Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 37

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 37
VAXTARVERKIR Öllum er ljóst, að vaxtarverk- ir hafa fylgt efnahagslegum framförum. Stundum er þetta vegna fávísi, en ekki ósjaldan er misvexti um að kenna. Með því að böðlast áfram á einu sviði og láta mikilvæg atriði sitja á hakanum verður árangurinn oft lélegri en þegar jafnvægisvaxtar er gætt. Um þetta eru ótal dæmi frá iðnbyltingunni í hinum stóra heimi, en af nógu er að taka hér á landi. Allir kannast við þann slælega frágang, sem verið hefur á nýjum bæjarhverfum fram á síðustu ár, misbresti í ör- yggi og öllum aðbúnaði á vinnu- stöðum, sveiflur á misvíxl í at- vinnugreinum í fjármunamynd- un o. fl., sem við ráðum auðvitað ekki við að öllu leyti en mögn- um gjarnan. Fiskkassar eru keyptir í skip, án þess að lönd- unaraðstaðan sé í lagi. Jafnvel eru keypt skip, sem ekki kom- ast að bryggju í heimabænum. SJALFSKAPARVÍTI Allir lenda í því að kaupa vörur, sem reynast ekki ems og til var ætlazt. Þess eru dæmi, að byggt sé svo stórt, að fjöl- skyldan verði að búa 5 ár i bíl- skúrnum. Margir hlutir, sem keyptir eru til tómstundagam- ans, krefjast tima í notkun. Það getur tekið svo langan tíma að eignast þá, að enginn tími verði aflögu til að njóta þeirra. Vel- ferð sumra er afstæð afkomu ná- ungans. Hversu mikið, sem þeir strita, eykst aldrei vellíðan þeirra. Forstjórinn, sem hefur símann á náttborðinu, gæti ver- ið sannfærður um, að hann sé versta uppfinning allra tíma. En er þetta ekki sjálfskaparvíti? MEIRA EÐA MINNA? Gagnrýnin á hagvöxtinn virð- ist aðallega koma úr tveimur áttum. Annars vegar kemur hún frá þeim, sem eru orðnir svo vel stæðir, að þeir þurfa ekki að vinna lengur, en geta stundað slíkar ádeilur til að drepa tím- ann. Hins vegar koma raddirnar frá hugsjónamönnum til vinstri, sem ekki nenna að leggja hart að sér við nám eða aðra vinnu. (Það væri fróðlegt athugunar efni í framtíðinni, hve margir þessara manna skipta um skoðun með aldrinum). Spurningin um aukinn hag- vöxt er að mínu mati einfaldlega sú, hvort betra sé að hafa meira af lífsins gæðum eða minna. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, en sé miðað við ,,skynsamlega“ notkun gæð- anna, er ekki unnt að tala um of mikinn hagvöxt, fyrr en ó- gerningur er að bæta lengur hag neins þjóðfálagsþegns. Þangað til er um misskiptingu að ræða, þ. e. hafi einn of mikið og ann- ar of lítið. Sú stund, þegar hagvöxtur verður orðinn skaðlegur, virð- ist afar nærri þeim sældartíma, þegar hver og einn fær eins og hann lystir af gæðum þessa heims samkvæmt kenningu Karls Marx. Mér er til efs, að sú stund renni nokkurn tíma upp. ERTÞll RRA? Margir kaupmenn geta boðið við- skiptavinum sínum vöruna ódýrari en ella, vegna þess að þeir flytja inn með ISCARGO. Ert þú einn þeirra? GARÐASTRÆTI 17 REYKJAVÍK SÍMI 10542 TELEX 2105 SÉRGREIN OKKAR: VÖRUFLUTNINGAR FV 8 1973 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.