Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.07.1974, Qupperneq 15
ingu álframleiðslunnar að ræða, þar sem álverksmiðjan náði þegar á síðasta ári fullum af- köstum eftir að þætt var við einum kerskála í Straumsvík. í almennum iðnaði landsmanna er búizt við nokkrum samdrætti miðað við síðasta ár, og er því gert ráð fyrir að framleiðslu- aukning iðnaðarins í heild verði svipuð meðaltali þjóðarfram- leiðsluaukningarinnar, sem get- ið var um fyrr í þessari grein, eða um fjórir af hundraði. SJÁVARAFURÐIR aukast UM 4% Fyrstu fimm mánuði þessa árs jókst verðmæti þess sjávar- afla, sem barst á land um 4%. Munar þar mest um aukinn tog- araafla, meiri afla á loðnuver- tíð en á síðasta ári og einnig aukið aflamagn síldar úr Norð- ursjó, — en sem kunnugt er, varð afli bátaflotans á síðustu vetrarvertíð mjög lélegur. Skut- togararnir hafa sitt að segja varðandi aukningu á afla, jafn- vel þótt útgerðin sé rekin með miklu tapi, og kostnaðurinn við veiðarnar og úthaldið miðað við hvert kílógramm af fiski sé eng- an veginn raunhæfur. Sókn á miðin hefur aukizt verulega með tilkomu nýja skuttogara- ílotans og fleiri báta, en gera má ráð fyrir, að sóknin aukist enn á árinu. Þó þykir sérfræð- ingum um sjávarútvegsmál var- legt að búast við meiru en þess- ari margumræddu 4% aukn- ingu á sjávarafurðaframleiðsl- unni. LANDBÚNAÐURINN MINNKAR ÞJÓÐARFRAM- LEIÐSLUNA ÞRÁTT FYRIR GOTT ÁRFERÐI Og þá er enn ógetið ástands- ins, sem virðist ríkja í landbún- aðinum um þessar mundir, en sú atvinnugrein mun að líkind- um draga meðaltal þjóðarfram- leiðslunnar talsvert niður mið- að við það, hver hún yrði, ef einungis væri reiknað með þeim greinum, sem getið hefur verið um hér að framan. Jafnvel þótt horfur í landbúnaði almennt og bændur vænti góðrar upp- skeru á kartöflum og öðrum jarðávöxtum í haust, — er bú- izt við hægari aukningu mjólk- urframleiðslu á þessu ári en síðustu ár. Samkvæmt skýrsl- um, sem fyrir liggja, dróst mjólkurframleiðslan saman á fyrstu mánuðum ársins og varð framleiðsluaukningin aðeins um einn af hundraði frá áramótum til maíloka. Af þessu leiðir, að ólíklegt er, að heildarfram- leiðsla landbúnaðarafurða verði nema tvö og hálft prósent á ár- inu. Þetta er í stórum dráttum sú mynd, sem við blasir, þegar lit- ið er á aíkomu þjóðarinnar á þessu ári miðað við þjóðartekj- urnar og framleiðsluna, sem að sjálfsögðu verður að áætla fyr- ir þann hluta ársins, sem eftir er. Innfiutningsverð á oliu orðið 200% hærra en i fyrro Á síðasta ári hækkaði verð- lag á olíu um sem næst 24% miðað við árið á undan, en rnest varð hækkunin síðari hluta árs- ins, þegar verð á hráolíu hækk- aði og olíukreppan kom til sög- unnar. Eftir þetta hafa orðið gífur- legar hækkanir á olíuverði og virðast þær stöðugt aukast. A fyrsta ársfjórðungi þessa árs var verð á olíu, sem við keypt- um til landsins, 56% hærra en á síðasta ári, enda þótt hækkun olíuverðs, sem varð um síðustu áramót úti í heimi, hafi aðeins að litlu leyti verið komin fram í innkaupsverði olíunnar, sem við fengum hingað til lands. Þessar hækkanir hafa aftur á móti komið enn áþreifanlegar fram í innflutningi síðustu mánaða, og um mitt þetta ár var innflutningsverð á olíu orð- ið nálægt 200% hærra en á ár- inu 1973. í aprílmánuði á þessu ári lækkaði skráð verð á gasolíu, sem innflutningsverð hér mið- ast við, um 20%, en lækkandi gengi íslenzku krónunnar vegur þar nokkuð á móti til hækk- unar. Miðað við núgildandi verðskráningu á olíu og óbreytt gengi út árið (sem er að sjálf- sögðu óraunhæft að miða við), gat verðhækkun innfluttrar olíu numið allt að 150% að meðaltali á árinu 1974. Sam- kvæmt verzlunarskýrslum var flutt inn mun minna olíumagn fyrstu fimm mánuði þessa árs en í fyrra, en innflutningsverð- mæti olíu á því tímabili varð Kaupum olíu fyrir tæpa sex milljarðá króna á þessu ári. FV 7 1974 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.