Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 27

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 27
ans i Reykjavík ríkir ekkert ófremdarástand. Eftirspnrn er talsverð eftir símum en við höfum getað afgreitt pantanir nokkurn veginn jafnóðum nema hvað dráttur var á upp- setningu stöðvarinnar í Breið- holti. Núna er verið aði stækka Miðbæiarstöðina um 2000 númer og fyrirliggjandi er heimild til pantana á tækja- búna'öi til stækkunar annarra stöðva í bænum. — Hve mikill hluti símnot- enda er á Reykjavíkursvæð- inu? — í árslok í fyrra voru sím- notendur á öllu landinu sam- tals 63,640 og þar af voru í Reykjavík og Kópavogi 34.905 notendur eða 54,9%. Talfærin voru hins vegar 77.903 á land- inu ö!lu og 45.254 á Reykja- vikursvæðinu, sem er 59%. Af óllum notendum á landinu höfðu 57.392 aðgang að sjálf- virkri afgreiðslu en 6,248 voru enn nieð handvirka afgreiðslu. Símnotendum sjálfvirku stöðv- anna fjölgaði um 6,6% á árinu í fyrra, og reiknum við með, að notendafjölgun næstu árin verði um 6% árlega. — Eru það Reykvíkingar, sem raunverulega greiða stofn- kostnað vegna síma í dreifbýl- inu? — Um það má sjálfsagt deila en okkur reiknast til, að uppsetning á hverju nýju númeri kosti að jafnaði 100 þús. krónur. Og vissulega lít- um við svo á, að síminn gegni nokkuð öðru hlutverki í dreif- býlinu en á höfuðborgarsvæð- inu, pví að hann getur verið mjög mikilvægt tæki til að rjúfa einangrun fjölda fólks í sveitunum. Það kemur líka í ljós, að gjöld vegna umfram- símtala eru talsvert miklu hærri hjá notendum úti á landi en í Reykjavík og þess vegna var með sérstöku tilliti til dreifbýlisins ákveðið að bjóða upp á hálft gjald fyrir samtöl milli landshluta, sem fram fara á kvöldin og nótt- unni. Nú hefur sá tími verið lengdur, sem þau kjör eru í boði, þannig aði hann er núna frá kl. 20 að kvöldi til 8 að morgni. — Misnotar fólk símann al- mennt? — Hér virðist vera rík til- hneiging til langra samtala og á það fyrst og fremst við um Reykjavíkursvæðið. Þar er hægt að tala eins lengi og menn lystir í símann án þess að rokkur aukakostnaður fylgi, þegar númerið, sem val- ið er, hefur svarað. Þetta á sinn bátt i þvi gífurlega álagi, sem er á öllu' kerfinu og menn utan aí landi kvarta mjög und- an því að þeir geri margítrek- aðar tilraunir til að ná sam- bandi við númer hér syðra, sem alltaf eru á tali. í Kaup- mannahöfn er timalengd inn- anborgarsímtala mæld qg þau verðlógð eftir henni. Ég tel næstum óumflýjanlegt að það fyrirkomulag verði tekið upp hér hjá okkur líka. — Hvað er það, sem liggur til grundvallar gjaldskrár- breyíingum hjá Pósti og síma? — Síðustu tvö árin hefur verið rekstrarhalli hjá Pósti og síma og þess vegna var leyfð gjaldskrárhækkun með það fyrir augum, að stofnunin skili hagnaði, er renni til uppbygg- ingar. Hún fær ekkert fram- lag úr ríkissjóði en verður þvert á móti að borga 53% í tolla og söluskatt af öllu efni, sem keypt er inn erlendis frá í fjárfestingu en það eru álög- ur, sem sams konar stofnanir erlendis eru undanþegnar. Tollagreiðslurnar nema um 50 milljónum á ári. En þrátt fyrir þetta er sím- inn ódýrari hér en gerist í ná- grannalöndunum. Stofngjöld- unum hefur verið haldið niðri nú um skeið því að við lítum svo á, að fólk eigi að hafa síma, t.d. að eldra fólk þurfi þess með og eigi að geta leyft sér það fjárhagslega. En með tilliti til þeirra sjón- armiða, sem ég nefndi áðan, er raiknað með 525 teljara- skrefum á ársfjórðungi á síma úti á landi en 400 skrefum i ReyKjavík. Meði þessu móti fæst viss jöfnuður, og við ákvörðun gjaldanna er þess gætt að þau komi sem rétt- látast niður. Sé htið á almenna verðlags- þróun í landinu síðustu tíu árin kemur í ljós, að afnota- gjöld síma hafa rúmlega tvö- faldazt á sama tíma og tíma- kaup samkvæmt 1. taxta Dags- brúnar hefur fjórfaldazt. Við hjá Pósti og síma höfum gert samanburð á vísitöluþróun ým- issa þátta frá 1. okt. 1961 til 1. jan. 1973 og sé miðaði við 100 st.ig allra þátta 1961 voru þau sem hér segir 1. jan á þessu ári: Vísitala vöru og þjónustu ............. 394 Byggingarvísitala . . 450 Raímagn .............. 353 Tímakaup Dagsbrúnar 513 Á sama tíma er vísitalan fyrir stofngjöld síma komin í 267, olnotagjöld 220 og skrefa- gjald 263. Nú er hálf-sjálfvirkt talsamband milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar þannig, að símanúmer erlendis eru valin beint lijá talsambandinu við útlönd. FV 8 1973 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.