Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 55
ir. Því næst er sæðið fyllt á
þar til gerð plaststrá, sem eru
í mismunandj litum eftir því
hvaða naut á í hlut, og eru 12
milljónir lifandi sæðisfruma í
hverju strái. Þá er komið að
lokaaðgerðinni, djúpfrysting-
unni. Sýni eru svo tekin og at-
hugað í smásjá, hvort sæðið
hefur lifað djúpfrystinguna af,
en meðalafföll eru 25%. Áður
en frjóvgun er framkvæmd er
sæðið þýtt í 34 gráðu heitu
vatni.
Frjóvgun tekst í 70% tilfell-
um í fyrsta skipti.
Það sem gerir djúpfrystingu
sæðis mögulega, er raunveru-
lega glyserin-vökvi. Hann fer í
gegnum frumuveggina og ryð-
ur vatni út úr frumunni, og það
veldur því að fruman helzt lif-
andi.
HLUTVERK í EITT ÁR
Takmarkið er að fá 7000
skammta úr hverju nauti á einu
ári, og þegar nautin hafa þjón-
að hlutverki sínu í eitt ár eru
þau felld og hafa þá náð 2 Vi
árs aldri. Úr hverri sæðistöku
fást skammtar fyrir 200 kýr.
Eins og áður er sagt eru 1000
skammtar notaðir strax og ef
dætur reynast vel er sæðið
geymt.
Á MÓTI INNFLUTNINGI
SÆÐIS
Starfsemi sæðingarstöðvar-
innar hefur reynzt vel og það
eina, sem gæti mælt á móti því,
að írjóvgun væri undirbúin á
þennan hátt, er hætta á of mik-
illi skyldleikarækt innan stoíns-
ins, en það hefur í för með sér
úrkynjun, sem lýsir sér þannig
að dýrin verða minni vexti og
þróttminni.
Aðspurður kvað Sigurmund-
ur ekki æskilegt að flytja inn
sæði erlendis frá, eins og kom-
ið hefur til tals. Þar er um allt
aðra stofna að ræða, þannig að
afkomendur yrðu af annarri
stærð en íslenzki stofninn, og
hætta er á að arfgengir sjúk-
dómar berist með sæðinu.
AUKNING MJÓLKUR 35-40
KÍLÓ Á ÁRI
Blaðamaður FV hafði sam-
band við Guðmund Stefánsson,
búnaðarráðunaut á Selfossi, og
spurðist fyrir um tölur, sem
sýndu nyt kúa á Suðurlandi, og
kom þá í ljós, að nyt hafa auk-
izt mikið eftir að kynbótastöð-
in tók til starfa. Aukning mjólk-
ur lætur nærri að vera 35-40
kíló á hverja kú á ári, og gerir
það 100 gramma aukningu á
dag.
Árið 1946 var innlagt í Mjólk-
urbú Flóamanna 1600 kíló á kú,
og var fitumagn mjólkurinnar
3.53% og fitueiningar 5648. Ár-
ið 1973 komu 3017 kíló á kú,
fitumagn mældist 3.91% og
fitueiningar 11796, og er það
tvöföld aukning.
Jafnframt því að nyt kúnna
hafa aukizt, hefur byggingarlag
þeirra batnað; þær eru stærri
og sterklegri og minna ber á
illa vöxnum kúm. Bændur eru
flestir sammála um að kvígur
komist fyrr í gagnið eftir að
þær hafa borið en áður, kýrnar
almennt er auðveldara og fljót-
legra að mjólka.
Bændur vigta mjólk frá
hverri kú tvisvar í mánuði, og
er tilgangurinn með því tví-
þættur. Annars vegar til að
fylgjast með undan hvaða naut-
um béztu mjólkurkýrnar koma,
og annars vegar að taka naut
til undaneldis frá beztu mjólk-
urkúnum, eins og áður segir.
^17700
FV 7 1974
55