Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 61

Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 61
Verzlunargötur: AIJSTURSTRÆTI I hjörtum langflestra Reykvíkinga, skipar Austur- stræti sérstakan heiðurssess umfram aðrar götur. 1 þess- ari tiltölulega stuttu götu eða í næsta nágrenni eru ýmsar stofnanir, sem segja má að séu lífæðar og í þær sækir allur landslýður þjónustu beint eða óbeint. I Austurstræti komust skáld í nálægð við rómantík borgarinnar og urðu snortn- ir, húsmæður verzla þar eða fá sér kaffi þegar þær fara í bæinn, börn og unglingar virða fyrir sér fjölbreytilegt mannlíf. Gatan hefur litlum útlits- breytingum tekið um langt skeið og verður mörgum Reykvíkingnum, sem dvalizt hefur erlendis um skeið, hlýtt um hjartaræturnar, þegar hann kemur heim aftur og lítur sitt Austurstræti á ný. Gatan er eins og f lestir vita, ein helzta verzlunargata Reykjavíkur og á næstu síð- um er spjall sem FY átti við nokkra verzlunarmenn og aðra sem um árabil hafa starfað í Austurstræti. FV 8 1973 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.