Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 69

Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 69
Thorvaldsensbasar: Allur ágóði til góð- gerðarstarfsemi Það er drjúgur skildingurinn sem konurnar í Thorvaldsens- félaginu hafa lagt af mörkum til mannúðarmála á þeim rétt tæpum 100 árum sem félagið hefur starfað', og hafa margir notið góðs af. I'ær vinna ötult og óeigingjarnt starf við rekst- ur Thorvaldsensbasars við Austurstræti og einnig við Barnauppeldissjóð Thorvald- sensfélagsins. Sjálft félagið var stofnað ár- ið 1874 af hópi kvenna, sem unnu að skreytingum í tilefni af afhjúpun líkneskis Bertels Thorvaldsens, sem borg- arstjórn Kaupmannahafnar gaf þjóðinni á 1000 ára afmæli hennar. Þessar konur héldu hópinn áfram og árið 1901 stofnuðu þær Thorvald- sensbar.ar, sem þá var ein- göngu umboðsverzlun og árið 1906 var Barnauppeldissjóð- urinn stofnaður. Sá sjóður hef- ur árlega gefið út jólamerki frá árinu 1913 og hefur um langt árabil selt minningar- kort til styrktar starfinu. Bas- arinn, eins og hann er nefnd- ur kvennanna á meðal í dag- legu tali, er þó þeirra helzta tekjulind, virðuleg verzlun í hjarta borgarinnar á horni Austurstrætis og Veltusunds. Hús þetta er í eigu félagsins og er nú orðið gamalt, en félagið keypti það árið 1905. Að sögn Svanlaugar Bjarnadóttur og Svanfríðar Hjartardóttur, sem við ræddum við yfir kaffibolla að búðarbaki, er þetta að þeirra dómi ómetanlegur verziunar- staður og hafa félagskonur full- an hug á að byggja nýtt hús á þessari lóð en þar sem fram- tíðarskipulag Austurstrætis hefur enn ekki verið gert geta þær ekki hafizt handa um það verk. Þær eru mjög ánægðar með að eiga aðsetur á þessu horni og hafa fengið staðfest- ingu frá borgarstjórn á að þær skuli í framtíðinni ávallt vera á hornlóð við Austurstræti. SELJA AÐALLEGA MINJAGRIPI Eins og áður sagði var þessi verzlun í upphafi eingöngu um- boðsverzlun. í dag er þetta breytt og er verzlunarmátinn sá sami og víðast annars stað- ar þó þær hafi alltaf einnig umboðssölu með höndum. Þær selja þarna svo til eingöngu minjagripi og ýmsa ullarvöru og er lang mest að gera hjá þeim yfir sumarmánuðina þeg- ar ferðamenn eru fjölmennast- ir. Þeir eru þeirra stærstu við- skiptavinir en mikið er einnig keypt þarna af prjónlesi t.d. stigvélasokkar fyrir börn og þess háttar. Félagskonurnar, sem eru aðeins 65 talsins, skipt- ast á að afgreiða í basarnum og þiggja engin laun fyrir sína vinnu. Verzlunarstjóri er Guð- ný Einarsdóttir og hefur hún gegnt því starfi síðastliðin 8 ár. Formaður félagsins er Unnur Ágústsdóttir Schram. Þær Svanlaug og Svanfríður sögðust mjög ánægðar með lok- un Austurstrætis fyrir bílaum- ferð. Þær hafa trú á að það muni auka sölu í verzlunum við götuna og vona að þessi tilraun gefist það vel að hún verði til frambúðar. Fyrir sitt leyti sögð- ust þær ekki hafa áhyggjur af fækkun bílastæða við götuna því beirra viðskiptavinir væru vfirleitt ekki á bílum við inn- kaupin. HAFA GEFIÐ MARGAR STÓRGJAFIR Það væri efni í heila bók að ætla að segja frá öllum þeim gjöfum sem konurnar í Thor- valdsensfélaginu hafa látið af hendi rakna. Þær stærstu eru vöggustofurnar við Dyngjuveg í Reykjavík sem þær byggðu í tvennu lagi og gáfu Reykjavík- urborg. Rúmast um 50 börn í báðum húsunum. Á síðasta ári gáfu þær Landakotsspítala 30 sjúkrarúm fyrir börn með öll- um rúmfatnaði. Fátækar fjöl- skyldur sem þegið hafa aðstoð frá félagskonum eru fjölmarg- ar og í gegnum árin hafa þær stutt margt ungt fólk sem hefur átt erfitt uppdráttar. Má þar m.a. nefna Ríkharð Jónsson myndhöggvara, sem seldi sín fyrstu verk í Thorvaldsenbas- ar fyrir upphæð sem nægði honum fyrir nýjum fötum og blankskóm. Sem þakklætisvott gaf hann félaginu fyrir nokkr- um árum tréskurðarmynd sem hann hafði gert og birtist mynd af henni á jólamerki Barnaupp- eldissjóðsins það árið. í verzlun Thorvaldsensbasars. FV 8 1973 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.