Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 31

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 31
til iþingsályktunar um vegaá- ætlun fyrir árin 1974—77 skulu þjóðvegirnir vera 8.606 km, en af þeim eru þó 203 km enn ekki akfærir. Frá því að fyrsta veg- áætlunin var gerð árið 1964, hefur þjóðvegakerfið stytzt um nær 700 km, og stafar það af því, að 1969 voru 700 km af þjóðvegum teknir í tölu sýslu- vega. Á árunum 1964—1974 hafa verið endurbyggðir og lagðir nýir vegir eins og hér segir: Hraðbrautir með bundnu slitlagi 116 km Þjóðbrautir 682 km Landsbrautir 900 km Alls 1698 km F.V.: — Hverja teljið þér vera veikust'u hlekkina í þjóð- vegakerfi landsins nú? S. Jóh.: — Veikustu hlekkj- unum í þjóðvegakerfinu má skipta í þrjá flokka: 1. Vegirnir, sem lagðir voru á fyrstu áratugum aldarinnar, voru alls ekki gerðir fyrir þá þungu umferð, sem nú er á þá lögð. Þessir vegir eru fyrst og fremst á aðalleiðum og í nágrenni kaupstaða og kauptúna. 2. Vegir með malarslitlagi, þar sem umferðin er langt um- fram það, sem slíkt slitlag þolir, þ. e. yfir 2—300 bílar á dag að meðaltali á ári. Þessir vegir eru í vegaáætl- un flokkaðir sem hraðbraut- ir og ættu að vera með bundnu slitlagi, en eru það ekki. Sem dæmi má nefna Vesturlandsveg frá Kolla- firði að Dalsmynni í Noi'ð- urárdal, Suðurlandsveg frá Selfossi að Hvolsvelli og að- alvegina út frá Akureyri. Af vegum með bundnu slit- lagi má nefna Hafnarfjarðar- veg frá Kópavogi í Hafnar- fjörð. Þar er umferðin orðin mun meiri en vegur með tveim akreinum getur annað. 3. Snjóþungir fjallvegir á aðal- leiðum, sem haldið er opn- um með miklum kostnaði eins og Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Lónsheiði. í þessum flokki var einnig Hellisheiði, áður en vegur- inn var endurbyggður. I Ekið hring- veginn yfir Jökulsá á Breiða- merkur- sandi. Ör- æfajökull í baksýn. Engin jafnódýr fram- kvæmd í vega- málum hefur valdið jafn stór- vægilegri breytingu á vegakerf- inu að dómi vegamála stjóra. þennan flokk má einnig telja vegi á láglendi, t. d. um Mýrdalssand og Breiðamerk- ursand. Að lokum má nefna þá fjallvegi á Vestfjörðum, sem loka landshlutanum frá aðalvegakerfinu hálft árið eða meir. F.V.: — Hver eiga að yðar mati að vera markmið okkar í vegagerð eins og búsetu og bílaeign í landinu er háttað nú? Hvernig á vegakerfið að vera byggt upp í stórum dráttum? S. Jóh.: — Frá sjónarmiði vegagerðarmanna er æskilegast að byggja vegakerfið upp í samræmi við umferðarmagn og umferðarþunga. Slíkt á þó langt í land, eins og vikið er að í fyrra svari. Hvort það er hins vegar fjárhagslega viðráðan- legt eða þjóðhagslega 'hag- kvæmt að byggja upp slíkt vegakerfi, er annað mál. Skoða þarf samgöngukerfið á sjó, á landi og í lofti sem eina heild og athuga, hvaða hlutverki hver samgöngugrein á að geg'na frá þjóðhagslegu og félagslegu sjónarmiði. Tilraunir til slíkrar áætlunargerðar voru gerðar með svonefndri Kampsax- skýrslu 1969, en samræmd heildarstefna í þessum málum hefur þó aldrei verið mótuð af stjórnvöldum. F.V.: — Hversu miklar vonir sýnist yður að þjóðin geti gert sér um vegakerfi með „varan- legu“ slitlagi á næstu áratug- 'um og hvaða leiðir væri hag- kvæmast að fara í því efni? S. Jóh.: — Miðað við reynslu undanfarinna ára og þær öru vérðbreytingar, sem orðið hafa, er engin leið að spá um það, hve mikið verður hægt að leggja af vegum með bundnu slitlagi. Miðað við reyeslu undanfarinna 10 ára má þó ganga út frá því, að fram- kvæmdirnar verði langtum minni en þörf krefur. Óefað verður af fjárhagsástæðum að miða fyrst við ódýrustu gerð bundins slitlags, en sem síðan mætti endurbæta með vaxandi umferð. F.V.: — Hvað er meðalkostn- aður á km í undirbyggingu vega í samgöngukerfinu eins og það er nú? Hvað kosta.r síðan lokafrágangur, a) malarvegur, h) olíumöl, c) malbik, d) steypa? S. Jóh.: — Kostnaður við undirbyggingu vegar er ákaf- lega mishár eftir aðstæðum. Á síðastliðnu hausti var gerð at- hugun á endurbyggingu vegar- ins frá Kollafirði til Akureyrar og frá Selfossi að Hvolsvelli. Meðalkostnaður við 7,5 m breiðan veg á þessari leið reiknaðist með ræsa- og brúa- gerð vera eins og hér segir, og er þá miðað við verðlag í ágúst 1974: FV 4 1975 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.