Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 79

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 79
Segiilnálin I tröllabyggðum, þar sem fólki fækkar — eftir Ólaf Ragnarsson, fréttamann Strandarsýsla er yfirleitt ekki nefnd í sömu andrá og ferðamannastraumur, enda eitt þeirra svæða hér á landi, sem tilíölulega fáir ferðalangar leggja leið sína um. Aftur á móti finnst mér eðlilegt, að fólk, sem á annað borð er að skoða landið, litist ekki aðeins um í búsældarlegum sveit- um með gróin tún, eða á stöðum, sem þekktari eru orðnir sem augnayndi erlendra ferðamanna en heimkynni Islendinga. Með þessu á ég við, að jafnvel þótt gaman sé að koma að Gullfossi og Geysi, þurfi ís- lendingar líka að kynnast harð- býlum og hrjóstrugum hlutum lands síns, sjá hrikaleg fjöll, eyðilegar víkur og firði, yfirgef- in byggðarlög eða vaxandi þorp. Þess vegna ætti að vera til- valið að heimsækja Strandir, ekki sízt nyrðri hluta sýslunn- ar, þar sem stórbrotin fjöll og klettar hafa verið kveikjan að ótal sögum og sögnum um trölJ og furðuleg fyrirbæri eða að minnsta kosti umgjörð slíkra sagna.Má þar til nefna magn- aðan draug, sem varð ein af kunnari afturgöngum landsins á fyrri hluta 19. aldar, og gekk í fyrstu undir nafninu Sól- heimamóri en síðar Ennismóri. Tröllin hafa þó yfirleitt orðið frægari en draugarnir á þessum slóðum, svo sem skessan í Hvannadal, og tröllkonurnar Þjóðbrók og Kleppa. Þjóðsög- ur eru margar varðveittar um skipti Strandamanna og tröll- anna og hafa mennirnir þar yf- irleitt haft betur, þegar á hef- ur reynt, eða snúið á tröllin. Og svo má ekki gleyma galdra- mönnum á Ströndum, sem margar sögur fara af. ÍBÚAR NÚ ÁLÍKA MARGIR OG IJM ALDAMÓTIN Mikil fólksfækkun hefur orð- íð á Ströndum síðustu ár og byggðin færst sífellt sunnar í sýslunni. Nyrztu byggðarlögin hafa lagzt í eyði hvert af öðru, og er nú svo komið að enginn býr norðar en í Norðurfirði, en sá staður er þó tiltölulega norð- lægur á Norðurströndum, eins og nafnið bendir til. Láta mun nærri, að íbúum sýslunnar hafi fækkað um helming á síðustu þremur ára- tugum, og eru þeir nú um 1200 en það er álíka íbúafjöldi og var í Strandasýslu um síðustu aldamót. Aftur á móti varð fjölmennast í sýslunni árið 1940, en þá bjuggu þar tæplega 2100 manns. Langflestir þeir, sem flutt hafa burt af Ströndum, haía farið suður og sezt að á þétt- býlissvæðunum við Faxaflóa; þangað hafa Strandamenn ver- ið hrifnir eins og aðrir, sem seg- ullinn syðra hefur náð tökum á. SENDINGAR NORÐAN ÚR HÖFUM. Eitt af því, sem vekur athygli ferðamannsins, þegar farið er um Strandir er rekaviður á f jör- um. Má víða sjá stór tré í flæð- armálinu, sæbarin og veðruð, sem flest eru komin alla leið frá Síberíu. Viðarreki var mikill á Strönd- um fyrr á öldum, en hefur fai’- ið minnkandi síðustu ár. Telja Strandamenn, að Sovétmenn séu farnir að gæta betur þeirra ti’jábola, sem fleytt er niður ár frá skógum Síberíu, og því fari færri tré á haf út og í íslands- siglingu. Áður fyrr voru gerðir út leiðangrar úr nærlig'gjandi byggðarlögum svo sem úr Djúpi til þess að sækja rekavið á Strandir. Þá var lítið flutt inn af timbri og rekastrandir því vel nýttar, og munu bændur á mestu rekajörðunum hafa haft drjúgar tekjur af viðarverzlun. Strandamenn hafa fengið aðrar sendingar norðan úr höf- um en rekaviðinn. Hafísinn hef- ur ekki verið jafn kærkominn og rekinn, — en hann hefur oft fyllt firði og víkur hér á þess- ari strönd við yzta haf. Fyrr- um var allalgengt, að bjarndýr kæmu með ís að Ströndum, en þau voru í flestum tilvikum drepin áður en þau höfðu unnið mikið tjón. Meðal annars er FV 8 1973 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.