Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 17

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 17
Júgóslavía: Energoinvest - stórfyrirtæki með vestrænu yfirbragði Framkvæmdamaðurinn Emerik Blum rekur þetta fyrirtæki sitt af miklum dugnaðé, en margt kemur þó undarlega fyrii,- sjónir Vesturlandabúa Emerik Blum, aðalforstjóri risafyrirtækisins Energoinvest í Júgóslavíu. Emerik Blum er einhver at- hyglisverðasti framkvæmda- mað'ur Júgóslavíu, en af mynd- um að dæma, gæti hann verið íslenzkur hóndi. Blum er framkvæmdastjóri fyrir einum stærsta fyrirtækjahring Júgó- slavíu, sem sagður er meðal hinna voldugustu sinnar t eg- undar í heiminum um þessar mundir. Segja má, að Emerik Blum vinni fyrir hina 24 þúsund starfsmenn fyrirtækisins, sem heitir Energoinvest, en þeir ekki fyrir hann. Fyrirtækið er byggt á júgóslavnesku atvinnu- lýðræði, sem þeir nefna sjálf- ir „samoupravljanje" og allir starfsmenn eiga þátt í rekstri þess, a. m. k. samkv. lögum. Öll fyrirtæki í Júgóslavíu, sem hafa fimm eða fleiri starfsmenn, verða að starfa samkvæmt um- ræddu kerfi. Starfsmennirnir kjósa sjálfir framkvæmdanefnd- ir, sem sjá eiga um allt eins og t. d. ráðningu forstjóra, eins og Blum, og skiptingu arðs. Sam- kvæmt reglunum þarf að end- urkjósa Blum á fjögurra ára fresti. Aðspurður segir Blum: „Það er raunverulega enginn munur á að stjórna fyrirtæki í Júgóslavíu og á Vesturlöndum, nema hér er framkvæmdastjór- inn auðvitað ábyrgur gagnvart starfsfólkinu." FV 8 1973 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.