Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 20

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 20
starfsmanna. Ákvarðanir Blums og framkvæmdastjórnarinnar eru lagðar fyrir allar nefndir al- veg niður á „verksmiðjugólí’* og iokasamþykktir koma frá 220 starfsmannanefndum, sam- kvæmt reglunum. Blum situr sjaldan fundi starfsmanna- nefndanna og fer ekki oft í heimsóknir í sjálfar verksmiðj- urnar. Þegar Blum tekur þátt í fundum, þá er hann óhræddur að segja skoðanir sínar við starfsfólkið. Árið 1966, þegar Blum var sem oftar endurkjörinn for- stjóri, tilkynnti hann fólkinu á einum slíkum fundi, að áríð- andi væri að taka mikil- vægar ákvarðanir um tækni- breytingar og tæknilega þróun innan fyrirtækisins. „Við verð- um að ákveða að áframhald- andi tækniþróun sé ekki mál, sem verkamenn eigi að taka ákvörðun um. Tæknin er ekki mál, sem ræða á á lýðræðisieg- um grundvelli." • Verkamenn vita Iítið um viðskiptamál. Það hefur komið í ljós, að verkamennirnir hjá Energoin- vest, sem og annars staðar, vita lítið um viðskipti og sætta sig við að Blum viti hvað hann er að tala um svo að þeir sam- þykkja allt, sem hann segir. Blum er sagður hafa staðið við öll loforð, sem hann hefur gefið verkalýðsfélagi Energoin- vest. Einu sinni þegar útlit fyrir hagnað var slæmt, lofaði Blum formanni félagsins að hækka laun verkafólksins, þannig að þau yrðu 10% hærri að meðal- tali, en almennt gerist í Júgó- slavíu. Hann stóð við þetta. Slíkt styrkir stöðu hans gagn- vart fólkinu. 9 Júgóslavía of lítil fyrir Energoinvest. Blum var fljótur að gera sér grein fyrir því, að Júgóslavía var allt of lítill markaður fyrir fyrirtækið. Hann hóf þegar í stað útflutning og hélt einnig áfram að fjölga fyrirtækjunum innan samsteypunnar. Til að byrja með þurfti hann á öllum sínum hæfileikum að halda, til þess að sannfæra umrædda að- ila, en fljótlega vildu flein ganga í samtökin, en rúm var fyrir. Það eina, sem eitt fyrir- tæki þarf að gera, til þess að ganga í Energoinvest, er að sækja um aðild og fá samþykki stjórnarinnar, sem ekki er ætíð auðfengið. Þegar samruninn á sér stað, verða bæði fyrirtækin að taka upp sameiginlega fjár- málastefnu og leggja fram all- ar eigur sínar. Það má raunar líkja Energoinvest við markaðs- bandalag. Aðildarfyrirtækin fá aðgang að mjög öflugu mark- aðskerfi innan lands og utan, auk þess sem Eneigoinvest tryggir þeim allt það hráefni, sem þau þurfa til framleiðslunn- ar, Fyrirtækin fá einfaldari að- gang að lánastofnunum og hag- stæðari lánakjör. Nýlega tók Energoinvest 130 milljón dala lán í Sovetríkjunum og er nú að semja um sams konar lán við U. S. Import-Export bank- ann. Fyrirtækin verða að greiða Energoinvest frá 2—8% fyrir þjónustu, eins og auglýsingar, markaðskannanir, bókhald, inn- kaup og vörudreifingu erlendis. Auk þess greiða þau öll 3%. fyr- ir rannsóknir, sem Blum segir, að séu undirstaða framfaranna. Framleiðsla: linglingar ráðnir til að móta nýjar hugmyndir — fyrir efnaframleiðsluna hjá fyrirtækinu Perstorp í Svíþjóð Sænska efnaframleiðslan Perstorp réði í vor 20 sænska tán- inga til sumarvinnu hjá fyrirtækinu og fékk þeim mjög ný- stárlegt og skemmtilegt verkefni. Unglingarnir, sem allir búa í bænum Perstorp í suðurhluta Svíþjóðar, áttu ekki að vinna við verksmiðjustörf heldur áttu þeir að nota sumarið til þess að hugsa upp nýja hluti, sem fyrirtækið gæti framleitt og þannig aukið afköstin. Það má segja, að sumarið fari í það, sem nefnt er á ensku „brain storming", eða heilabrot. Forstjóri Perstorp AB, Gunnar Wessman, fékk þessa hugmynd upphaflega, en hann telur að nauðsynlegt sé að auka ímynd- unarafl starfsfólksins innan fyr- irtækisins. Wessman var ráðinn forstjóri árið 1970, og hann gerði sér fljótlega grein fyrir því, að þessi efnaverksmiðja, sem hefur tiltölulega litla ársveltu á sænskan mælikvarða, eða um 5,6 milljarða ísl. kr., þyrfti að taka upp nýja stefnu, ef hún ætti að lifa 8. áratug aldarinn- ar af. Fyrirtækið er efnahags- lega vel í sveit sett og hefur meðal annars komið upp verk- smiðjuframleiðslu í sjö erlend- um ríkjum.. Wessman taldi, að fyrirtækið þyrfti nýtt blóð til þess að geta keppt við hin risa- 20 FV 8 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.