Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 12

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 12
eitthvað ef t. d. allir mennta- skólar væru teknir sameigin- lega, svo og allir héraðsskólar o. s. frv., en taflan í óbreyttu formi gefur þó ótvírætt til kynna að skólastarfsemin er miklu dreifðari og stundum í minni einingum en hjúkrun og lækningar. í töfluverkinu hefur ekki gefist timi til að athuga ítök einstakra aðilja í vinnumark- aðinum eftir eignaraðild. Væri afar fróðlegt að fá mynd af þessu, enda mun hið opinþera í flestum stærri löndum hafa stuðlað að skýrslugerð þar að lútandi. Sem dæmi má nefna, að á samgöngusviðinu á Eim- skip talsvert í Flugleiðum og þessir aðiljar reka ferðaskrif- stofu o. fl. Eins og að líkum lætur starfa stærstu fyrirtækin í þágu landsmanna allra. Alls kyns undirflokkun mætti gera á 100 stærstu vinnuaflsnotend- unum, sem verður að bíða að sinni. 100 stærstu vinnuaflsnotendur á íslandi 1. Pófíur og sími. 2. Samband íslenzkra samvinnufélaga. 3. Flugleiðir. 4. Eimskip. 5. Kaupfélag Eyfirðinga (með útibúum). 6. Barna- og gagnfræðaskólar Reykjavíkur. 7. Ríkisspítalar og fæðingardeild. 8. Hljóðvarp og sjónvarp. 9. Vegagerð ríkisins. 10. Borgarspítalinn. 11. íslenzka álfélagið. 12. Landsbanki íslands. 13. Sláturfélag Suðurlands. 14. Mjólkursamsalan. 15. Akureyrarkaupstaður. 16. íslenzkir aðalverktakar. 17. Landakot^spítali. 18. Rafmagnsveitur ríkisins. 19. Kleppur og Flókadeild. 20. Útgerðarfélag Akureyringa. 21. Bæjarútgerð Reykjavíkur. 22. Rafmagnsveita Reykjavíkur. 23. Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar. 24. Kaupfélag Borgfirðinga. 25. Barnavinafélagið Sumargjöf. 26. Kaupfélag Árnesinga. 27. Sjúkrahús Akureyrar. 28. Olíuverzlun íslands. 29. Hafnarfjarðarkaupstaður. 30. Álafoss. 31. Olíufélagið Skeljungur. 32. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. 33. Haraldur Böðvarsson og Co. 34. Kópavogskaupstaður. 35. Útveg.lbanki íslands. 36. Hótel Saga. 37. Keflavíkurkaupstaður. 38. ísbjörninn. 39. Búnaðarbanki íslands.* 40. Kaupfélag Skagfirðinga. 41. Kópavogshæli. 42. Áburðarverksmiðjai ríkisins. 43. Breiðholt. 44. Slippstöðin, Akureyri. 45. íshúsfél. Bolungarvíkur og Einar Guðfinnss. 46. Vélsmiðjan Héðinn. 47. Hraðfrystihús Ólafsvíkur. 48. Landsvirkjun. 49. Hrafni$ta. 50. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga. 51. Sementsverksmiðja ríkisins, Akranesi. 52. Hampiðjan. 53. Árvakur. 54. Landhelgisgæzlan. 55. Götuvinna og sorphreinsun í Reykjavík. 56. S.Í.B.S., Reykjalundi. í fljótu bragði myndu flestir álíta að rekstur álversins í Straumsvík væri vinnuaflsfrekari en rekst- ur Borgarspítalans í Reykjavík. Svo er þó ekki. Sjúkrahúsin liafa á að skipa mjög fjölmennu starfsliði miðað við önnur fyrirtæki á íslandi. 12 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.