Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 90

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 90
okkur, að lyftararnir væru fram- leiddir í Englandi, V-Þýzkalandi og Frakklandi og væri boðið upp á gaslyftara auk benzín, diesel og rafmagnslyftara af stærðinni frá 600 kg upp í 25 lesta lyfti- getu. Mest er af benzín og raf- magnslyfturum, en gaslyftar- ar eru mjög að ryðja sér braut vegna þess að þeir eru ódýrari og byrjað er að framleiða þá í fjöldaframleiðslu eins og bíla, en iyftarar væru annars yfirleitt framleiddir aðeins eftir pöntun- um. Hægt er að fá allar stærð- ir með öllum hugsanlegum aukabúnaði. Verð miðað við síð- asta gengi er sem hér segir. Gaslyftarar, 1.65 tonna lyfti- geta, um 1250 þúsund. 2ja tonna diesellyftari um 2,2 milljónir. 2ja tonna benzínlyftari um 1.8 milljón. Veltibúnaður um 90° halla á hvorn veg kostar um 180 þús- und. Viðgerðarþjónustu annast Vélsmiðjan Steinar og eru varahlutir pantaðir beint frá verksmiðjunum í Evrópu. STEINBOCK Pétur O. Nikulásson, umboðs og heildverzlun hefur umboð fyrir v-þýzku lyftarana Stein- bock frá Steinbock G.M.B.H.- verksmiðjunum í Moosburg, en það er gamalgróið og heims- þekkt fyrirtæki á sínu sviði og var stofnað árið 1922. Pétur O. Nikulásson tjáði okkur, að fyr- irtækið hefði fengið umboð árið 1962 og á þeim tíma flutt inn með því sem nú er í pöntun, 172 Steinbocklyftara. Hægt er að fá rafmagnslyftara, benzín, diesel og gaslyftara. Venjulegur auka- búnaður er að sögn Péturs, ör- yggisgrind, vinnuljós, vökva- stýri og sjálfskipting. Hægt er að fá möstur við allra hæfi, eftir aðstæðum á hverjum stað. Útbúnaður notaður í frysti- húsum og fiskvinnslustöðvum er einkum veltibúnaður og salt- skófla. Mikill fjöldi Steinbock- lyftara er í notkun í fiskvinnslu- stöðvum, en það krefst góðrar varahlutaþjónustu og hefur fyr- irtækið byggt þá þjónustu upp. Fyrir tveim árum var Steinbock- þjónustan stofnuð og veitir Guð- laugur Helgason vélstjóri henni forstöðu og er þar séð um við- hald og viðgerðir á þessum lyft- urum. Einnig er boðið upp á fyrirbyggjandi viðhald með reglulegu eftirliti. Er fyrirtækið nú að reisa verkstæðishús í Kópavogi, sem mun bæta mjög viðgerðarþjónustuna. Sem dæmi um verð tók Pétur rafmagnslyftara með 1200 kg lyftigetu, 3.50 m lyftihæð, með öryggisgrind, Ijósum, hleðslu- mæli, rafhlöðu og hleðslutæki. Slikur lyftari með öllum kostn- aði og söluskatti kostar um 890 þúsund krónur. HYSTER Vélsmiðjan Hamar hefur um- boð fyrir Hyster lyftara frá sam- nefndu fjölþjóðafyrirtæki. Móð- urfyrirtækið er bandarískt, en hefur reist verksmiðjur víða um heim og er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Eru framleiddir lyftarar með allt frá 1 lesta lyftigetu upp í 20 lestir. Hamar fékk umboðið 1968 og munu nú vera í notkun hér á landi milli 70—80 Hyster- lyftarar. Fyrirtækið framleiðir gas, benzín, rafmagns og diesel- lyftara að sögn Júlíusar Hall- dórssonar sölumanns. Hamar sér um varahluta- og viðgerðarþjón- ustu fyrir aðra lyftara. Hægt er að fá alla hugsanlega aukahluti veltibúnað, skóflur, ýtur,- klemmur og ýmsar gálgahæðir fyrir mismunandi lyftihæðir. Þá er boðið upp á ýmsan sérbún- að í sambandi við gáma og nota t. d. bæði Eimskip og Rikisskip Hysterlyftara um borð í skip- um og í landi. Verð á diesellyft- ara með 2 tonna lyftigetu er um 1,3 milljónir með venjulegum búnaði og verð á rafmagnslyft- urum er frá tæpri milljón og upp úr eftir stærðum. DESTA Ástún s.f. er nýtt fyrirtæki, stofnað á s.l. ári. Það hefur nú fengið umboð fyrir Desta-lyftara frá tékkneska fyrirtækinu Strojexport, en það fyrir- tæki er eitt stærsta fyrirtæki landsins og framleiðir alls konar vinnuvélar og tæki. 10 lyftarar af þessari gerð eru komnir til landsins að sögn Bjarna Ólafs- sonar sölumanns. Destagaffal- lyftarar eru seldir til yfir 30 landa og eru helztu kaupendur, V-Þýzkaland, Danmörk, Sví- þjóð, Bretland og Finnland. Á s.l. ári voru seldir 2000 Desta- lyftarar til landa í V-Evrópu, en framleiðslan á hverjum tíma er miðuð við ströngustu kröfur kaupenda. Að sögn Bjarna er verðið mjög hagstætt og að- gengilegt og fjölmargir auka- hlutir innifaldir í því. Lyftigeta er frá 1300 kg upp í 3200 kg og verðið frá 650 þúsund upp í 1 milljón og 60 þúsund, Innifalið 90 FV 2 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.