Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Qupperneq 85

Frjáls verslun - 01.07.1974, Qupperneq 85
Virkni hf: Sérhæfingin gengur vel — rætt við Einar Þorsteinsson verzlunarstjóra Að Ármúla 38 í Reykjavík, er verzlunin Virkni starfrækt, í 330 fermetra húsnæði. Verzl- unin var stofnsett haustið 1972, af tveimur bræðrum. Gunnari og Einari Þorsteins- sonum. Einar er verzlunarstjóri að Ármúla, en Gunnar sér um verzlunina Virkni sem starf- rækt er í Vestmannaeyjum, og var opnað sl. haust í 300 fer- metra húsnæði. Virkni verzlar með málningarvörur og vegg- fóður, en jafnframt er það verktakafyrirtæki, sem vinnur við að einangra frysti- og kæli- klefa, og leggja pappa og as- falt á þök. í viðtali við F. V. var Einar spurður að því hvers vegna Virkni verzlaði eingöngu með málningarvörur og veggfóður, en ekki fleiri gerðir bygginga- varnings. „Upphaflega vorum við með skrúfur, bolta og ýmis verk- færi, en eftir stuttan tíma sáum við að sérhæfing borgar sig til að ná fólkinu. Við erum alltaf að minnka við okkur vörur, sem ekki tilheyra vegg- fóðri og málningu og nú höf- um við 800 munstur í vegg- fóðri og allar gerðir af is- lenzkri málningu. Veggfóður er vinsælla en málning ogástæðan er Hklega sú, að það er auðvelt að brífa veggfóðrið, auðvelt að setja það upp og rífa niður, ef fólk vill skipta, og einnig er veggur klæddur veggfóðri, svipmeiri en málaður veggur. Það er öllu vandasamara verk að kaupa inn veggfóður, heldur en málningu, því það er mikill tízkuvarningur. Sum- ar gerðir seljast um leið, og aðrar alls ekki.“ „Hvernig veggfóður er vin- sælast og hvaða litir í máln- ingu?” „Það er langmest sala í sjálflímandi veggfóðri, enda er það handhægast í meðförum. Hvað litaval snertir koma greinilega fram kynslóða- skipti; unga fólkið vill helzt skæra og dökka liti, en eldra fólkið velur ljósa og milda liti. í málningu eru gulir og brúnir litir vinsælastir." „Hafið þið tekið upp ein- hverja nýja þjónustu við viðskiptavinina?“ „Við tökum að okkur teikn- ingar af húsum og veljum á þau málningu, og er þessi þjónusta ókeypis, svo framar- lega sem málningin er keypt hjá okkur.“ Aðspurður sagði Einar að stríð hefði verið milli eigenda málningarvöruverzlana og málningaverksmiðja um langt skeið, hvað viðkemur útsölu á málningu. Verksmiðjur hafa gert mikið af því að selja málningu á heildsöluverði, og jafnvel auglýst það. Hefur það skapað mikla óánægju meðal verzlunareigenda, sem telja eðlilegast að þeir selji máln- inguna, en ekki verksmiðjurn- ar. Að lokum fór svo að verzl- unareigendur héldu með sér fund, og sendu bréf til máln- ingarverksmiðja, þar sem far- ið var fram á að þeir hættu að selja málningu í heildsölu. Útkoman varð sú að sent var bréf til verðlagsstjóra, og var lagt til, að 'heildsöluverð yrði fellt niður, þannig að verzlanir keyptu málningu á smásölu- verði frá verksmiðjum, en fengju afslátt einu sinni í mánuði, sem næmi smásöluá- lagningunni. Svar hefur ekki enn borizt frá verðlagsnefnd. 10 ÁRA ÁBYRGÐ Á ÞAKPAPPALÖGN. Hvað verktakafyrirtækinu viðkemur, þá starfa 10 manns á vegum þess og leggja pappa og asfalt í þök, og einangra frysti- og kæliklefa, eins og áð- ur segir. Pappinn og asfaltið er lagt þegar húsin eru fok- held, og fer vinnan þannig fram, að fyrsta pappalagið er fest niður með girði, en það hefur áður verið sett í 240-250 gráðu heitt asfalt, síðan er sett millilag af sams konar pappa, og efsta lagið er asfalt- lagður pappi, sem er einnig bundinn fínni möl. Síðan er köntum lokað með pappa og állista. Kostnaður við þessar framkvæmdir er yfirleitt 1000- 1500 krónur fermetirinn. Hægt er að leggja þakpappa í gömul hús, sem eru farin að leka, en þá verður að rífa burt járnklæðningar. Virkni gefur tíu ára ábyrgð á þakpappa- lögninni, og sagði Einar að sams konar pappi sé notaður í Afríku og Grænlandi og í flestum löndum þar á milli. Pappinn þolir mikla hita- þennslu, bæði frost og hita. Bæði Einar og Gunnar hafa sjálfir unnið við þakpappa- lagnir meira og minna í átta til níu ár, og að lokum sagði Einar að mjög góð reynsla væri af efnum og vinnubrögð- um, sem þeir nota, bæði hér á landi og erlendis. FV 7 1974 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.