Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 23

Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 23
í stað ensku. Sömu sögu má segja, ef Afríkumenn gætu not- að Swahíli og Asiubúar kín- versku og/eða japönsku. Frakk- ar hafa enn ekki náð sér eftir að Bretar gengu í Efnahags- bandalag Evrópu, þvi að eftir það töluðu fulltrúar Breta, íra og Dana ensku og franskan var ekki lengur eins mikilvægt mál innan EBE-samtakanna. Hin litla frönskukunnátta Max Jakobsens, finnska sendi- herrans hjá S.þ., varð til þess, að Frakkar voru andvígir því að hann yrði aðalframkvæmda- stjóri samtakanna. Það má geta þess, að Jakobsen talar auk finnsku, sænsku, ensku og þýzku, en það var ekki nóg að mati sumra. Waldheim talar bæði frönsku og ensku, með þykkum hreim, auk þýzku, en það skiptir ekki meginmáli í þessu sambandi, heldur sú stað- reynd, að hann kann öll málin. ÞJÓÐERNISKENND U Thant, fyrrverandi aðal- framkvæmdastjóri S.þ., ræddi oft um neikvæð áhrif þjóðernis- kenndar á störf samtakanna og óhætt er að segja, að tungu- málakapohlaupið innan S.þ. sé bein afleiðing af vaxandi þjóð- erniskennd hinna ýmsu ríkja og ríkjasambanda heims. Þetta kann að hljóma einkennilega begar rætt er um hið alþjóð- lega samstarf, sem fram fer innan vébanda S.þ. Tungumála- deilur innan einstakra ríkja hafa t. d. vaxið jafnhliða þess- um vanda, sem skapazt hefur innan S.þ. Það má t. d. benda á deilur frönsku- og enskumæl- andi Kanadamanna, frönsku- og flæmskumælandi Belgíu- manna. ensku- og hollenzku- mælandi Suður-Afríkubúa og ekki má gleyma því, að ýmsir írar os Walesbúar vilja heldur tala sín eigin móðurmál en ensku. Ekki má gleyma tungu- málavandamálum hinna fjöl- mörgu þióðarbrota Sovétríkj- anna og fleiri ríkja. REYNA AÐ ATTKA FRÖNSKU- KUNNÁTTUNA Frakkar eru sennilega dug- legastir allra í að reyna að breiða út frönskukunnáttu manna í heiminum. Bretar, Bandaríkjamenn, Ástralíumenn og fleiri enskumælandi þjóðir virðast aftur á móti ekki hafa miklar áhyggjur af enskukunn- áttunni í heiminum, sem samt hefur aukizt verulega á þessari öld. Franska stjórnin eyðir ár- lega háum fjárupphæðum til frönskukennslu í heiminum og hefur einnig látið birta lista yfir ensk orð, sem notuð hafa verið í stjórnmálum Frakklands á undanförnum árum og ára- tugum, en hafa nú verið bann- færð. Þjóðverjar hafa áhyggjur af því, hve fáir „útlendingar“ læra þýzku. í ritinu Aussen- Politik sagði nýlega, að „að- eins 115.000 manns“ legðu stund á þýzkunám í allri Suður- Ameríku. í Afríku tala fáir þýzku, nema þá helzt í Suður- Afríku og Suðvestur-Afríku og í Asíu eru það rétt aðeins Jap- anir, Kóreumenn og Indónesar, sem geta eitthvað talað þýzku og þetta veldur Þjóðverjum áhyggjum. Þýzka landbúnaðarsam- bandið gengst fyrir alþjóð- legri landbúnaðarsýningu i Frankfurt am Main dagana 15.-22. september n.k. Und- irbúningur undir sýninguna er Iöngu hafinn og hafa yfir 1000 aðilar frá 20 löndum heims tilkynnt þátttöku sína í sýningunni, sem verður mjög yfirgripsmikil. í tilefni sýningarinnar verða reistir 15 sýningar- skálar á mörgum hæðum, stór sýningarhöll og fjöl- mörg sýningartjöld. Einnig ve>-ður stórt opið svæði á miðju sýningarsvæðinu. — Sýning þessi mun verða ein stærsta sölusýning sinnar tegundar í heiminum og búizt er við, að um 300.000 manns komi til að sjá hana. Sýningunni verður skipt í 5 sýningarsvæði. Á fyrsta sýningarsvæðinu verða sýndar ýmsar gerðir land- búnaðar- og dráttarvéla. Á öðru svæðinu verður sýnd- ur búpeningur og allt, sem við kemur húsdýrarækt- un svo sem svínarækt, nautgriparækt og hrossa- rækt og fæðu einstakra dýra, húsaskipan og innrétt- ingum gripahúsa. Á þriðja sýningarsvæðinu verða sýndar ýmsar vélar og verkfæri í sambandi við grænmetisrækt, ávaxtarækt, blómarækt, skógrækt og aðra jarðrækt. Á því fjórða verða eingöngu sýndar byggingar bóndabýla og allt sem við kemur húsa- skipan og innréttingum slíkra bygginga. FV 7 1974 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.