Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 63
37%. Þegar ullin kemur úr
þurrkaranum, er henni pakkað'
í 130 kílóa sekki og flokku'ð
eftir gæðum. 5. og 6. flokkur
eru seldir til útlanda, því ís-
lenzku ullarvinnslustöðvarnar
hafa ekki vélar til að vinna svo
lélega ull. Aðra flokka seljum
við til Gefjunar á Akureyri,
Framtíðarinnar í Reykjavík og
víðar.
— Svarar framboð ullar eft-
irspurn?
— Nú er svo komið, að fram-
boð svarar ekki eftirspurn, og
ull er flutt inn erlendis frá.
Þetta virðist stafa af því, að
bændur eru ekki nógu áhuga-
samir við að rýja á vorin, en
þegar ull er tekin á haustin er
hún lélegri vara, mikið þófnari
og flokkast í verri flokka og
þar af leiðandi fá bændur
minna fyrir kílóið. Fyrir vor-
ullina fá þeir 90 krónur fyrir
kílóið, og ef ullin flokkast í
góða flokka fá þeir uppbætur.
Ef bændur stæðu sig betur á
vorin væri nýting hráefnisins
betri.
4,5 TONN f FYRRA
— Hvað fáið þið mörg tonn
af ull á ári?
— Fyrstu árin fengum við
í kringum 500 tonn á ári, en á
árunum 1967—68 fór magnið
niður í 30 tonn, en hefur auk-
izt aftur, og var 415 tonn síð-
astliðið ár. Þessum sveiflum
Þorkell Guðbjartsson í Ullar-
þvottastöðinni.
veldur vont árferði, og gras-
leysi og á þeim tímum fækk-
uðu bændur fénu. Verð ullar-
innar var einnig mjög lágt og
bændur fengu meira fyrir
mjólkurafurðir. Nú hefur ár-
ferði farið batnandi og verð
ullar hækkað.
— Hvað fáið þið fyrir kílóið
af ,ullinni?
— Hvítu ullina seljum við
á 204 krónur kílóið, ef hún er
fyrsta flokks, annar flokkur
fer á 196 krónur. Svört ull og
mórauð kostar 229 krónur, og
grá 134, en hún á minnstum
vinsældum að fagna, og sem
betur fer er ekki mikið af
henni. Svarta ullin er vinsæl-
ust, en erfiðlega gengur að
rækta hana og oft er skortur
á henni.
— Að lokum Þorkell. Hvað
var greitt í vinnulaun s.I. ár og
hver var velt.an?
— I vinnulaun voru greiddar
6—7 milljónir og yeltan var
80—90 milljónir. Ég vil svo
taka það fram að síðustu að
ullarþvottastöðin er rekin með
það fyrir augum að hafa hér
þjónustustarfsemi fyrir bænd-
ur, en ekki út frá hagnaðarsjón-
ai-miði.
Eyrarbakki:
Allt framkvæmdafé fer í
hafnargerðina
_ >
Rætt við Oskar IVIagnússon, oddvita
Eyrarbakki er elzta kauptún
landsins og hefur verið verzl-
unarstaður frá því á söguöld.
Og það er ljóst að á Eyrar-
bakka var aðalinnflutnings-
höfn á Suðurlandi allt frá
upphafi til ársins 1939, en þá
gerðist það sem má finna í
sögu flestra nútímaþjóðfélaga
— höfuðborgin tók við. Þá var
flutningakerfi landsins orðið
svo gott, að ódýrara var að
flytja allar vörur til Reykja-
víkur og dreifa þeim þaðan
landleiðina.
Oddviti á Eyrarbakka er
Óskar Magnússon og ræddi
hann við FV fyrir nokkru um
ástand mála á Éyrarbakka.
— Fer íbúum Eyrabakka
fjölgandi eða fækkandi?
— Síðasta áratug hefur íbú-
um hér fjölgað um allt að
hundrað manns, þar af 60 á
sl. fimm árum. Eg veit ekki
hvers vegna fjölgunin hefur
orðið svona ör, en það er ljóst
að upp úr 1963, þegar fór að
miða betur í hafnarmálum
hér, byrjaði íbúafjöldinn að
síga upp á við. Sérstaklega
hefur ungu fólki fjölgað mik-
ið, en áður var meðalaldur
íbúanna afar hár, og nú má
segja að eðlileg aldursskipting
sé komin á, þ. e. ungt og
gamalt fólk í eðlilegum hlut-
föllum, en það er fjarri að svo
hafi verið áður.
— Hvað er að segja um hafn-
armál hér?
— Á árunum 1963—8 var
brimgarðurinn byggður. Hann
er 270 metra langur, og hefur
síðan skýlt mannvirkjum, sem
eru innan hans.
SKORTUR Á RÉTTU
LANDSLAGI
Hafnarframkvæmdir hér
þurfa að aukast, og við yrð-
um ákaflega glaðir, ef sá
skilningur kæmist á meðal yf-
irvalda, að brimvarnargarður
tilheyrir ekki höfn. Á þann
skilning skortir. Þegar við er-
um búnir að byggja brim-
garðinn erum við búnir að búa
til landslag, sem aðrir hafa frá
FV 7 1974
63