Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 94
ístak lauk nú fyrir skömmu samni.ngsgerð um stærsta verkið, sem fyrirtækið hefur tckið að
sér, en það er stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn. í varnargarðana, sem sjást hér á kortinu,
verður ekið 500 lestum af grjóti og steyptir verða 3000 steypuklossar, 9 tonn hver, sem lagðir
verða utan á varnargarðinn til að taka þunga úthafsöldunnar.
urinn nú upp á 710 milljónir
kr., og er gert ráð fyrir, að
verkinu verði lokið á tveimur
árum.
1%% HAGNAÐUUR
— Þetta eru svimandi upp-
hæðir.
— Er ekki um mikin hagn-
að ræða?
— Það er nú öðru nær.
Hagnaður hjá verktakafyrir-
tækjum af einu verki er með-
altali, miðað við að allt gangi
eðlilega, svona um 1%%.
— Hver er tækjakostur fyr-
irtækisins og hvaða fyrirkomu-
lag er haft í sambandi við öfl-
un nauðsynlegra tækja?
— Ætli fyrirtækið eigi ekki
vinnuvélar og nývirði um 200-
300 milljónir króna. Við reyn-
um að eiga grunntækin, sem
eru stórvirkar vinnuvélar, en
leigjum síðan hin tækin. Við
keyptum upphaflega kjarnan
af tækjakosti okkar frá Foss-
kraft, sem voru einkum jarð-
vinnsluvélar. Við eigum nú
15 bíla, þar af 6 20 lesta
trukka, en leigjum auk þess
vörubíla þegar með þarf. Við
eigum steypustöð, þrjá steypu-
bíla, þrjár jarðýtur, tvo veg-
hefla tvær stórvirkar hjólgröf-
ur frá Caterpillar og 45 tonna
gröfu af Lipurgerð og 100
lesta Rustongröfu. Auk þessa
eru svo ýms önnur tæki, sem
of langt mál yrði að telja upp
hér.
300-400 MILLJÓNA VELTA.
— Hvað er veltan mikil hjá
ykkur?
— Hún er um 300-400 millj-
ónir á ári. Það má hins vegar
nefna hér, að þetta er eins og
fyrr hefur verið talað um,
talsvert óstöðug starfsemi og
við fengum nú ekki alls fyrir
löngu á 10 dögum verk upp á
um 1 milljarð, höfðum þá
hvað nokkrum sinnum orðið
nr. tvö í tilboðum og lá við að
við værum farnir að örvænta.
Það má líkja verktakafyrir-
tækjum við verkamanninn á
Eyrinni, hann fær stundum
vinnu og stundum ekki.
— Hvernig stendur á hinum
mikla mun, sem oft er á til-
boðum í hin ýmsu verk?
— Ástæðan er mismunandi
mat verktaka á verkinu og
öllum aðstæðum, aðstæður fyr-
irtækisins sjálfs, svo sem eign-
arhluti nauðsynlegra tækja á
staðnum. í stuttu máli má
segja að það ráði úrslitum við
gerð tilboða, hversu vel við-
komandi er undir það búinn
að taka verkið að sér.
—• Ef við tökum sem dæmi
verkið í Þorlákshöfn. Hvernig
fór gerð tilboðsins fram?
FORVAL.
— f sambandi við Þorláks-
höfn gerðist það fyrst, að út-
boðsaðilinn lýsti eftir þeim
fyrirtækjum, sem áhuga hefðu
á að bjóða í verkið. Þetta er
kallað forval, og þegar útboðs-
94
FV 7 1974