Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 47
Húfuverksmiðjan, Borgarnesi íslendingar þurfa stærri og efnismeiri húfur — en almennt gerist hjá fólki í Hlið - Evrópu Hverjar ályktanir sem af því má nú draga, er bað staðreynd að íslcndingar eru höfuðstærri en gfengur og gerist með bjóð- unum á meginlandi Evrópu. Þetta hefur greinilega komið í ljós í sambandi við liúfufram- leiðsluna hjá húfugerð SIS í Borgarnesi. Björgvin Bjarnason, verk- smiðjustjóri, tjáði okkur, að stöðluð framleiðsla fyrir mark- að í Mið-Evrópu væri 57 senti- metrar í þvermál en á innan- landsmarkað eru framleiddar húfur 58—59 sentimetarar í þvermál. Erlendis frá hefði borizt aðeins ein pöntun á húfu 61 sm í þvermál en nú fyrir skömmu pantaði vefnaðarvöru- deild SÍS 30 slíkar fyrir innan- landssölu og nokkrar 62 sm. Húfurnar fyrir íslendinga eru bví efnismeiri og kosta meira í framleiðslu. Húfugerðin í Borgarnesi hef- ur verið starfrækt í tvö ár og var stofnað til hennar vegna atvinnuskorts á staðnum. Nú hafa aðstæður þar aftur á móti breytzt, því að skelfiskvinnsla var þar í vetur og skapaði hún talsverða atvinnu. 1 húfugerðinni vinna nú átta kon- ur og framleitt er úr skinnum frá sútunarverksmiðjunni á Ak- ureyri. Einhverjar aðrar verk- smiðjur munu stunda húfugerð en að sögn Björgvins er verk- smiðjan í Borgarnesi búin full- komnasta búnaði til þeirra hluta. Efnið í húfurnar er höggvið í stansvélum, síðan snyrt og skorið í höndunum saumað í sérstökum pelsa- saumavélum, og svo formað með gufutækjum. MÁNAÐARFRAMLEIÐSLA 900—1000 HÚFUR Aðallega eru það tvær gerð- ir af húfum, sem framleiddar eru um þessar mundir samkv. alþjóðlegum, stöðluðum mál- um. Sniðin eru upphaflega þýzk en þau hafa verið löguð til eft- ir því sem talið var þurfa. Það eru talin góð afköst ef hver kona gerir að meðaltali níu húfur á dag, en í þessum mán- uði verður framleiðslan 900— 1000 húfur. Nokkurn veginn sama magn er nú flutt út og sent á innanlandsmarkað en í fyrra var innanlandssalan fimm sinnuín meiri en útflutningur. Til þess að kynna húfurnar fyr- ir erlendum kaupendum hafa þær verið sendar á vörusýning- ar erlendis eins og Scandinav- ian Fashion Week í Kaup- mannahöfn, Mode Woche í Múnchen og pelsavörusýningu í Frankfurt. Með þessu móti hefur verið tryggð sala aðallega í Þýzkalandi og Sviss og er verið að framleiða upo í síðustu pantanir, sem bárust í vor. Ein þeirra var upp á 1200 húfur í tilraunaskyni en það er rúm- lega mánaðarframleiðsla hjá verksmiðjunni og gefur þetta dæmi glögga mynd af tilhögun innkaupa hjá hinum erlendu aðilum. Verksmiðjan í Borgar- nesi getur þó aukið afköst sín umfram það sem nú er eða upp í 20 þús. húfur á ári. PRUFUSENDING TIL JAPANS Að sögn Björgvins Bjarna- sonar hafa íslenzku húfurnar líkað vel, bæði heima og erlend- is. Skinnin eru unnin í mokka og eru því létt og þægileg. Hafa þau náð talsverðum vinsæld- um í Þýzkalandi og þar starf- ar heil verksmiðja, sem býr til húfur úr íslenzkum skinnum eingöngu. Hefur Evrópumark- aðurinn reynzt drýgstur þó að tilraunir hafi líka verið gerðar í Bandaríkjunum og Skandi- navíu. Stöðugt er reynt að fá ný viðskiptasambönd og núna fyrir skemmstu voru sendar prufur til Japans en svör hafa ekki borizt þaðan enn. Húfurnar úr Borgarnesi kosta í verzlunum hérlendis 1600— 1700 krónur. Starfsstúlkur liúfugerðarinnar hafa sett upp sýnishorn af fram- leiðslunni. FV 8 1973 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.