Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 29
Davíð ræðir við einn af starfsmönnum Smörlíkis, Marinó Þor-
steinsson.
ég hefði aldrei tekið starfið að
mer eí ég heíði ekki haldið að
eg gæti gert gagn. Eg hef bjarg-
íasta tru á isienzkum iðnaði,
en nauðsynlegt er að skilning-
ur auKÍst á þörfum hans og
hogum, svo að hann eflist þjóð-
inni til hagsbóta. Félagið hef-
ur starfað i rúm 40 ár og óneit-
anlega hafa ráðamenn í landinu
og aimenningur betur áttað
sig á mikilvægi framleiðslu-
iðnaðar undanfarin ár, en áðui'
var. Samt er það svo. að enn
eru tveir forgangsatvinnuvegir,
það er að segja fiskveiðar og
íisKiðnaður annars vegar og
landbúnaður hins vegar. Okkar
markmið er að fá fullt jafnrétti
við hina framleiðsiuatvinnu-
vegina og að hvers konar mis-
munun milli framleiðsluat-
vinnuveganna verði hætt.
F.V.: — Hverjum er það að
kenna, að þetta hefur ekki tek-
izt? Hafa iðnrekendur ekki átt
jafnöfluga talsmenn til að hafa
áhrif á opinberar ákvarðanir og
hinir framleiðsluatvinnuvegim-
ir?
Davíð: — Væntanlega er að-
alástæðan sú, að framleiðslu-
iðnaðurinn er yngstur fram-
leiðsluatvinnuveganna. Það er
augljóst, að hinir pólitísku að-
ilar gera sér engan veginn enn
grein fyrir stöðu iðnaðarins og
mikilvægi hans, þótt ótrúlegt
megi virðast. Tölur frá árinu
1972 sýna, að þá störfuðu við
iðnað um 22.500 manns. Þar
af störfuðu um 10 þúsund
manns í framleiðsluiðnaði, um
6 þúsund í þjónustuiðnaði (við-
gerðum og þess háttar) og 6.500
í fiskiðnaði. Þetta eru 26% af
mannafla í landinu. Stundum
er byggingariðnaðurinn flokk-
aður með iðnaði og bætast þá
við 9.700 manns og nemur
heildarhluti þessara atvinnu-
greina 37% af mannafla í land-
inu.
Við getum borið þetta sam-
an við starfsmannafjölda í
landbúnaði, sem er rúmlega
10% af vinnandi fólki og við
fiskveiðar, sem er í kringum
6%. Framlag almenns iðnaðar
til vergrar þjóðarframleiðslu
var árið 1972, 9.227 milljónir,
byggingariðnaðar, 6.510 millj.
og fiskiðnaðar, 3.700 millj.
Áætlað er að heildarfram-
leiðsluverðmæti almenns iðnað-
ar í fyrra hafi verið 40-45 millj-
arðar, en framléiðsluverðmæti
fiskiðnaðar 19-20 milljarðar.
Ótal dæmi mætti um það
nefna hvernig opinberir aðilar
virðast gjörsamlega horfa fram-
hjá þessum staðreyndum í
ákvörðunum sínum. Það þarf
t. d. ekki annað en lita á fjár-
lög þessa árs til að sannfærast
um mjög grófa mismunun.
Þannig eru framlög til fram-
leiðsluatvinnuveganna áætluð:
Tii iðnaðar 185.9 millj., tii land-
búnaðar 932.7 millj. með út-
flutningsbótum (án niður-
greiðsina) og til sjávarútvegs-
ins 669.7 millj. Athugun, sem
Félag ísl. iðnrekenda og Lands-
samband iðnaðarmanna létu
gera um áhrif opinberra að-
gerða á atvinnuvegina 1950-
1970 sýnir hvernig flestar að-
gerðir á þeim árum miðuðust
við þarfir forgangsatvinnuveg-
anna, þ. e. fiskveiða, fiskiðnað-
ar og landbúnaðar.
Þessi afstaða stjórnmála-
mannanna er þeim mun furðu-
legri þar sem við nánari at-
hugun kemur í ljós, að þeir
landshlutar, sem hafa mátt
þola mestan brottflutning fólks
á undanförnum áratugum, þ. e.
Vestfirðir og Austfirðir, hafa
minnstan framleiðsluiðnað. Það
er von mín að stjórnmálamenn-
irnir fari að skilja þetta sam-
hengi milli byggðar og iðnþró-
unar og að þeir átti sig á því
að framtíð dreifbýlisins á ís-
landi byggist á því að þar verði
stundaður framleiðsluiðnaður.
F.V.: — Var ekki mjög auk-
ið tillit tekið til hagsmuna ís-
lenzks framleiðsl,uiðn,aðar um
það leyti sem EFTA-samninga-
viðræðurnar stóðu yfir og voru
ekki gefin fyrirheit um að svo
yrði framvegis?
Davíð: — Það var vissulega
um það talað á sínum tíma og
loforð gefin um breytta stefnu.
En við iðnrekendur teljum okk-
ur hafa verið mjög hart leikna
af báðum ríkisstjórnum, sem
setið hafa síðan ísland gekk í
Fríverzlunarbandalagið. Hér
hafa ríkt verðstöðvanir nærri
látlaust síðan og eins og þær
hafa verið framkvæmdar hér á
landi reyndust þær okkur mjög
erfiðar.
Það eru merkjavörurnar svo-
nefndu, eins og t. d. málning,
sápuvörur og sælgæti, sem hin-
ar svokölluðu verðstöðvanir
hafa bitnað mest á. Þetta eru
mjög viðkvæmar vörur í EFTA-
samkeppni. Samt var öll verð-
hækkun á þeim stöðvuð um
árabil, þrátt fyrir aukinn tii-
kostnað, svo sem efnavöru-
hækkanir.
Það var ekki fyr en nú í
júlímánuði að breytt var um
stefnu í þessu máli og erum
við að sjálfsögðu mjög ánægð-
ir með þann áfanga, sem þá
náðist. Fullur sigur er enn ekki
unninn, því að enn sitjum við
ekki við sama borð og erlendir
framleiðendur.
Vegna þessa gerum við nú
þá kröfu, að aðlögunartíminn
að EFTA og EBE, sem ákveð-
inn var 10 ár frá inngöngu í
samtökin og undirskrift samn-
ingsins við EBE, verði lengdur,
sem svarar þeim tíma, er verð-
stöðvanir hafa verið í gildi, frá
inngöngunni í EFTA eða sem
næst 3 ár.
F.V.: — Er líklegt talið, að
önnur EFTA og EBE ríki fall-
FV 7 1974
29