Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 13

Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 13
Svart útlit Þjóðartekjur Islendinga munu að líkindum standa i stað á árinu, eða jafnvel minnka Ef útlitið varðandi afkomu þjóðarinnar hefur einhvern tíma verið svart, þá er það nú. Samkvæmt upplýsingum helztu efnahagssérfræðinga landsins má gera ráð fyrir, að þjóðar- tekjur standi í stað miðað við krónutölu á þessu ári, — og ef tekið er tillit til raunverulegs verðgildis muni þær minnka. Ef litið er á þjóðarframleiðsi- una má gera ráð fyrir, að hún aukist um fjögur prósent á ár- inu, — ef ekki verður truflun á atvinnurekstri í haust vegna verkfalla, en ef til vill er of mikil bjartsýni að reikna með því, að ekki komi tii einhverra af þeim verkföllum, sem löng- um hafa verið árviss undir lok ársins. En þessi spá um fjögur prósent aukningu þjóðartekna er sem sagt miðuð við jafnvægi í atvinnumálunum, það sem eft- ir er ársins. Til samanburðar má geta þess, að á síðustu ár- um hefur aukning þjóðarfram- leiðslu orðið mest árið 1971, en þá kcmst hún upp í 10,1%. Að vísu verður að taka tillit til þess, að á árunum þar næst á undan var hagkerfi þjóðarinnar smám saman að vinna sig upp úr þeim öldudal, sem það komst í á erfiðleikaárunum 1966 til 1968. LÍTIL FRAMLEIÐSLU- AUKNING EINSTAKRA ATVINNUGREINA Þegar könnuð er afkoma ein- stakra atvinnugreina lands- manna kemur í ljós, að umsvif í verzlun og þjónustugreinum hafa aukizt það sem af er ár- inu um milli fjögur og fimm prósent, og telja sérfræðingar að svipuð þróun verði áfram. Svo sem kunnugt er, hefur mik- il þensla verið í byggingariðn- aði síðast iiðin tvö ár, og er tal- ið, að afkastageta þeirrar at- vinnugreinar hafi verið sem næst fullnýtt á síðastliðnu ári, cg augljóst er, að undanfarið hefur eftirspurnin eftir vinnu- aíli til byggingarstarfsemi ver- ið meiri en þessi grein getur annað. Mun því ekki rétt að gera ráð íyrir nema um 5% framleiðsluaukningu í bygg- mgariðnaðinum á árinu. SAMDRÁTTUR í IÐNAÐI Varðandi iðnaðarframleiðsl- una almennt er búizt við, að aukning hennar verði minni á þessu ári en í fyrra. Ekki er t.il dæmis um neina verulega aukn- Vart er búizt við meira en 4% aukningu í sjávarútvegsframleiðslunni. 13 FV 7 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.