Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 11
Spariskírteini ríkissjóð's
hafa reynst honum góð
hjálparhella við peninga-
öflun, en erfiðara er við
málið að eiga, þegar
smám saman þarf að fara
að endurgreiða þau. Óinn-
leyst spariskírteini ríkis-
sjóðs frá síðustu 10 árum
nema nú tæpum tveimur
milljörðum króna, sam-
kvæmt krónutölu skír-
teinanna sjálfra, en heild-
arinnlausnarverð skírtein-
anna með vöxtum og vísi-
tölu nú um mitt ár 1974
er aftur á móti um 5,7
milljarðar króna. Ætlunin
mun að velta þessum
skuldum áfram með út-
gáfu nýrra spariskírteina.
— ® —
Erfitt hefur reynst að
fá úr því skorið hversu
mikið fé fór í þróunar-
sýninguna miklu í Laug-
ardalshöllinni, en víst er,
að þær ríkisstofnanir og
ráðuneyti, sem þátt tóku
í þessari þjóðhátíðarsýn-
ingu, hafa varið til þess
geysilegum fjármunum
og margir liafa haft góð-
an skilding fyrir að ann-
ast undirbúning og upp-
setningu sýningardeilda.
Þeir, sem gleggst þykjast
vita um 'þessi mál, segja,
að sýning þessi, sem
nefnd var þróun 874-1974,
hæri nafn með rentu, ef
hún væri nefnd SÓUN 74.
— © —
Heyrst hefur að Magn-
ús Kjartansson sjái mjög
eftir iðnaðarráðherraem-
bættinu, ekki sízt þar sem
hann geti nú ekki lengur
notfært sér lúxusbústað
Landsvirkjunar við Búr-
fell og fleira, sem embætt-
inu hafi fylgt. En meðal
þeirra, sem mest sjá eftir
Magnúsi úr stólnmn,
munu vera framleiðendur
rafala í Austantjaldslönd-
um, einkum þó forráða-
menn Skodaverksmiðj-
anna, sem gátu í ráðherra-
tíð hans selt tækjabúnað
fyrir hundruð milljóna til
íslenzkra orkuvera. Nú er
ekki lengur hægt að hag-
ræða hlutunum og þiggja
einungis austantjaldsvéi-
ar, án tillits til þess,
hvort þær eru hagstæðari
en aðrar. Heyrzt hefur tii
dæmis, að í Lagarfljóts-
virkjun hafi verið keypt-
ar vélar að austan, sem
haíi verið eitthvað ódýr-
ari í innkaupi en aðrar.
Aftur á móti séu þær aí-
greiddar á mun lengri
ííma en aðrar vélasam-
stæður, sem boðizt hafi,
þannig að tap, sem verð-
ur vegna þess, hve seint
raforkuframleiðslan getur
hafist í þessari nýju
virkjun, sé margfalt
meira en sem nemur mis-
muninum á austantjalds-
tilbcðinu og hæsta tilboð-
inu, sem var frá vest-
rænu ríki.
Menn liafa verið að
reyna að finna skýringar
á því, hvers vegna Lúð-
vík Jósefsson hvarf til
laxveiða, þegar viðræður
stóðu yfir milli gömlu
stjórnarflokkanna ov AI-
þýðjuflokksins til þess að
reyna að lengja líf vinstri
stjórnarinnar. — Sumir
segja, að þar hafi Lúðvík
verið illa fjarri góðu
gamni, aðrir segja, að
hann eigi nú auðveldara
með að skella skuldinni
á aðra, þegar um það
verður rætt, hver har
ábyrgð á því að ekki náð-
ist samkomulag, — og ein
skýringin og kannski sú
Iíklegasta er sú, að hann
hafi verið að rýma sæti í
viðræðunefndinni til þess
að Svava Jakobsdóttir
fengi að komast að og
verða í forsvari fyrir AI-
þýðubandalagið, því að
stefnt sé að bví að hún
taki við forystu flokksins,
þegar Ragnar Arnalds láti
af formannsstörfunum í
haust.
Margir hafa verið ó-
ánægðir með það nýja
fyrirkomulag, sem tíðkazt
hefur nú um nokkurt
skeið varðandi greiðslur
orlofsfjár, og alla þá skrif-
finnsku, sem því fylgir.
Um leið og allt þetta
pappírsfargan jókst og
tölvur fóru að vinna úr
gögnunum, hafa orðið alls
konar mistök og vand-
ræði, sem komið hafa illa
við marga þá, sem þurfa
að greiða orlofsfé. Nöfn
eru nú ekki notuð, heldur
eingöngu nafnnúmer og
hvað eftir annað hefur
komið fyrir, að nafnnúm-
er hafa verið færð rangt
inn á eyðublöðin og um
leið inn í tölvukerfið, og
hafa þá ýmsir einstakling-
ar, sem ekki hafa átt rétt
á orlofsfé jafnvel fengið
það sent, á sínu eigin
nafnnúmeri. Enginn veit,
hvaða stafur hefur verið
rangur í númerinu, svo að
sá, sem átti að fá pening-
ana finnst sjaldan eða alls
ekki.
Hitt er svo kannski enn
alvarlegra mál,og það er,
að orlofsféð, sem Póstur
og sími innheimtir, bland-
ast fjárreiðum stofnunar-
innar og er því notað
jöfnum höndum sem
rekstrarfé og til að standa
undir fjárfestingum. Er
þetta í rauninni ófært,
ekki sízt, þegar vitað er,
að mikið tap er á rekstri
þessarar ríkisstofnunar og
gæti jafnvel svo farið, að
engir peningar yrðu til
þegar greiða ætti eigend-
um orlofsfjárins það.
Ætti því að gera ráðstaf-
anir til þess að aðskilja
þessar fjárreiður póst-
gíróstofunnnar og ann-
arra deilda Pósts og síma
algjörlega.
FV 7 1974
11