Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 13

Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 13
Efnahagsmál: Aukin útlán bankanna aðalástæða þenslunnar í peningamálum Við lok júníinánaðar þessa árs hafði peningamagn í um- ferð aukizt um nær 32% á árs- grundvelli, en það er rösklega helmingi meiri aukning en varð tólf mánuðina þar á und- an. Einnig varð mjög veruleg aukning á handbæru fé al- mennings, þ. e. samtölu pen- ingamagns og spariinnstæðna, eða rösk 26% miðað við um 17% aukningu árið á undan. I skýrslu Framkvæmdastofn- unar ríkisins um þjóðarbúskap- inn, sem er nýútkomin, er vak- in athygli á því, að útlána- aukning bankakerfisins hafi að verulegu leyti, eða nær fjór- um fimmtu, staðið að baki þeningaþenslu sl. tólf mánuði. Útlán innlánsstofnana jukust á þessum tíma um rösk 23% miðað við rúmlega 20% aukn- ingu tólf mánaða tímabilið þar á undan. Einnig gætti talsvert áhrifa nettógjaldeyriskaupa bankakerfisins. Gjaldeyriskaup umfram sölu sl. tólf mánuði námu nær 1400 millj. króna, en gjaldeyrissala umfram kaup hafði numið um 300 millj. kr. árið á undan. AUKIN ÞENSLA A ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI Sé litið nánar á þróun pen- ingamála, segir í skýrslunni, kemur í ljós, að þenslan hefur aukizt á þessu ári og þá sér- staklega öðrum ársfjórðungi. Frá áramótum til júníloka jókst peningamagn í umferð um 36,5% samanborið við tæp- lega 23% aukningu á fyrstu sex mánuðum ársins 1972. Or- sök þessarar þenslu má fyrst og fremst rekja til útlánaaukn- ingar bankakerfisins, 4751 m. kr., en gjaldeyriskaup umfram sölu, 375 m. kr., lögðu einnig sitt af mörkum til peninga- sköpunarinnar, gagnstætt því, sem var á sama tíma árið 1972, er gjaldeyrissala bankanna var röskum 500 m. kr. meiri en gjaldeyriskaup. Útlán innlánsstofnana jukust alls um 17% fyrstu sex mán- uði þessa árs, en höfðu aukizt um 13,5% á sama tíma árið áður. Þrátt fyrir þessa miklu útlánaaukningu bættu innláns- stofnanir lausafjárstöðu sína um 556 m. kr., en að öðru jöfnu batnar lausafjárstaða innlánsstofnana á fyrri helm- ingi hvers árs, vegna mikils árstíðabundins fjármagnsút- streymis frá Seðlabankanum. Helztu orsakir þess eru ann- ars vegar endurkaup afurða- lánavíxla sjávarútvegsins, sem jukust um 1112 m. kr., og hins vegar fjárþörf ríkissjóðs, sem ávallt gerir vart við sig á fyrri árshelmingi og nam nú 1120 m. kr. Þessi þróun snýst yfir- leitt við á seinni hluta árs, og hefur sá tími oft reynzt inn- lánsstofnunum erfiður, hafi þær ekki gætt hófs í útlánum. Útlán Seðlabankans til ann- arra en innlánsstofnana jukust um 1700 m. kr. frá áramót- um til júníloka, sem er um 200 m. kr. meiri aukning en á sama tíma 1972, og sem fyrr greinir vega útlán til ríkisins þar þyngst auk útlána til fjár- festingarlánasjóða. Nettófjár- magnsútstreymi frá bankanum (peningasköpun) sl. sex mán- uði varð hins vegar nær tvö- falt meira en árið áður, eða alls um 1850 m. kr. VERÐBÓLGA MAGNAST Þróun peningamála framan af árinu sýndi öll einkenni mikillar og vaxandi þenslu og átti vafalaust þátt í mikilli eft- irspurn eftir vörum og þjón- ustu, ekki hvað sízt vinnuafli, og hafði þannig óbein áhrif í þá átt að magna hættuna á vaxandi verðbólgu, sem þegar var fyrir hendi. Útlánaaukning bankakerfisins benti til mikill- ar ásóknar í hvers konar lána- fyrirgreiðslur, en jafnframt var hætta á, að drægi úr ávöxt- un sparifjár og verðgildi al- menningssjóða, t. d. fjárfest- ingarlána- og lífeyrissjóða, rýrnaði örar vegna vaxandi verðbólgu. Við þessar aðstæð- ur var talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða, sem hvettu til aukinnar fjármagnsmynd- unar innanlands og hömluðu gegn verðbólgufjárfestingu. Hinn 27. apríl sl. ákvað Seðla- bankinn hækkun sparifjár- vaxta um 2-3% frá og með 1. maí, og tók mesta hækkunin til sparifjár, sem bundið er til tólf mánaða. Eru vextir af slíku fé nú 12% á ári, en 9% af almennu sparifé. Útláns- FV 8 1973 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.