Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 29
Á hverjum| mánuði fara um 500 millj. í gegn hjá Pósti og síma. Seldar vörur og þjónusta munu nema um 2000 millj. á þessu ári. — Nokkuð oft berast fregnir af því, að sæsíminn til Evrópu sé bilaður. Er þess að vænta, að nýr sæsímastrengur verði lagður bráðlega eða annarri tækni verði beitt til að bæta öryggi í sambandi okkar við umheiminn? — Staðreyndin er sú, að sæ- síminn milli Færeyja og Vest- mannaeyja hefur tiltölulega sjaldan bilað. Öðru máli gegn- ir um strenginn milli Vest- mannaeyja og Kanada. Nú eru tveir strengir í notkun milli Hjaltlands og Færeyja og á ráðstefnu, sem haldin var í Kaupmannahöfn í vor á veg- um sambands pósts og síma á Norðurlöndum var samþykkt að kanna möguleika á lagn- ingu nýs sæsíma milli Færeyja og íslands eða þá sambandi um gervitungl. íslendingar eiga nú þegar 12,5% í nýja strengnum, sem liggur milli Færeyja og íslands en yfirvöld hér og í Danmörku myndu síðan taka ákvörðun um nýj- an streng til íslands. Sem kunnugt er á Mikla norræna ritsímafélagið sæ- strenginn sem liggur um ís- land vestur um haf. Með þvi móti höfura við talsambönd til almennra afnota milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar 8 rásir, til London 5 rásir, Þórs- hafnar í Færeyjum 2 rásir og 4 rásir til Montreal í Kanada. Þegar strengurinn til Evrópu hefur slitnað höfum við yfir- leitt getað afgreitt samtöl með eðlilegum hætti um Ameríku. íslendingar eiga ekkert í þessum streng, fá aðeins tekj- ur af notkun sambandsins milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur og fyrir af- greiðslu á símtölum. Gjöldin fyrir samband um strenginn hafa lækkað en hins vegar hef- ur allur annar tilkostnaður hækkað. Þarna er um að ræða einka- leyfisrekstur fyrir Mikla nor- ræna, er fram fer samkvæmt samningi, sem er í gildi til 1985. Þá framlengist hann nema að honum sé sagt upp með tveggja ára fyrirvara. — Myndu íslendingar hugs- anlcga kaupa strenginn 1985? — Það tel ég ólíklegt og miklu frekar kæmi til greina að leggja nýjan sæsíma, ef önnur og betri tækni kemur þá ekki til greina. Sem stend- ur er mjög dýrt að reisa stöð til að tengja okkur við gervi- tungl. Slík stöð kostar nú um 500 milljónir. Sæsimi myndi hins vegar ekki kosta okkur neitt meira en gerð háspennu- línu yfir hálendið og þá geri ég ráð fyrir, að Danir og Bret- ar yrðu eigendur að einhverju leyti með okkur. — Eru líkur taldar á, að við komumst í sjálfvirkt samband við útlönd, svo sem gerist um símhringingar milli landa er- lendis? — í ágúst í fyrra var tekið í notkun hálf-sjálfvirkt val í báðar áttir milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar en það þýðiir, að stúlkurnar á talsam- bandinu við útlönd velja númoi' sem beðið er um beint á simatækinu hjá sér. Þetta gildir um símtöl, sem fara um Kaupmannahöfn til Norður- landanna nema Finnlands og við vonum að sama fyrirkomu- lag Icomist fljótlega á varðandi London. Tæknilega gætum við komið á al-sjálfvirku sambandi við útlönd en þá skortir okkur líka fleiri línur. Notendur myndu líka óefað vilja fá sér- staka reikninga fyrir samtöl til útlanda og ekki aðeins láta setja þau inn á teljara fyrir númer sitt. Af þessum sökum yrði fyrirhöfnin meiri og kostn- aður aukinn. Þegar nýjar línur fást má þó vel gera ráð fyrir að eir.stök verzlunarfyrirtæki gætu fengið beint samband fyrir talsíma til útlanda líkt og gerist með telex-þjónustuna nú. — Er mjög mikið talað í síma milli Islands og annarra landa? — Þar hefur orðið veruleg aukning á. Símtölin jukust um 15% á milli ára 1971 og 1972 og taiaðar mínútur um 22%. Alls voru afgreidd í fyrra 64.260 samtöl til útlanda og talað var í 461.698 mínútur, en þess ber líka að geta að hér var óvenjumikið að gera í kringum skákeinvígið. Flest voru símtölin til Danmerkur, rúmlega 19 þús., því næst til Bretlands, tæplega 15 þús. og Bandaríkin voru í þriðja sæti með rúmlega 7.600 símtöl. — Var samsvarandi aukning í skeytasendingum og telexrit- unum? — Símskeytum fækkaði um 6% en telexmínútum til út- landa fjölgaði um 45,7%. Við áramótin voru telexnotendur á öllu landinu 150 og hafði fjölguð um 33 á árinu. — Hvað eru eignir Pósts og síma metnar á og hvað fer mikið fjármagn í gegn hjá stofnuninni á ári? — Eignirnar voru metnar á tæpar 5.600 millj. við síðustu áramót og er það endurnýjun- arverð eftir afskriftir. Seldar vörur og þjónusta er á áætlun þessa árs um 2000 millj., voru 1500 millj. í fyrra en segja má að um 500 millj. fari í gegn hjá okkur í hverjum mánuði. Launin, sem stofnunin greiðir yfir áiið, eru um 1000 milljón- ir og fastir starfsmenn eru rúmlega 1200 en samtals eru á launaskrá milli 1600 og 1700 manns, þar af næstum 1000 í Reykjavík. — Póstur og sími gerir stór- felld viðskipti á hverju ári við erlend framleiðslufyrirtæki. FV 8 1973 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.