Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 27

Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 27
og sjá um framreiðslu. Þær telj- ast víst varla mjög léttklæddar á nútímamælikvarða, en hefðu ef til vill talizt það fyrir 20 ár- um. Þær eru í búningi, sem líkist sundbol, eru með eins konar kanínueyru og kanínuskott, „manséttur“ um úlnliðina, harð- an flibba og virðulega slaufu. Allt í stíl við merki Playboy, kanínuna. Kvikmyndagerð Playboy var aðeins nefnd hér að framan, og má í því sambandi nefna, að fyr- irtækið stóð ásamt Universal- kvikmyndafélaginu að gerð kvikmyndar eftir bókinni „Nakti apinn“ og í samvinnu við kvikmyndahöfundinn Roman Polansky framleiddi Playboy kvikmyndina Macbeth. Báðar þessar myndir eru nýlegar og hafa ekki enn verið sýndar hér á landi. Playboy veldið virðist vera að undirbúa nýja landvinninga. Fram að þessu hefur því nægt að reka klúbba og spilavíti í tveimur löndum utan Bandaríkj- anna, — en nú er verið að vinna að áætlun um að hasla Playboy völl í Japan, og þykir þar að at- huguðu máli vera góður mark- aður fyrir hugmyndir og þjón- ustu fyrirtækisins. Hugh Marston Hefner, er nú 47 ára, og hefur svo sannarlega hitt naglann á höfuðið, þegar hann stofnaði Playboy. Eigin hlutur hans í eignum fyrirtækis- ins er nú metinn á um fimm milljarða íslenzkra króna. VÆNGIR HF Fljúga áætlunarferðir og sérferðir samkvæmt óskum yðar ÁÆTLUNARSTAÐIR: Akranes Bíldudalur Blönduós Borgames Búðardalur Flateyri Gjögur Hólmavík Hvammstangi Mývatn Reykhólar Rif Siglufjörður Stykkishólmur Verzlunar- og kaupsýslumenn! Hagkvæmar hópferðir 9—19 manna. Útsýnisferðir fyrir erlenda viðskiptamenn og söluferðir til flestra staða landsins. VÆNGIR H.F., Reykjavíkurflugvelli, sími 26060. Frjáls verzlun íþróttablaðið Sjávarfréttir * Eru gefin út af Frjálsu framtaki hf. * Gerizt áskrifendur sími 82300-82302 FV 2 1974 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.