Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 9

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 9
Eins og vænta mátti tóku Sovétmenn af miklum rausnarbrag á móti Einari Ágústssyni og föruneyti hans, er utan- ríkisráðherra var í opin- berri heimsókn í Sovét- ríkjunum nýverið. Segja kunnugir, að viðtökurnar hafi verið með því albezta er þar þekkist, þegar erlenda leiðtoga ber að garði. Til marks um það er fullyrt, að íslenzku gestirnir hafi verið fluttir í einkaþotu Breznevs á milli staða í Sovétríkjun- um og að ráðherrann hafi fengið sérstaka íbúð til umráða í Moskvu en ekki verið látinn búa á hóeli. Það fylgir sögunni, að þetta hafi verið sama lúxusíbúðin, sem Einar Olgeirsson gisti í, þegar hann var í heimsóknum hjá Kremlverjum áður fyrrum. Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tím- ans, er æfur af rciði þessar vikurnar vegna þcss að hann fékk ekki bankastjórastöðuna hjá Utvegsbankanum sem liann hafði sózt mjög eftir. Þóttist hann eiga vísan stuðning hjá áhrifamönn- um í Framsóknarflokkn- um eins og Ólafi Jóhannessýni, Einari Agústssyni, Steingrími Hermannssyni og Þórarni Þórarinssyni. Vinir Kristins segja, að fyrst hafi Ólafur brugðist og síðan allir hinir. Skuldinni er samt sérstak- lega skellt á Þórarin og hafa þeir samherjar Krist- ins á orði, að Tímarit- stjórinn verði ekki endi- lega boðinn oftar fram til þings. Horfur eru taldar á, að 130-140 megavatta raf- orkuver verði reist við Blönduvirkjun, ef sam- komulag næst milli yfir- valda og landeigenda. Er þá talið augljóst, að orku- frekur iðnaður í einhverri mynd risi upp á Norður- landi í tengslum við þessa virkjun. í sambandi við raforkusölu til stóriðju og nauðsyn samninganna um álverið í Straumsvík á sinum tíma, mun athugun hafa leitt í ljós, að féllu þau viðskipti við álverið algjörlega niður yrði Landsvirkjun nú að hækka heildsöluverð á rafmagni um 32% og Rafmagnsveiturnar að hækka sínar gjaldskrár gagnvart einstaklingum og atvinnufyrirtækjum um 10-15%. I miðju togaraverk- fallinu fóru sumir útgerðaraðilar að gera samanþurð á kostnaði við að láta skipin liggja bundin í höfn eða halda þeim úti.. Niður- stöðutölurnar voru þær, að það kostaði 119 þús. á dag að Iáta einn af stóru togurunum liggja við bryggju en tapið á hverjum úthaldsdegi hjá sams konar skipi mun hins vegar hafa verið reiknað 130 þús. krónur. Við launauppgjör fyrir 17 daga túr, sem var ný- afstaðinn skömmvi fyrir verkfall, kom í ljós, að kaup háseta var um 70 þús. krónur en skipstjóri hafði 210 ’þús. fyrir þann tíma. Umsvif austantjalds- ríkjanna eru alltaf að aukast á íslandi. Nýjasta nýtt er, að Pólverjar hafa látið í ljós óskir um að fá að hafa hér staðsettan pólitískan fulltrúa auk viðskiptasendimanna, sem hér hafa verið um nokkurt skeið. Allverulegar yfirborg- anir ku enn tíðkast í vissum greinum bygg- ingariðnaðarins þrátt fyrir spár um erfiðleika og jafnvel atvinnuleysi. Mcistari nokkur, sem ekki var alls kostar ánægður með vinnuflokk á sínum snærum, vildi skipta um mannskap fyrir nckkru og sagði mönnun- ,um upp en mjög erfiðlega gekk að finna menn í staðinn. Þetta á við um hina almcnnu bygginga- vinnu og störf trésmiða. Hins vegar er ástandið mun lakara hjá sumum öðrum stéttum iðnaðar- manna og ýmsar blikur á Iofti, t.d. hjá málurum og pípulagningamönnum. É== FV 4 1975 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.