Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 75

Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 75
Hitaveitumál Frumathugun vegna Þorlákshafnar, Stokkseyrar og Eyrarbakka í framhaldi af jarðhitarann- sóknum í Ölfusi og Flóa, sem unnið hefur verið að síðustu árin, hefur Orkustofnun látið gera frumathug.un á nýtingu jarðhita til húsahitunar á Þor- lákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Skýrslan er unnin í samvinnu jarðhitadeildar Orkustofnunar og Verkfræði- stofunnar Fjarhitunar. Af hálfu jarðhitadeildar ,unnu að henni l>eir Karl Ragnars og Kristján Sæmundsson, en af hálfu Fjar- hitunar heir Karl Ómar Jóns- son og Ólafur Elíasson. í byrjun voru ýmsar leiðir athugaðar lauslega, svo sem lögn frá borholum ofan við Hveragerði, annaðhvort um Sel- foss eða yfir Ölfusá hjá Kald- aðarnesi eða yfir Ölfusárós. Einnig var athuguð hagkvæmni bess að leiða vatn í öll þrjú kauptúnin frá Bollastöðum með lögn yfir Ölfusárós. Engin af þessum leiðum virtist við laus- lega athugun geta verið hag- kvæm. Kemur þar hvort tveggja til, að um er að ræða langar vegalengdir og að leggja þarf aðfærsluæðar yfir Ölfusá, en það er tæpast hugsanlegt á annan hátt en á brú eða með því að grafa lögnina ofan í ár- botninn. Yrði slík framkvæmd mjög kostnaðarsöm, og getur svo lítill markaður, sem hér er um að ræða, ekki borið slíkan kostnað. Var því horfið frá að athuga þær nánar, en þeir kost- ir einir teknir fyrir, sem virt- ust geta verið haekvæmir, en þar er um að ræða aðfærslu til Stokkseyrar og Eyrarbakka frá Selfossi eða Bollastöðum og aðfærslur til Þorlákshafnar frá borholum milli Hb'ðarenda og Hlíðardalsskóla í Ölfusi. .TARÐHITI og boranir Öflun á heitu vatni fyrir Þor- lákshöfn, Eyrarbakka, Stokks- eyri, Selfoss og bæi gæti verið á brem stöðum, b. e. á milli Hlíðardals og Hlíðarenda í Ölfusi fyrir Þorlákshöfn, í Þor- leifskoti fyrir stækkun Hita- veitu Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri og bæi og á Bolla- stöðum fyrir Eyrarbakka, Stokkseyri og bæi, að því er segir í skýrslu Orkustofnunar og Fjarhitunar h.f. Á öllum þessum stöðum þarf að bora eftir vatninu, en hita- stig, efnainnihald vatnsins og afköst borhola gætu orðið mis- jöfn eftir svæðunum. Við Hlíðardal og Hlíðarenda er hitastig 150°C. Ekki er fylli- lega ljóst, hvort hægt er að dæla vatninu úr holunum með djúpdælum, en að öðrum kosti yrðu holurnar að gjósa, og er hugsanlegt að nýta varmann úr gufunni með íblöndun á köldu vatni. Vatnið er á mörkum þess að vera hæft til beinnar notk- unar í hitaveitu, en að öðrum kosti mætti nota varmaskipta, annaðhvort í dælustöð eða í hverju húsi fyrir sig. ÞORLÁKSHÖFN Vatnsþörf Þorlákshafnar er talin 22 1/sek eins og er, en reiknað er með að það magn fáist úr einni holu. í skýrslunni segir, að áður en vinnslusvæð- ið sé endanlega ákveðið, þurfi að bora reynsluholu með Wabcobor sem næst Þorláks- höfn, t. d. í nánd við vegamót- in. Vinnsluhola yrði síðan bor- uð með gufubor, annaðhvort þar hjá eða við Hlíðardal, en Wabco holan gæti verið vara- hola fyrir gufuborsholuna í rekstri hitaveitunnar. Kostnað- ur við þessar boranir er áætl- aður 5,5 Mkr. fyrir 1000 m djúpa Wabco holu og 7,5 Mkr. fyrir 1800 m djúpa gufubors- holu. SELFOSS Hitaveita Selfoss fær nú heitt vatn frá Þorleifskoti. Vatnsvinnslan er þar nú um 70-80 1/sek að vetri til, og er svæðið talið fullnýtt miðað við frágang á þeim holum, sem fyrir eru. Til þess að auka vatnsvinnsluna þarf nýjar hol- ur. Samtímis aukinni vatns- vinnslu fyrir hitaveitu Selfoss gæti verið hagkvæmt að afla heits vatns jafnframt fyrir ná- grannabyggðirnar. Samanlögð vatnsþörf Eyrarbakka og Stokkseyrar og þeirra bæja, sem eru á leiðinni þangað nið- ureftir, er um 30 1/sek í dag, þannig er heildarvatnsþörfin nú um 100-110 1/sek. Ein 1800 m djúp gufuborshola ætti að nægja til öflunar þessa viðbót- arvatns og aukinna þarfa Hita- veitu Selfoss á næstu árum. Sú hola yrði fóðruð dýpra niður og vatnið tekið inn á meira dýpi en í þeim holum, sem fyr- ir eru, þannig að þær haldi sínu. Reiknað er með allt að 90°C heitu vatni, sem dælt yrði með djúpdælum og nota mætti beint í hitaveitu eins og verið hefur á Selfossi. Ekki er þörf á bor- un neinna rannsóknarhola, og er áætlað að ein gufuborshola kosti 7,5 Mkr. JARÐHITASVÆÐI VIÐ BOLLASTAÐI Viðnámsmælingar benda til að álitlegt jarðhitasvæði sé við Bollastaði austan Selfoss. Ef borun einnar rannsóknarholu staðfestir þetta, mætti afla vatns á þessum stað fyrir hita- veitu á Eyrarbakka og Stokks- eyri og til mun fleiri bæja, sem yrðu á þeirri leið. Áætlað er, að vatnshitinn sé svipaður og við Selfoss, 80-90°C, og að vatnið sé nothæft beint til hitaveitu. Reiknað er með, að vatninu sé dælt með djúpdælum. Rann- sóknarholan er áætluð 200-300 m djúp og yrði væntanlega bor- uð með Mayhew bor. Kostnað- ur við hana yrði um 2 Mki. Vinnsluholur yrðu síðan borað- ar með Wabco bor, 2 holur 1000 m djúpar. Kostnaður við þær er áætlaður um 11 Mkr. FV 7 1974 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.