Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 69

Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 69
— Allir bátar, 60 talsins hafa byrjað veiðar, og fjögur frystihús eru starfraekt af full- um krafti, en eins og kunnugt er voru þau fimm fyrir gos, en eitt þeirra skemmdist. Saltfiskstöðvarnar hafa ekki tekið til starfa, en reiknað er með að nokkrar verði teknar í notkun fyrir næstu vertíði. Það kemur ekki mikið að sök, þó að starfsemi þeirra liggi niðri enn sem komið er, því afkastageta frystihúsanna er svo mikil, að þau geta tekið á móti eins miklum fiski og allar fiskverkunarstöðvarnar gerðu til samans fyrir gos; það þurfti aðeins að bæta við vél- um og fólki.“ — Talað hefur verið um að selja vikur til annarra landa. Er byrjað að undirbúa þá sölu? — Það er ekki tímabært að hugsa um útflutning, því að eins og málin standa er full þörf fyrir vikurinn hér í Eyj- um í gatnagerð, flugbrautina, og til að fylla og jafna bygg- ingarsvæði. Við verðum fyrst og fremst að tryggja okkur nægar birgðir af byggingar- efni næstu áratugi og aldir. MIKILVÆGAST AÐ FRAM- LENGJA KLÓAKIÐ — Hvað er að segja um framtíðina? — Það eru mörg verkefni framundan. Enn er unnið að hreinsun gosefna, uppgræðsla er hafin á vegum Land- græðslusjóðs. Ráðgert er að skipalyfta komi til Vestmanna- eyja, sem tekur allt að 500 tonna skip. Nú er verið að vinna að því að stofna félag til að sjá um rekstur á skipi er gengi daglega á milil Eyja og lands. Skip þetta á að taka um 80 farþega, annast gáma- flutninga, og geta flutt bíla. Smíði skipsins gæti tekið ár til fimmtán mánuði. En mikilvægasta verkefnið er að framlengja klóakið frá höfninni, og koma því norður fyrir Eiði. Það er eitt af þeim stóru málum, sem að kalla, en ég reikna ekki með a ð hægt verði að ráðast í slíkar stórframkvæmdir fyrr en á næsta ári, sagði Magnús að lokum. Hótel Vestmannaeyjar: 90% nýting á hótelherbergjum í sumar — rætt við Birgi Viðar Halldórsson hóteleiganda Aðeins eitt hótel er starf- rækt í Vestmannaeyjum og nefnist það Hótel Vestmanna- eyjar. Eigcndur þess eru tveir bræður, Birgir Viðar Halldórs- son, sem er lærður þjónn og kokkur og Konráð Halldórs- son, sem er lærður þjónn. Birgir annast fjármál, fram- kvæmdir og skrifstofustörf fyrir hótelið, og Konráð sér um gcstamóttöku og rekstur barsins. Blm. F.V. átti viðtal við Birgi og snurði hann um rekstur hótelsins, en Birgir er aðaleigandinn. — Hver er ástæðan fyrir því að þið hófuð rekstur hótels í Vestmannaeyjum? — Ég hafði alltaf áhuga á að fara út í eigin rekstur, og í upnhafi ætlaði ég að reka hótelið einn, en það var allt of mikið fyrirtæki, svo ég tók „litla bróður“ með, sagði Birg- ir. Húsið var auglýst til sölu árið 1972, en hér var áður Hótel H. Ben. Þegar gosið hófst fengu starfsmenn Við- lagasjóðs bækistöð þar, og það var ekki fyrr en um síðustu áramót að við komum inn í dæmið og keyptum húsið. Húsið og innbú þess var þá nokkuð illa farið, og við urð- um að byrja á því að kaupa ný húsgögn og innrétta allt upp á nýtt. Við höfum hann- að allar innréttingar eftir eig- in hugmyndum, og Halldór Halldórsson bróðir okkar hefur haft yfirumsjón með endurbyggingu á tréverki og Friðþjófur Sigursteinsson rafvirki hefur séð um allar nýlagnir í hótelið og endur- nýjað allar leiðslur. Það er ætlunin að þessir menn komi inn í fyrirtækið í haust þegar því verður breytt í hlutafélag. Það hafa heyrst um það raddir að „ýmis nöfn“ stæðu að baki okkur, og hefur verið í því sambandi talað um aðila eins og Loftleiðir, Flugfélagið, Einar ríka, Sambandið og Kristinn Finnbogason, en ég vil nota tækifærið til að leið- rétta þennan misskilning. Við erum alveg einir með þennan rekstur og hótelinu verður breytt í hlutafélag innan tíð- ar, eins og áður segir. ENDURBÆTUR Á HÚSINU ORÐNAR 14 MILLJÓNIR — Hvað eru mörg herbergi á hótelinu? — Hér eru þrjátíu svefnher- bergi, 1 veitingasalur, setu- stofa og veitingabúðin Lund- inn, sem tekur 60 manns í sæti. Herbergin eru öll tveggja manna, en sumum þeirra má breyta í þriggja manna her- bergi ef því er að skipta. Við opnuðum bar um miðj- an ágúst, sem tekur þrjátíu manns í sæti, og svo höfum við G9 FV 7 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.