Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 19
• AtvinnuIýSræði í orðsins fyllstu merkingu? Júgóslavneskt atvinnulýðræði er sagt vera hið bezta sinnar tegundar í heiminum, en í öðr- um löndum, þar sem atvinnu- lýðræði þekkist, eins og t. d. í Chile, Svíþjóð, Póllandi, Vest- ur-Þýzkalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi, eru starfsmenn oft virkari í raunverulegri stjórn fyrirtækjanna. Sums staðar hefur atvinnulýðræði verið innleitt af stjórnmálaleg- um ástæðum, en annars staðar til þess að bæta afköst og draga úr skrópi starfsfólks. Júgóslavar reyna ekki að halda því fram, að atvinnulýðræðið hjá þeim sé gallalaust, enda eru þeir sí- fellt að endurbæta það. Árið 1971 voru samþykkt lög, sem kváðu á um að verkamenn ættu að hafa meira að segja í stjórn fyrirtækja. Energoinvest var eitt hið fyrsta, sem fór eftir um- ræddum lögum. © Gamlar nefndir hverfa — nýjar taka við. Samkvæmt lögum breytist stjórn starfsmanna og margar ákvarðanir Blum verða nú að vera samþykktar á „verk- smiðjugólfinu", eins og það er orðað. Eitt hundrað manna mið- stjórn, ásamt 41 undirnefnd, eru enn til innan Energoinvest, en einnig hafa verið stofnsettár 220 nýjar starfsmannanefndir. Mið- stjórn Energoinvest er kosin af öllum starfsmönnum fyrirtækis- ins. í hverri verksmiðju og námu kjósa starfsmenn sinn eigin fulltrúa og segja má, að um 600 starfsmenn séu um hvern miðstjórnarfulltrúa. Sem dæmi um nefndafarganið, má geta þess, að í einni verksmiðju Energoinvest var 19 manna stjórn til skamms tíma, sem var kosin af 1100 starfsmönn- um. Nú starfa fimm nefndir í verksmiðjunni og í hverri þeirra eru 200 manns. Á tveggja til þriggja mánaða fresti koma þær saman og ræða helztu mál fyrirtækisins, eins og t. d. hagn- aðardreifingu, eða nýjar fjár- festingar. Upphafleg stjóin kemur enn saman til fundar, en aðeins til þess að ræða venju- leg mál, og eins hvort leyfa beri framkvæmdastjóranum að fara í viðskiptaferð, eða kaup á nýj- um vélum. ® Aukin völd starfs- fólksins. Lagabreytingar árið 1971 voru gerðar til þess að auka völd starfsfólksins og draga úr völdum framkvæmdastjóra, sem voru andvígir atvinnulýðræð- inu. Lögin takmarka samt ekki athafnaírelsi Blums, en hann er eins og Alija Alic, formaður verkalýðsfélags Energoinvest sagði, „miklu meira en faðir verkafólksins." Energoinvest var stofnsett árið 1951 og á þeim tíma, sem liðnn er, hefur það aldrei átt sér stað að verkamennirnir greiddu atkvæði gegn hugmyndum Blums. Aðeins eitt af 34 dóttur- fyrirtækjum Energoinvest hef- ur yfirgefið samsteypuna að eigin ósk. Blum hefur aftur á móti reynt að halda góðu sam- bandi við starfsliðið og lætur það fylgjast með því, sem er að gerast hverju sinni. Styrkur Blums er sagður liggja í því, að hann er „sterkur persónuleiki, sjálfstæður í skoðunum og gec- þekkur í viðmóti". „Blum er framsýnn maður, sem hefur áhuga á að gera þjóð- félagsumbætur um leið og hann hagnast á framkvæmdum", sagði einn Vesturlandabúi ný- verið. © Encrgoinvest er „velferðarfyrirtæki“. Það má segja, að Energoin- vest sé risastórt „velferðarfyr- irtæki“, sem t. d. veitir starfs- mönnum og börnum þeirra námsstyrki, greiðir há ellilaun til fyrrverandi starísmanna, leyfir stórum starfshópum að halda vinnu sinni, þótt svo að þeir afkasti nánast engu og rek- ur aldrei neinn starfsmann. Viðskipti fyrirtækisins eru mjög umfangsmikil og i Júgó- slavíu stjórnar það 40 verk- smiðjum og námum, sem marg- ar hverjar eru afskekktar. Er- lendis eru starfræktar 32 sölu- skrifstofur og á sl. ári jókst heildarveltan um 25%, og varð um 17,6 milljarðar króna, en helminur teknanna er af út- flutningi. Blum stjórnar fyrirtækinu á- samt átta manna stjórn, sem tekur ákvarðanir um ný fyrir- tæki, sem óska eftir aðild, og nýjar framkvæmdir. Stjórnin sér um reksturinn meðan Blum fer í sínar fjölmörgu ut- anlandsferðir. Stjórnina skipa formenn sex undirnefnda og tveir framkvæmdastjórar. © Bandarísk aðstoð. Energoinvest hefur notið að- stoðar frá bandaríska ráðgjafa- fyrirtækinu McKinsey & Co. Fyrir fjórum árum bað Blum fyrirtækið að senda ráðgjafa til Sarajevo, sem er heimaborg En- ergoinvest. Verkefnið, sem þeir fengu, var að skipuleggja útflutning og sölu á vörum En- ergoinvest erlendis; auk þess að endurskipuleggja fyrirtækið innan frá. Enn er fulltrúi frá McKinsey starfandi í Sarajevo sem ráðgjafi. Blum er á stanzlausum ferða- lögum innanlands og eriendis og notar til þess tvær skrúfu- þotur, sem eru eign Energoin- vest. Forstjórinn, sem er 61 árs, notar oft viðskiptaferðir sínar til þess að vinna ríkisstjórn landsins gagn á sviði utanríkis- mála. Nýlega, þegar hann var í Teheran í íran, tók hann þátt í viðræðum við stjórnvöld landsins með júgóslavneska for- sætisráðherranum, Dzemah Bij- edic, um aukin viðskipti milli ríkjanna. Blum er sagður vera sérstaklega hæfileikamikill sölumaður og hann hefur per- sónuleg sambönd við stjórn- völd fjölda ríkja, jafnt í austri sem vestri. © Stjórnsamur náungi. Blum hefur víðtæk völd inn- an fyrirtækisins. í fyrra, á árs- fundi Energoinvest, skoraði hann á starfsmennina að auka afköst samsteypunnar um 20%, meðal annars til þess að geta hækkað laun fólksins. Meðal- laun í fyrirtækinu voru þá 9.152 krónur, en í lok þessa árs verða þau koinin i 10.300 krón- ur. Ákvarðanir Blums eru virt- ar af öllum og skýrslur hans um framkvæmdir og rekstur eru „sem Biblía“, að sögn FV 8 1973 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.