Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 65

Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 65
Svolítill iðnaður er starf- ræktur. Hér er rekin plast- verksmiðja og er hún stærsti framleiðandi í einangrunar- plasti hérlendis, og við hana vinna 10—15 manns. Guðjón Öfjörð er með vélaverkstæði, sem sér um alla viðgerðar- þjónustu fyrir báta á Eyrar- bakka og Stokkseyri, alls 18 báta. Garðrækt er mikiði stunduð og hér eru nokkrir stórir kartöfluframleiðendur, en bú- skapur er fremur lítill í hreppnum, og varla nema um tvö bú að ræða. Hvað viðkemur framkvæmd- um er það að segja, að átta íbúðarhús eru í smíðum og það stendur til seinna í sumar að leggja slitlag á Vz af aðalgötum þorpsins. Mikið þarf að gera í sambandi við breytingar á rafmagnskerfi, holræsa- og lóðagerð, og ósk okkar er að reka sjálfstæða rafveitu og vinna að því að koma öllu lagnakerfi í jörðu á hæfilega mörgum árum. — Er mikil félagsstarfsemi á Eyrarbakka? — Félagsstarfsemi hefur verið heldur daufleg. Að vísu starfa hér kvenfélag og ung- mennafélag með nokkrum þrótti. Eftir því sem það ger- ist tíðara að félagsstarfsemi komist á viðskiptagrundvöll, verða lítil þorp oft útundan að lokum. Að síðust má geta þess að eftir tólf ár geta íslendingar minnst 1000 ára afmælis merkustu siglingar frá íslandi, því árið 986 lagði Bjarni Herj- ólfsson upp frá Eyrarbakka áleiðis til Grænlands og fann Ameríku í leiðinni. Er ekki til- valið, að það ár verði tíma- mótaár í hafnarmálum Eyr- bekkinga og að þá verði draumur þeirra um stærri og betri höfn uppfylltur? Siggabúð á Selfossi: Erfitt að reka einkaverzlun úti á landsbyggðinni * — rætt við Sigurð Asbjörnsson, kaupmann Siggabúð á Selfossi, sem er í eigu Sigurðar Ásbjömssonar, er eina verzlunin á Selfossi í einkaeign, sem verzlar aðeins með matvörur. Hafa margir, sem eru í sömu sporum og Sigurður kvartað undan allri aðstöðu, sem þeim er boðin upp á, og þótti okkur rétt að ræða við Sigurð um ástandið í þessum málum. — Hvernig er að reka verzl- un úti á landsbyggðinni? — Því er fljót svarað. Menn halda þessu áfram af tómri þrjósku, og er margt sem spil- ar inn í. í fyrsta lagi má nefna röng verðlagsákvæði. Ekki er um að ræða of lága prósenttölu, heldur innbyrðis ósamræmi í ákvæðum. Má taka sem dæmi gosdrykki, en álagning á þeim, er mun lægri heldur en á ávaxtasafa í flöskum. Gos- drykkjasala útheimtir mikið húsnæði, auk óhemju vinnu. Einnig mætti réttlæta þá skoðr un, að gosdrykkir séu meiri munaðarvara, en ávaxtasafi. Það þarf líklega enginn að undrast, að málum sé svona háttað, þar sem mér skilst að pólitík ráði miklu, þegar menn eru skipaðir í verðlagsnefnd, frekar en þekk- ing á verzlunarmálum. Flutningskostnaður er stór liður, sem við fáum ekki nema að hluta inn í verðlagið, og get ég nefnt, að það kostar 60 krónur að flytja einn kassa af bönunum hingað að Sel- fossi, en samkvæmt ákvæðum verðlagsnefndar megum við leggja eina krónu á hvert Sigurður Ásbjömsson í verzlun sinni. FV 7 1974 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.