Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 37

Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 37
Greinar og uiðlöl Dr. Guðmundur lllagnússon professor: Fasteignamarkaðurinn og húsnæðiskostnaður VERÐHÆKKUN Verð á almennum fasteigna- markaði í Reykjavík og grann- sveitum thefur meira en þre- faldazt á fjórum árum. Er þetta meiri 'hækkun en á þeim vísitölum, sem notaðar eru sem mælikvarðar á verðbreyt- ingar. Er ekki úr vegi að líta á orsakir þessara hækkana og ýmis einkenni fasteignamark- aðarins. SAMHENGI VIÐ ÞJÓÐHAGSSTÆRÐIR Athugun á sambandi fast- eignaverðs og þjóðartekna undanfarinna ára sýnir, að þessar stærðir fylgjast að til lengri tíma litið, en sveiflurn- ar eru mismunandi. Þegar spennan er sem mest hækka fasteignir meira en flest ann- að, lækka minna þegar í öldu- dalinn kemur, hækka hægar í verði, er tekjur byrja að auk- ast. Sem að líkum lætur er náið samband milli hækkana á gömlu og nýju húsnæði, ef lit- ið er til langs tíma. Sennilega hækka nýbyggingar meira, þegar bezt gengur, en lækka öllu meira, þegar á móti blæs. án þess að um stórfelldan mun sé að ræða. Er þetta vegna eftirspurnaraðstæðna og ástands á vinnumarkaði á hverjum tíma. KJÖR Eins og flestum er kunnugt getur hlutfall útborgunar af söluverði breytzt nokkuð frá einum tíma til annars, svo og vextir og lánstími af eftir- stöðvum (á eldra húsnæði). Því sterkari sem eftirspurnin er, miðað við framboð, þeim mun hærri er útborgunin. Mun hún hafa verið nálægt 70% af umsömdu söluverði að jafnaði á síðast liðnu ári (í Reykjavík). Ný lán frá selj- anda námu 15—20% af sölu- verði, en afgangurinn var yfir- tekin lán. I nýbyggingum er krafizt borgunar að fullu inn- an árs í flestum tilvikum. Minna er nákvæmlega vitað um, hvernig kaupandi fjár- magnar útborgun sína. Talað er um, að u.þ.b. 10% sé að jafnaði eigið framlag í upp- hafi, en hitt sé lán frá lífeyr- issjóðum, húsnæðismálastjórn, sparisjóðum og bönkum. HAGNAÐUR Oft er talað um hagnað af fasteignum. í reynd er hann all mismunandi og fer eftir því, hvernig kaupin eru fjár- mögnuð og ‘hvernig eigninni er ráðstafað. Hafi kaupandi komizt yíir eignina með eigin sparnaði, er raunverulegur hagnaður hans einungis sem nemur hækkun eignarinnar umfram almennar verðhækkanir, hugs- anlega að viðbættum hagnaði af að búa í eigin húsnæði í stað leigu'húsnæðis. Þar sem allir þurfa þak yfir höfuðið er ekki óeðlilegt að miða við vísi- tölu byggingarkostnaðar við slíkan samanburð. Þrátt fyrir þann mikla hagnað, sem talað er um af fasteignakaupum, er áberandi, að það er nánast undantekn- ing, ef íbúðarhúsnæði er byggt gagngert í því skyni að leigja það út. Sennilega er fleiri en ein ástæða fyrir þessu. í fyrsta lagi leggja flestir kapp á að komast í eigið húsnæði. í öðru lagi eru úthlutanir lána til íbúðarkaupa yfirleitt til einstaklinga en ekki verktaka (félaga). f þriðja lagi gæti verið arðvænlegra að byggja og selja jafnóðum heldur en að geyma féð í fasteignum. ÁSTÆÐUR HÆKKANA Ástæður hækkana á fast- eignamarkaði umfram aðrar að undanförnu eru margvís- legar, en þær helztu liggja þó í augum uppi: 1. Mikil tekjuaukning hefur átt sér stað, sem getið hefur af sér mikla eftirspurn eftir nýju sem gömlu húsnæði og þá jafnframt magnað eftir- spurn eftir vinnuafli í bygg- ingariðnaði. Við framtíðar- skuldbindingar hljóta menn að taka mið af líklegum tekj- um í framtíðinni. Við bætast áhrif verðbólgunnar, aukning peningamagns, bein og óbein áhrif Vestmannaeyjagossins o.fl. 2. Takmarkaðir möguleikar eru fyrir hendi til að varð- veita sparifé gegn eyðingu verðbólgunnar og til að beina því í arðbæra farvegi. 3. Verðstöðvanir hafa ríkt á mörgum öðrum sviðum um lengri eða skemmri tíma. Hækkanir verða þá meiri en ella á þeim sviðum, sem eru frjáls. 4. Sennilega eru gerðar FV 7 1974 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.