Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Qupperneq 71

Frjáls verslun - 01.07.1974, Qupperneq 71
einn sal til viðbótar, og er í athugun að opna þar billjard- stofu í haust, og kannski ein- hvers konar miðstöð, fyrir ungt fólk. — Hvernig er fjárhagsleg afkoma hótelsins? — Við keyptum húsið á 21 milljón, og endurbætur á því eru þegar komnar í 14 millj- ónir. Ég geri ráð fyrir að tvö fyrstu árin verði erfiðust eins og eðlilegt er, en Útvegsbank- inn í Vestmannaeyjum hefur veitt okkur mikla hjálp og góða fyrirgreiðslu. Það er óhætt að segja að hótelrekstur sé gífurlega erfiður rekstur á allan hátt. Við seljum þjón- ustu sem gestir borga vel fyr- ir og gera þeir þar af leiðandi miklar kröfur um allan að- búnað. MIKILL HRÁEFNIS- KOSTNAÐUR — Einn stærsti liðurinn í fjármálum hótelsins er hrá- efniskostnaður, og það er mjög mikið atriði að hafa vak- andi auga með nýtingu hrá- efnis. Að undanförnu hafa orðið miklar hækkanir eins og allir vita, og þá sérstaklega á dósamat, og allar erlendar vörur hafa farið smá hækk- andi. Erfiðasti liðurinn er sjálf uppbyggingin, og það tekur eitt ár enn að komast yfir alla erfiðleikana. En þrátt fyrir erfiða tíma, reikna ég með góðri útkomu, og augljóst er að reksturinn stendur fyllilega undir sér. — Hvernig er nýting her- bergjanna og 'hvort kemur hingað meira af erlendum eða innlendum ferðamönnum? — í júní var rúmlega 90% nýting, í júlí 96% og í vetur var rúmlega 50% nýting að meðaltali. Hingað kemur ekki eins mikið af erlendum ferða- mönnum og við bjuggumst við en aftur á móti koma hingað fleiri íslendingar. Verð- lag á íslandi er að fæla alla erlenda ferðamenn frá, og það þarf að gera róttækar ráðstaf- anir til að þessi mikli tekju- liður í gjaldeyrismálum þjóð- arinnar minnki ekki. Það mætti til dæmis aðstoða veit- ingamenn við hótelrekstur, svo að verðlag á hótelum geti lækkað. VERÐLAG 15% LÆGRA — Hvernig er verðlagið hjá ykkur? — Verðið á herbergjunum er sambærilegt við verðlag úti á landi, en verðið í veitinga- búðinni og veitingasalnum, er að meðaltali 15% lægra en annars staðar, og er það m.a. vegna þess að við fáum fiskinn ódýrari. — Hvernig hefur gengið að ná til Vestmannaeyinga með hótelrekstur, veitingasal og veitingabúð? — Það hefur ekki gengið eins vel og ég hafði búizt við. Ég 'hef verið að velta því fyr- ir mér, hvað beri að gera til að það gangi betur, og hefur mér helzt dottið í hug að nota skammdegið til að kynna sér- rétti ýmissa þjóða. VEÐURFARIÐ HÁIR — Er eitthvað sem gerir hótelrekstur erfifrari í Vest- mannaeyjum heldur en á fastalandinu? — Það er veðurfarið hér sem háir eðlilegum ferða- mannastraumi mest, því ekki er nærri alltaf flugveður, en vonandi breytist þetta með tilkomu Eyjaskipsins sem kemur til með að ganga dag- lega milli lands og Eyja. Vestmannaeyjar hafa mikla sérstöðu fyrir ferðamenn og enn er verið að reyna nýjar aðferðir til að laða ferðamenn hingað. Það er fyrirsjáanlegt að ferðamannastraumurinn til Eyja mirni aukast næsta sum- ar, og það verður sumar núm- er eitt hjá okkur á hótelinu, og sumarið, sem nú er að líða sumar númer tvö, sagði Birg- ir að lokum. CANON CANON MP 1212 er ein gerðin af 20, sem CANON hefur upp á að bjóða. • MP 1212 hefur bæði strimil og ljósa- borð. CANON vélar með ljósaborði kosta frá kr. 11.000,00. • Vandið valið —- veljið CANON. Það er yður í hag. SKRIFVÉLIN Suðurlandsbraut 12. Sími 85277. FV 7 1974 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.