Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 64

Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 64
náttúrunnar hendi, og það er einmitt þetta, sem gerir hafn- armál við suðurströnd lands- ins svo dýr; skortur á réttu landslagi, ef svo mætti að orði komast. í sumar verður unnið að því að reka niður stálþil í kringum elzta hluta bryggj- unnar, og koma henni í varan- legt ihorf, og það er allt sem gert verður í hafnarmáfum hér í nánustu framtíð. En á óskalistanum er lenging brim- garðsins, dýpkun innsiglingar- innar og merking og aukið bryggjupláss. — Nú er verið að ganga endanlega frá nýju höfninni í Þorlákshöfn. Hvert er viðhorf ykkar til þeirra framkvæmda? — Það hefur verið talað um að tengja Eyrarbakka við þessa höfn, með brú yfir Ölf- usá, og þar með hefur alltaf vaknað upp sú spurning með- al Evrbekkinga, hvort það sé ástæða sé til hafnargerðar báðu megin við Ölfusá. Við teljum að höfn hérna megin ár mundi þjóna betur þorp- unum þremur, sem austan ár- innar standa, því vegalengd- in frá Selfossi til Þorlákshafn- ar mundi verða 26 kílómetrar en frá Eyrarbakka 13 kíló- metrar. Kostnaður við bygg- ingu brúarinnar og nauðsyn- legar vegalagnir myndu nema bróðurpartinum af því, sem verja þyrfti til hafnargerðar, til að hafnaraðstaða hér yrði trygg og góð. Það liggur ljóst fyrir, að svo lítið þorp sem Eyrarbakki er, hefur ekki að- stöðu til að standa undir þeim hafnarkostnaði um árabii,, meðan ekki næst samstaða við þorpin austan ár um þessi mál. Brúin gæti orðið skamm- tíma lausn í hafnarvanda okk- ar, en hins vegar er hætt við, að þegar frá liði flyttist öll útgerð vestur yfir og menn, sem eiga báta hér, færðu sig yfir og þar með hækkaði með- alaldur íbúa í þorpunum aust- an ár. Viðkoman yrði minni og ungt fólk flykktist yfir og þá værum við komnir í sömu aðstöðu gagnvart Þorlákshöfn, eins og við vorum áður gagn- vart Selfossi, þ.e.a.s. unga fólkið flytzt yfir í nýju þorp- in. Höfnin hjá okkur er ekki nægilega stór til að halda í við skipastærðir, hvað þá til að skapa möguleika á að auka útgerðina eins og þyrfti. Höfn- in í Þorlákshöfn er byggð fyr- ir ríkisfé án nokkurrar þátt- Óskar Magnússan, oddviti. töku heima fyrir, en íbúar hér á Eyrarbakka þurfa að greiða 60% af heildarkostnaði brim- garðsins. Þetta gerir íbúum Þorlákshafnar kleift að eyða framkvæmdafé til fram- kvæmda innan þorpsins, en framkvæmdafé á Eyrarbakka fer mest allt til hafnargerðar. HÚSNÆÐISMÁL — Hvernig er ástand í hús- næðismálum staðarins? — Hér er viðvarandi hús- næðisskortur, þó nokkuð sé byggt og í litlum þorpum, er það sameiginlegt vandamál,, að ungt fólk, sem flytjast vill inn í þau á tæplega nokkurn kost á að fá leiguíbúðir, og verður að byrja á því að byggja> en það reynist mörg- um erfitt, og endirinn verður sá að margir setjast að í Reykjavík, þrátt fyrir að þeir hefðu heldur kosið að setjast að í sinni heimabyggð. Eitt af því, sem okkur gremst er, að hér eru til sölu ónotuð og tóm viðlagasjóðs- hús, en greiðsluskilmálar þeirra eru svo erfiðir, að eng- inn maður með venjulegar tekjur, getur fest kaup á þeim. Húsið kostar fjórar milljónir, og tvær milljónir verður að greiða fyrsta árið og afgang- inn á fimm árum, með háum vöxtum. Þetta ræður enginn maður við, serh er í venjuleg- um efnum. Reykvíkingar festa kaup á gömlum litlum húsum, sem losna og nota þau fyrir sumar- bústaði. Þetta líkar okkur ekki. Það bætir ekki aðstöð- una fyrir okkur á neinn hátt, og okkur er illa við að leggja lagnir í hús, sem gefa okur engan arð, annað en lóðaleig- una. Æskilegast væri að íbú- ar Eyrarbakka keyptu þessi hús og leigðu þau ungu fólki, sem vill setjast hér að. Stað- reyndin er sú, að Reykvíking- ar ráða betur við kaup á fast- eignum en íbúar í litlu. þorpi, því í höfuðstaðnum er meira fjármagn á hreyfingu. ÁTTA BÁTAR — Hvað er að segja um at- vinnu- og framkvæmdamál? — Útgerðin er aðalatvinnu- vegurinn, og héðan eru átta bátar gerðir ú't. Á vetrarver- tíð starfa 80 manns í bátunum sjálfum, og í landi vinna allt að hundrað manns við vinn- slu fiskaflans. Hér eru þrjú fiskiðjuver, frystihús og tvær sjálfstæðar saltfiskverkunar- stöðvar. 64 FV 7 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.