Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 41

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 41
Skipasmíðastöð IMjarðvíkur h.f. Fæst nú eingöngu við viðgerðir á bátum Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. starfar í Ytri Njarðvík 0{| er framkvæmdastjóri hennar Bjarni Einarsson. Fyrirtækið var stofnað árið 1945 og var þá hafizt handa um smíði dráttar- brautar, sem tekin var í notk- un árið 1947. Fram til ársins 1961 voru þarna smíðuð tréskip, alls 4 talsins, en frá þeim tíma hefur eingöngu verið fengizt við viðgerðir. Tréskipin voru af stærðinni frá 45—60 tonn og voru þau öll úr eik. Gamla brautin sem nú er köll- uð, er enn í notkun, en hún hef- ur 17 hliðarstæði og getur tekið allt. að 100 tonna skip. Árið 1965 var svo hafizt handa um smíði nýrrar dráttarbrautar, sem tekur allt að 600 tonna skip og var hún tekin í notkun árið 1971, en er þó ekki að fullu lokið. Hún hefur 6 hliðarstæði auk dráttarvagns í dag, en þeg- ar smíði hennar er lokið verða hliðarstæðin 12. SAMKEPPNI VIÐ ERLENDAR SKIPASMÍÐASTÖÐVAR. Hjá Skipasmíðastöðinni vinna nú 70 manns að staðaldri og er oftast nóg að gera og jafn- vel rúmlega það! Á síðasta ári voru þarna tekin til viðgerðar 200 skip, alls staðar að af land- inu. Eitt af framtíðarverkefn- unum er að sögn Bjarna að koma upp vélaverkstæði við stöðina. Hingað til hefur slík vinna verið unnin frá vélaverk- stæðum í Keflavík og víðar að, en á vegum skipasmíðastöðv- arinnar er einungis unnið að trésmíði svo og hreinsun og, málningu. Bjarni sagði að innlendar skipasmíðastöðvar ættu sífellt Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri, á athafnasvæði Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur h.f. Þar er hægt að taka á Iand allt að 600 tonna skip. í samkeppni við erlendar og væri sú samkeppni ójöfn, því þegar bátar sigldu utan til við- viðgerða væri auðsótt mál aðfá bankaábyrgð fyrir viðgerðar- kostnaði en slíkt væri ógerlegt þegar viðgerðir færu fram hér- lendis. Þetta, sagði hann, þyrfti að lagfæra. Einnig væri nauð- syn að auðvelda skipasmíða- stöðvum aðgang að rekstrarfé, en þá Grýlu sagði hann að þeir væru búnir að glíma við í 25 ár. Skipasmíðastöð Njarðvíkur er í eigin húsnæði og hefur nú ai- veg nýlega tekið í notkun mötu- neyti sem er til mikilla bóta fyrir starfsemina. Bæði er, að margir starfsmenn stöðvarinnar eru búsettir langt frávinnustað svo sem í Vogunum og víðar á Suðurnesjum, og þar geta á- hafnir báta sem til viðgerða eru, fengið keyptan mat sem þær yfirleitt þiggja með þökk- um. ) Auk Bjarna eru í stjórn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur h.f. þeir Oddbergur Eiríksson og Stefán Þorvarðsson. FV 8 1973 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.