram- leiðslusviðið er smíði rafreikna eða tölva en einnig framleiðir IBM, eins og flestum er kunn- ugt, skrifstofuvélar svo sem rit- vélar, Ijósritunartæki, hljóðrit- unartæki svo og öll hjálpartæki og annað sem þarf til notkunar á þessum tækjum. IBM starf- rækir 22 rannsóknar- og þróun- ardeildir, þar sem stöðugt er unnið að endurbótum og endur- nýjun og er eytt til þess hundr- uðurn milljóna dollara á ári. BYRJUÐU MEÐ KJÖT- VINNSLUVÉLAR IBM hóf starfsemi um 1914 með framleiðslu á kjötvinnslu- vélum, vogum og klukkum en fljótlega var farið að framleiða skýrsluvélar með gataspjöldum. Fyrirtækinu tókst að halda starf- seminni gangandi á kreppuárun- um og var þess vegna unnt að anna eftirspurn eftir skrifstofu- vélum þegar kreppunni lauk og viðskiptalíf tók að blómgast. Áður en Ottó A. Michelsen stofnaði útibúið árið 1967 hafði hann um árabil verið umboðs- maður IBM, sem eigandi Skrif- stofuvéla h.f., og flutt inn frá þeim skrifstofuvélar og fyrstu tölvurnar, sem komu hingað Unnið við IBM-kerfið hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. 85 FV 4 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.