Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 27
„Hvít bók“ í IXIoregi
Hvernig á að verja olíugróð-
anum á næslu áratugum?
Bókinni ætlað að örva umræður meðal almennings og þingmanna
um framtíðarstefnumótun.
Norska ríkisstjórnin hefur sent frá sér Hvíta bók um náttúruauðæfa- og efnahagsstefnu Noregs, sem
nú er í mótum og endurskoðun. Bókin á að örva umræður á þingi og meðal almennings ,um þes^i
málefni, en lienni er skipt í tvo meginþætti; í fyrsta lagi fjallar hún um stefnuna í smáatriðum
fram til 1980 og í stærri dráttum fram til næstu aldamóta.
Aðstoð við þróunarlöndin er ofarlega á dagskrá í Noregi. Hér sjást
íbúar þréiunarlanda, sent luku námskeiði í útgerðarmálum í Noregi.
Norska stjónnin heldur því
fram, að verulegar breytingar
séu i vændum í norsku þjóðlífi,
þ. e. a. s. lífsafkoma Norð-
manna á eftir að stórbatna og
skyldur landsins gagnvart um-
heiminum eiga eftir að verða
mun meiri en nú, með aukinni
nýtingu náttúruauðæfa lands-
ins og batnandi efna'hagsaf-
komu.
Hin hvíta bók stjórnvalda var
lögð fram 7. marz sl., og í
henni er f jallað um viðkomandi
vandamál og málaflokka, sem
eru t. d. náttúruauðæfastefna,
efnahagsvöxtur, þjóðfélagsá-
stand og umhverfismál. Fram
til þessa hefur verið fjallað um
þessa málaflokka hvern í sínu
lagi, en ekki sem heild. Nú vill
ríkisstjórnin, að fundin verðj
sameiginleg lausn á málunum
og stefna landsins samhæfð til
að ná til allra málaflokkanna.
í bókinni er að finna tillögur
um stefnumyndun og markmið
i ýmsum málaflokkum og hug-
myndir í öðrum, sem ættu að
örva umræður á þingi og meðal
landsmanna almennt, áður en
endanleg stefna verður mótuð.
VÖXTUR OG FRAMFARIR
Á KOMANDI ÁRUM
í Hvítu bókinni segir, að
fram til 1980 verði efnahags-
vöxtur Noregs mjög ör, en
hann takmarkist eftir það. Upp-
bygging olíuiðnaðarins í Noregi
eykur árlegan hagvöxt það sem
eftir er af áratugnum um 6%,
en engin spá er lögð fram um
vöxtinn eftir það. í stað þess
eru lögð fram þrjú dæmi um
hagvöxt á tímabilinu 1980—
2000, en þau eru 2,6%, 3,7%
og 4,3% á ári. Útreikningar
sýna, að öll þrjú hlutföllin
myndu bæta lífsafkomuna það
mikið, að hún yrði talsvert
betri en hún er nú. Sem dæmi
má geta þess, að 3,7% árleg
aukning hagvaxtar myndi auka
kaupmátt launa um 3% á ári,
sem þýðir tvöföldun kaupmátt-
arins á aldarfjórðungi. Stjórnin
leggur til, að tekjujöfnunar-
stefnu verði fylgt, þannig að
laun hinna lægst launuðu
hækki hlutfallslega meira en
þeirra sem betur mega sín.
ALMENNAR TRYGGINGAR
AUKNAR
Norðmenn eru þess meðvit-
andi, að nauðsynlegt sé að
tryggja rétta nýtingu tekna af
hinum geysilegu náttúruauðæf-
um, þ. e. a. s. nýtingu olíu- og
gaslinda. Þá gera þeir sér einn-
ig grein fyrir því, að efnahags-
vöxtur er ekki takmark í sjálfu
sér, en nota beri þjóðarhagnað-
inn til þess að auka almennar
tryggingar og velferð. Fram-
leiðsluaukningin verður að vera
FV 4 1975
27