Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 39
Scrcfni: Frjáls verzlun leggur enn á ný land undir fót og fer víða um land að þessu sinni til við- ræðna við forystumenn í atvinnulífinu og sveitarstjórnarmálum. Að þessu sinni er komið við á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, allt austur til Siglufjarðar. Er þetta einn þáttur í viðleitni blaðsins til að gefa lesendum sínum sem gleggsta mynd af þörfum og áhugamálum fólksins utan höfuðborgarinnar . Sandgerði: Öngþveiti í hafnarmálum í SandgcrSi bua nú um 1100 manns og er fjölgun þar liæg. Að sögn Alfreðs G. Alfreffsson- ar sveitarstjóra er ein aðal- ástæða þess sú, að þar ríkir húr>- næðisskortur og einnig að gamla fólkið flytzt í hurtu að loknu erfiðu lífsstarfi í fisk- vinnu en unga fólkið er kyrrt og byggir upp. I»ar eru nú í smíðum milli 30—40 íbúðir og er það mikil fjölgun miðað við undanfarin ár. Þá er verið að taka í notkun 10 hús Viðlaga- sjcðs, sem þar voru reist. Á síðustu vetrarvertíð var landað í Sandgerði um 31 þús. tonnum af fiski, 15.500 tonnum af bolfiski en 14.200 tonnum af loðnu. Einnig 1.300 tonnum af humar og rækju. Þar ríkir megnasta öngþveiti varðandi hafnarmál, þar sem að meðaltali landa í Sandgerði milli 50 og 60 bátar á dag allan ársins hring, en höfnin sem bæði er lítil og gömul, rúmar aðeins 5 -—6 báta, og þar af eru oftast 1—2 rúm upptekin af bátum, sem verið er að gera við. Ao sögn Alfreðs þykir þeim Sand- gerðingum þeir vera mjög af- skiptir i íjárveitingum til hafn- argerðar, en á síðustu 25 árum hefur þeim aðeins verið úthlut- að 13 millj. króna til hafnar- gerðar frá ríkinu. Þó örlar nú á smá úrlausn, því byrjað er þar á dýpkunarrannsóknum í sarn- bandi við áætlun um að þre- falda hafnarrýmið í Sandgeröi á næstu 4 árum. Frá Sandgerði eru gerðir út 26 bátar. Auk þess landa þar að staðaldri um 20 rækjubátar. Þar eru starfandi 3 frystihús og eru Miðnes h.f. og Útgerðar- stöð Guðmundar Jónssonar þeirra stærst. Tvær rækjuverk- smiðjur eru þarna og 6 salt- fiskverkunarstöðvar. Þá er þar starfrækt fiskimjölsverksmiðja. Um 50% þess afla sem landað er í Sandgerði er flutt með bíl- um til annarra staða, þar sem hann er unninn. STÁLIÍÁTUR f SMÍÐUM. Skortur á vinnuafli er geysi- mikill í Sandgerði og á það jafnt við um allar atvinnu- greinar. Vélsmiðjan Hörður,, sem starfað hefur í 7—8 ár, er eitt þeirra fyrirtækja sem líður vegna þess, en þar var nýlega hafizt handa viði að smíða stálbát en verkinu hefur miðað seint sökum anna við bátaflotann. Af öðrum iðnfyrirtækjum í Sand- gerði er ekki mikið, þó er þar trésmíðaverkstæði og raftækja- vinnustofa. Tvær verzlanir eru í bænum, en að sögn sveit- arstjórans gerir nálægðin við Keflavík það að verkum að sár- verzlanir þrífast illa í Sand- gerði. Bæjarbúar sækja mikið ýmsa þjónustu til Keflavíkur sem og aðrir útgerðarstaðir á Reykjanesskaganum. Nú í sum- ar er verið að leggja olíumöl á vegarkaflann milli Keflavík- ur og Sandgerðis, s em Sand- gerðingar munu fagna mjög. Á vegum sveitarfélagsins hef- ur mikið verið unnið í sumar að gatna- og holræsagerð fyrir ný íbúðarhús. Þá er á þess veg- um fyrirhuguð bygging íþrótta- húss og húss fyrir kennarastof- ur við barna- og unglinga- skólann á staðnum, en þar geta unglingarnir lokið skyldu- námi en sveitarfélagið rekur síðan skólabíl sem keyrir þá ungíinga til Keflavíkur sem ljúka vilja landsprófi eða gagn- fræðanámi. Þá er einnig í byggingu slökkvistöð í Sand- gerði. Sandgerðingar mega teljast mjög vel settir með læknisþjón- ustu. Þeir eru meðeigendur i sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis- héraðs og frá Keflavík koma læknar til Sandgerðis og hafa þar viðtalstíma 4 daga í viku. Nálægðin við Keflavík gerir einnig auðvelt að ná í lækni á öðrum tímum. FV 8 1973 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.