Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 77

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 77
Gilbeys verksmiðjurnar ■ Harlow: 10 þúsund flöskur á klukkustund Gilheys áfengisverksmiðjurn- ar í Bretlandi eru með stærstu áfengis- og vínframleiðendum í Bretlandi og í átöppunar- verksmiðju þeirra í Harlow, sem ei úthverfi Lundúna er árlega tappað á flöskur 316 tegundum af sterku og léttu víni. Gilbeys var stofnað, sem fjölskyldufyrirtæki árið 1857 og er því 116 ára gamall. Árið 1962 sameinaðist Gilbeys al- þjóðahringnum International Distillers og Vinters Group, en ' heldur sínu nafni innan hrings- ins. Er hinar nýju höfuðstöðvar fyrirtækisins í Harlow voru teknar í notkun fyrir um 10 árum var það í 7. skipti á 100 árum sem fyrirtækið þurfti að flytja bækistöðvar sínar, vegna þess að hinn öri vöxtur fyrir- tækisins hafði sprengt húsnæð- ið utan af sér. Hafist var handa um að hanna skrifstofur og verksmiðjur árið 1960 og voru þrír kunnir brezkir arkitektar fengir til verksins með þau fyrirmæli ein að tryggja það að húsnæðið myndi duga fram til áranna eftir 2000. Frettamenn FV. voru staddir í London fyrir skömmu og var þá boðið að skoða verksmiðju og vöruhús fyrirtækisins. Það er ævintýralegt fyrir leik- manninn að koma inn í hina gífurlega stóru átöppunarsali, þar sem um 18000 flöskur eru fylltar af hinum ýmsu vínteg- undum, svo sem prútvínum. sherry. vodka, gin, rommi, viskev „á hverjum klukku- tíma. Ekki er síður ævintýri að koma inn í vöruhúsið þar sem vínið er geymt því að þegar fréttamenn FV. voru þar, var þeim tjáð að þann daginn væru 24 milljónir flaska af áfengi undir því eina þaki. Var ekki laust við að menn væri farið að langa að væta kverkarnar er út var komið. Þetta vöruhús er jafn- framt tollvörugeymsla, þannig að fyrirtækið borgar ekki hinu opinbera skattinn af seldu á- fengi, fyrr en það fer út úr vöruhúsinu til kaupandans. Hér er um mjög flókið kerfi að ræða, sem erfitt var fyrir útlendinga að henda fullar reiður á. Úr átöppunarsalnum í Harlow. Op/ð alla daga og öll kvöld. BLÖMASKREYTINGAR Á GJAFIR BLÖMVENDIR BLÓMAHÚSIÐ SKIPHOLTI 37 SÍMI 8 30 70 FV 8 1973 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.