Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 82

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 82
Kaffibrennsla Akureyrar hf. Kaffibrennsla Akureyrar var stofnuð árið 1929. Árið 1944 tóku Kaupfélag Eyfirðinga og Samband ísl. samvinnufélaga við rekstrinum. Framleiðslu- aukning fyrsta árið eftir að sam- vinnufélögin tóku við rekstrin- um varð yfir 50%, og hefur framleiðslan aukizt æ síðan. Kaffibrennslan flutti í nýtt og fullkomið húsnæði árið 1960. Árið 1972 fór fram algjör end- urnýjun á vélarkosti verksmiðj- unnar til aukinnar hagræðingar og til að tryggja áframhaldandi gæði framleiðslunnar. Voru vél- arnar keyptar frá Þýzkalandi og hafa reynzt í alla staði vel. Framleiðsla kaffibrennslunn- ar á árinu 1972 nam 390 tonn- um af kaffi, sem allt var fram- leitt úr úrvalshráefni, Ríó- og Santoskaffi, innfluttu frá Braz- ilíu. Verksmiðjustjóri: Guðmund- ur Guðlaugsson. Efnaverksmiðjan Sjbín Árið 1932 var hafizt handa um sápugerð í skúrbyggingu, á- fastri við Smjörlíkisgerð KEA í Grófargili. Lagði SÍS fram hálfan stofnkostnað á móti KEA. Var það upphaf Efnaverksmiðj- unnar Sjafnar, og er hún enn sameign þessara tveggja aðila. Árið 1950 eyðilögðust vélar verksmiðjunnar og aðalhús í bruna. Var strax hafizt handa um endurbyggingu, og árið eft- ir hóf Sjöfn að starfa á ný í rúmgóðu húsnæði með nýtízku vélabúnaði. Helztu vöruflokkar í hreinlæt- isvörum eru: handsápur, þvotta- duft, þvottalögur, uppþvotta- efni, shampo, tannkrem, hrein- gerningarlögur og handþvotta- krem. Málningarframleiðsla á veg- um Sjafnar hófst 1958. Fram- leiðslan hefur gengið mjög vel og er sívaxandi að magni og fjölbreytni. Helztu vöruflokkar eru: Polytex plastmálning, Úti- tex plastmálning, Rex skipa- málning, Rex lökk, Gólftex, Rex lím, óskalitir o. m. fl. Haustið 1972 hófst framleiðsla á svampi, sem notaður er í rúm- dýnur og til bólstrunar hús- gagna. Hefur þessi framleiðsla gengið vel. Um 40 manns vinna nú að framleiðslunni, sem nam 692 tonnum af hreinlætisvörum og 870 tonnum of málningarvörum, eða 1562 tonn samtals á árinu 1972. Verksmiðjustjóri: Aðalsteinn Jónsson. 82 FV 2 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.