Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 91

Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 91
Verk hf La,ugavegi 120. Fyrirtækið framleiðir steypt- ar einingar í hús. Einingarnar eru framleiddar í Kópavogi, og sér fyrirtækið síðan um flutn- ing á þeim hvert sem er um landið og setur húsin saman á byggingarstað. Um það bil 100 hús hafa ver- ið byggð á þennan hátt á rúmu ári. Hægt er að hafa húsin í öll- um hugsanlegum stærðum hvað ummál snertir, en aðeins eins hæða. Fullfrágengin er kostnaður við húsin 30% lægri, en þegar gamla bygg- ingaraðferðin er notuð. Framkvæmdastjóri hjá Verk h/f er Kjartan Blöndal. Völur hf. Síðumúla 21. Fyrirtækið lauk fyrir skömmu við að ganga endanlega frá Grindavíkurvegi, og vinnur nú við að undirbúa malbikun hafn- arsvæðisins í Grindavík ásamt frágangi á ræsi og niðurfalli í samvinnu við Miðfell h/f. Þá vinnur fyrirtækið fyrir ís- lenzka aðalverktaka að Höfða- bergi 9 við jarðvinnslu og frá- gang á holræsi. Á Hvaleyrarholti í Hafnar- firði er Völur að undirbúa göt- ur fyrir malbikun, og verður því verki lokið í júní á næsta ári. Einnig er unnið við smærri verkefni t. d. grunna. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins er Olafur Þorsteinsson. Vörðufell hf. Bolholti 4. Vörðufell vinnur að gatna- og holræsagerð að Hellu. Þá sér fyrirtækið um byggingu sögualdarbæjar austur við Þjórsá og lýkur því verki fljót- lega. Miklar framkvæmdir eru á vegum fyrirtækisins í Hvera- gerði. Þar er unnið að gatna- gerð, byggingu íþróttahúss, hitaveitulögn og grunni undir efnaverksmiðju. Þá sér fyrir- tækið um flutning á viðlaga- sjóðshúsum frá Hveragerði til Vestmannaeyja og samsetningu þeirra í Eyjum. Landsvirkjun réði Vörðufell, til að byggja vinnubúðir við Kant 2 við Sigöldu og er því verki nýlokið. Að lokum má geta þess, að fyrirtækið var lægstbjóðandi í útboð á gerð undirstaða fyrir háspennulínu frá Sigöldu að Búrfelli, en ekki hefur verið gengið frá samn- ingi verksins. Framkvæmdastjóri hjá Vörðufelli er Sigurður Jónsson. Ýtutækni hf. Trön,uhrauni 2, Hafnarfirði. Fyrirtækið vinnur um þessar mundir að gatnagerð fyrir Reykjavíkurborg, og gatnagerð cg lagnir í Seljahverfi í Breið- holti. Einnig er unnið að jarðvegs- vinnu undir vöruskemmur fyr- ir S.Í.S. Eigendur Ýtutækni eru Páll Jóhannsson og Magnús Ing- jaldsson. FV 7 1974 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.