Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 11
Atliygli vakti, að flagg- að var í hálfa stöng á stjórnarráðsbygginginn hér, þegar útför austur- þýzka kommúnistaleið- togans Walters Ulbrichts fór fram á dögunum. Sagan segir, að emb- ættismenn íslenzka ríkis- ins hafi verið í nokkrum vafa um, hvernig halda skyldi á þessu máli, en falið cinum úr sínum hópi að kanna það, hvort ríkisstjórnir á Norður- löndum hyggðust láta flagga í hálfa stöng. Embættismaðurinn spar- aði hins vegar íslenzka ríkinu símtal til útlanda, hringdi í austur-þýzka sendiráðið hér í borg og fékk þar þau góðu ráð, að flaggað skyldi í hálfa stöng við útför Ulbrichts! Ráðherrar taka sér að sjálfsögðu sumarleyfi eins og flestir aðrir. Magnús Kjartansson var búinn að ráðgera sigl- ingu með Eimskip í boði vina sinna hjá því fyrir- tæki, en hætti við á síð- ustu stundu. En Magnús hélt engu að síður úr landi og fór leynt með það, hvert ferðinni væri heitið. Höfum við haft spurn- ir af honum við Svarta- hafið, á Rússlandsströnd- inni að sjálfsögðu, þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti hjá stór- vinum sínum eystra. Inn í þetta ferðaplan var svo að sjálfsögðu skotið við- komu í Moskvu, svo að íslenzki ráðherrann gæti þakkað fyrir sig og fleira. Augljósir erfiðleikar blasa við í fjáröflun fyr- ir byggingasjóð ríkisins. Ráðherra hefur látið hafa það eftir sér, að hann teldi ckki óeðlilegt að hækka Iaunaskattinn í þessu skyni, en jafnframt er talið, að ríkisstjórnin hafi í hyggju að hækka innflutningsgjöld á bíl- um eða leggja á bílakaup nýjar álögur í einhverri mynd til að bæta stöðu byggingasjóðs. Flugrekstrarleyfi til handa Guðna í Sunnu kom forráðamönnum Flugleiða h.f., vísi hins sameinaða íslenzka flug- félags, algjörlega í opna skjöldu. Hafa forráða- menn Loftleiða og Flug- félags íslands borið fram mjög ákveðin mótmæli við yfirvöld samgöngu- mála út af þessu máli, og er fullyrt, að hefðu eig- endur félaganna vitað iyrir aðalfund í sumar að til stæði að veita slíkt leyfi, hefðu þeir aldrei samþykkt að vinna að sameiningu félaga sinna með þeim hætti, sem þeir ákváðu að gera. Sérstök nefnd kannar nú möguleika á að flytja opinberar stofnanir út í dreifbýlið. Hefur verið leitað eftir áliti forstöðu- manna stofnana um það, hvar þeir gætu liugsað sér að þær hefðu aðsetur utan höfuðborgarinnar. Samkvæmt áreiðanlegum heimiídum munu 80% þeirra, sem spurðir voru, hafa kosið Selfoss, ef flutningur frá Reykjavík færi á annað borð fram. Kjósendum í Vestur- landskjördæmi hefur ver- ið fluttur sá boðskapur úr herbúðum kommún- ista þar vestra, að Jónas Arnason muni ekki verða oftar í framboði fyrir þá til þings. Ekki kunna menn svör við því, af hverju Jónas sé að hugsa um að draga sig í hlé, en sumir hafa af þessu til- efni rifjað upp sögusagn- ir um að Lúðvík vilji pota honum í embætti innan utanríkisþjónust- unnar. Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins hefur ný- verið tekið í notkun tölvukerfi, sem notað er til að hafa yfirsýn yfir birgðir og stjórna pönt- unum. En það hefur gengið erfiðlega að fá tölvuna til að vinna eins og vera ber og hefur þar af leiðandi ríkt hið mesta ófremdarástand í vöru- afgreiðslu fyrirtækisins. Starfsmenn veitingahúsa kvarta undan því að' sum- ar vinsælar borðvínstcg- undir séu þrotnar og vindlareykingamenn hafa margir saknað eftir- lætistegundanna sinna. Ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins og for stöðumaður hagrann- sóknadeildar hafa verið að störfum á Akureyri í sumar. Talsverð leynd hefur hvílt yfir því hver viðfangsefnin séu, en að norðan höfum við haft spurnir af því, að emb- ættismennirnir hafi ver- ið að gera drög að nýju skattalagafrumvarpi, sem feli í sér gjörbyltingu frá því sem nú er og komi óbeinir skattar að lang mestu leyti í stað hinna beinu samkvæmt því, en sem kunnugt er hafa Sjálfstæðismenn umskeið haft slíka breytingu á stefnuskrá sinni. Það mun vera áætlun ríkis- stjórnarinnar að leggja þetta nýja frumvarp fram snemma á næsta þingi, og reyna þar með að ,,stela“ málinu frá stjórnarandstöðunni. FV 8 1973 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.