Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 25

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 25
Simiiðarmaéur Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri: Fjárfesting næsta árs hjá Pósti og síma er áætluð 778 miEijónir. Örbylgjukerfi tekið ■ notkun fyrir símann milli Akureyrar og Reykjavíkur Póst og símaminjasafn stofnað í yömlu Ingreglustöðinni Póstur og sími er meðal stærstu fyrirtækja á íslandi og reyndar notar það mestan vinnukraft af þeim öllum sam- kvæmt niðurstöðum, sem birt- ar voru í Frjálsri verzlun ný- lega. Hvert cinasta heimili á landinu gerir meiri eða minni viðskipti við Póst og síma og á öld hraðans og æ fullkomnari tækni í fjarskipt- um vaxa kröfurnar, sem gerð- ar eru til slíkrar þjónustu- stofnunar. Jón Skúlason, verk- fræðingur, hefur gegnt em- bætti pósts- og símamálastjóra í rúm tvö ár. Þetta er eitt mik- ilvægasta embættið innan rík- iskerfisins hérlendis en víða utanlands situr forstöðumaður pósts og síma á ráðherrastóli. Jón Skúlason hefur starfað hjá Pósti og síma síðan 1945 er hann kom heim frá útlöndum. Hann hafði numið síma- og út- varpsverkfræði í Danmörku og Iauk þar prófi 1943. í tvö ár starfaði hann svo í Dan- mörku og Svíþjóð en fluttist heim strax að stríðinu loknu. Því er ekki að leyna að Póst- ur og sími verða að svara margs konar gagnrýni, sem eðlilegt er í jafnumfangsmikl- um rekstri. Að undanförnu hafa orðið hvað háværastar raddirnar, sem vilja lagfæring- ar á sjálfvirka talsímakerfinu út um landið. Alltaf ber líka á nokkurri óánægju með gang póstsendinga, einkanlega hér innanlands og er það tímanna tákn eins og vikið var að áð- ur, að ný og breytt tækni, og örar samgöngur kalla á nýjar og auknar þarfir að uppfylla. Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri, í skrifstofu sinni. Á veggn- um hangir mynd af Guðmundi Hlíðdal, fyrrum póst- og síma- málastjóra. FV 8 1973 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.