Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 27
„Hvít bók“ í IXIoregi Hvernig á að verja olíugróð- anum á næslu áratugum? Bókinni ætlað að örva umræður meðal almennings og þingmanna um framtíðarstefnumótun. Norska ríkisstjórnin hefur sent frá sér Hvíta bók um náttúruauðæfa- og efnahagsstefnu Noregs, sem nú er í mótum og endurskoðun. Bókin á að örva umræður á þingi og meðal almennings ,um þes^i málefni, en lienni er skipt í tvo meginþætti; í fyrsta lagi fjallar hún um stefnuna í smáatriðum fram til 1980 og í stærri dráttum fram til næstu aldamóta. Aðstoð við þróunarlöndin er ofarlega á dagskrá í Noregi. Hér sjást íbúar þréiunarlanda, sent luku námskeiði í útgerðarmálum í Noregi. Norska stjónnin heldur því fram, að verulegar breytingar séu i vændum í norsku þjóðlífi, þ. e. a. s. lífsafkoma Norð- manna á eftir að stórbatna og skyldur landsins gagnvart um- heiminum eiga eftir að verða mun meiri en nú, með aukinni nýtingu náttúruauðæfa lands- ins og batnandi efna'hagsaf- komu. Hin hvíta bók stjórnvalda var lögð fram 7. marz sl., og í henni er f jallað um viðkomandi vandamál og málaflokka, sem eru t. d. náttúruauðæfastefna, efnahagsvöxtur, þjóðfélagsá- stand og umhverfismál. Fram til þessa hefur verið fjallað um þessa málaflokka hvern í sínu lagi, en ekki sem heild. Nú vill ríkisstjórnin, að fundin verðj sameiginleg lausn á málunum og stefna landsins samhæfð til að ná til allra málaflokkanna. í bókinni er að finna tillögur um stefnumyndun og markmið i ýmsum málaflokkum og hug- myndir í öðrum, sem ættu að örva umræður á þingi og meðal landsmanna almennt, áður en endanleg stefna verður mótuð. VÖXTUR OG FRAMFARIR Á KOMANDI ÁRUM í Hvítu bókinni segir, að fram til 1980 verði efnahags- vöxtur Noregs mjög ör, en hann takmarkist eftir það. Upp- bygging olíuiðnaðarins í Noregi eykur árlegan hagvöxt það sem eftir er af áratugnum um 6%, en engin spá er lögð fram um vöxtinn eftir það. í stað þess eru lögð fram þrjú dæmi um hagvöxt á tímabilinu 1980— 2000, en þau eru 2,6%, 3,7% og 4,3% á ári. Útreikningar sýna, að öll þrjú hlutföllin myndu bæta lífsafkomuna það mikið, að hún yrði talsvert betri en hún er nú. Sem dæmi má geta þess, að 3,7% árleg aukning hagvaxtar myndi auka kaupmátt launa um 3% á ári, sem þýðir tvöföldun kaupmátt- arins á aldarfjórðungi. Stjórnin leggur til, að tekjujöfnunar- stefnu verði fylgt, þannig að laun hinna lægst launuðu hækki hlutfallslega meira en þeirra sem betur mega sín. ALMENNAR TRYGGINGAR AUKNAR Norðmenn eru þess meðvit- andi, að nauðsynlegt sé að tryggja rétta nýtingu tekna af hinum geysilegu náttúruauðæf- um, þ. e. a. s. nýtingu olíu- og gaslinda. Þá gera þeir sér einn- ig grein fyrir því, að efnahags- vöxtur er ekki takmark í sjálfu sér, en nota beri þjóðarhagnað- inn til þess að auka almennar tryggingar og velferð. Fram- leiðsluaukningin verður að vera FV 4 1975 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.