Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 19

Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 19
þeirra framkvæmda þurfi að verja allt að 1000 milljónum króna á ári næstu árin, en aftur á móti verður ekki séð, að þessi aukna fjárfesting skili fyrirtækinu umtalsverðum auknum tekjum fyrst um sinn. Kunnugir telja að greiðslu- byrði vegna þessarar fjárfest- ingar yrði geysileg, og ef hún yrði fjármögnuð með lánsfé, yrði greiðslubyrðin á fáum ár- um meiri en svarar allri nú- verandi smásölu fyrirtækisins. Þannig standa sem sagt málin hjá Rafmagnsveitum ríkisins. PÓSTUR OG SÍMI í MIKLUM ERFIÐLEIKUM VEGNA GREIÐSLUHALLA í MÖRG ÁR Hjá stærsta ríkisfyrirtækinu, Pósti og síma, er vandamálið umfangsmikið, því að þar er ekki einungis við að etja tap- rekstur á þessu ári, heldur þarf jafnframt að finna leið til að fjármagna greiðsluhalla síðustu ára. Samkvæmt áætlun, sem ný- lega var gerð um afkomu Pósts og síma, þar sem miðað er við verðlag um þessar mundir, er fyrirsjáanlegur greiðsluhalli á árinu 236 millj. króna. Stofnunin fékk að hækka verð á þjónustu sinni í vor um 20%, en telur, að með því að hækka taxtann í haust um 40% til viðbótar muni þessi halli hverfa. í þessum áætlunum er miðað við að fjárfest verði fyrir um 360 milljónir króna á árinu, en í fjárlögum þessa árs hefur verið gert ráð fyrir allt að 570 milljónum króna í fjár- festingu. Þá er þess að geta, að greiðsluhalli frá árunum 1972 og 1973 nernur samtals um 250 milljónum króna. Til þess að leysa þer^an vanda hafa komið fram tillögur um, að á næsta ári verði tekin ákvörðun um að, dreyfa halla síðustu þriggja ára, sem nem- ur þá að líkindum 486 milljón- um króna, á fimm ár, en til þess að það sé hægt þarf Póstur og sími mikið láns- traust. Ef þessi leið yrði farin þyrfti meðaltalshækkun taxta stofnunarinnar að verða um 32% og þyrfti hún þá að koma til framkvæmda ein- hvern tíma fyrir áramótin. Ráðgert er, að reyna að veita stofnuninni meira að- hald í rekstri og framkvæmd- um og munar fljótt um þaer upphæðir, sem hægt yrði að spara þannig þvi að fjármála- seriræomgar baía reutnað ut, að ef til dæmis takist að lækka fjárþörf stofnunarinnar um 200 milljónir króna, yrði þörfin fyrir taxtahækkanir 10% minni en ella. ÁSTANDIÐ SLÆMT VÍÐA ANNARSSTAÐAR MEÐAL FYRIRTÆKJA RIKlSlNS Þau tvö stórfyrirtæki, sem nefnd hafa verið hér að fram- an eru ekkert einsdæmi með- al ríkisfyrirtækja, því að ástandið er svipað hjá þeim flestum, þótt tölurnar, sem nefndar eru um tap þeirra séu ekki eins háar og hjá Pósti og síma og Rafmagnsveitunum. Þannig stefnir rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins nú miðað við óbreytt verðlag og kaupgjald að 160 milljóna króna greiðsluhalla á þessu ári. Nær 50 milljónir af þess- ari upphæð eru gengistap, sem komið var til um mitt ár- ið og má búast við að það stóraukist fljótlega, þegar gerðar verða þær gengisbreyt- ingar, sem fyrirsjáanlegar eru, en ekki hafa verið teknar formlegar ákvarðanir um, þeg- ar þetta er ritað. Erlend rekstrarlán Áburðarverksmiðj- unnar nema nú um 4,2 millj- ónum Bandaríkjadala, og hafa þau lítið lækkað, því að þau voru mest nam upphæðin 4,7 milljónum dala. Þessi mynd af afkomu Áburðarverksmiðjunnar mið- ast við, að fyrirtækið fái greiddar útistandandi við- skiptaskuldir sínar nú í haust, til áburðarframleiðslu, — einnig er miðað við, að aukin þörf rekstrarfjármagns nú í haust, sem meðal annars staf- ar af hækkuðu verði á efnum verði leyst með lánum. Þess má geta, að árssala verksmiðj- unnar 1974 er áætluð um 950 milljónir króna. MÖRG FYRIRTÆKI VANTAR UM EÐA YFIR 100 MILLJÓNIR KRÓNA Lengi mætti telja fyrirtæki og stofnanir ríkisins og þær upphæðir, sem vantar, til þess að endar nái saman hjá þeim. Víða er tapið um eða yfir 100 milljónir króna, og til dæmis er áætlað, að heildargreiðslu- halli hjá Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi verði ná- lega 140 milljónir króna, þeg- ar framkvæmdir ársins eru meðtaldar, en ef kostnaði við þær er haldið alveg sér, verð- ur rekstrar- og greiðsluhallinn um 120 milljónir króna. Þann- ig er útlitið þrátt fyrir það, að verð á sementi hækkaði í júlímánuði. Annars staðar virðist erfitt að finna lausn á fjárhagserfið- leikum ríkisfyrirtækja, en eitthvað verður að gera, og því má búast við að verð á þjónustu þeirra verði hækkað á næstunni og alls konar skattar auknir. Veizluhöldin, sem þjóðin hefur setið að í sumar eru því fyrir bí, og nú mega menn aldeilis fara að herða sultarólina, þannig að ríkið geti náð af skattgreiðend- um og landsmönnum almennt nægu fé til að vinna upp þetta stórtap, sem nú er á flestum fyrirtækjum þess. Frjáls verzlun hefur ör- uggar hcimildir fyrir því, að Byggingarsjóður ríkisins hafi á síðustu þremur árum haft af eigendum skyldu- sparnaðarfjár hvorki meira né minna, en um 400 millj- ónir króna, en ástæðan er sú, að skyldusparnaðarfé hefur verið endurgreitt með hálfum verðbótum í stað þess, að skylt er samkvæmt lögum að endurgreiða það með fullum verðbótum. Ekki hefur Byggingarsjóð- urinn haft fyrir því að benda þeim, sem hlut eiga að máli, á þetta, heldur bíða ráðamenn sjóðsins og vona, að menn viti ekki af þessu, því að engir pening- ar eru til í sjóðnum til þess að greiða þær 400 milljónir, sem Byggingarsjóðurinn nevðist til að greiða, þegar hlutaðeigendum verður ljóst, hvaða rétt þeir eiga. Ástæða væri til að Kannu, hvort víðar hafi ríkinu eð"1 stofnunum bess tekizt að hafa af landsmönnum stór- fé með ólöglegum hætti, — og í stað þess að leiðrétta mistökin, ef mistök skvldi kalla, sé reynt að halda málunum leyndum sökum þess að ríkið sé komið í algjör greiðsluþrot. FV 7 1974 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.