Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 39

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 39
Greinar og uiðlil Vöruflutningar á Islandi Á aðalfundi Félags íslenzkra stórkaupmanna, sem haldinn var í marz, fóru fram athyglisverðar um- ræður um vöruflutninga á íslandi. Forstöðumenn hclztu fyrirtækja, er vöruflutninga stunda, konvu fram og fluttu framsöguerindi en síðan fóru fram almennar umræður. Hér fer á eftir ágrip af framsöguerindum og af hluta almennu umræðunnar. Óttarr IVIöller, forstföri Eimskips: „Skipid, bíllinn og flug- vélin fái að búa við sama rétt” Óttarr Möller forstjóri Eimskips, „Samgöngur eru nauðsyn og í dag er almennt viðurkennt, að verzlun er nauðsyn. Það vissu allir, að siglingar voru nauðsyn árið 1914, þegar fólkið gaf sinn síðasta eyri til að liægt yrði að kaupa íslenzkt skip. En þá var ekki eins mikill skilningur á verzlun,“ sagði Óttarr Möller, forstjóri Eimskipafélags fs- lands. Almenningur hefur þó öðl- azt á því skilning hin síðustu ár, að ekki er nóg að selja hrá- efnið. Það verður að búa úr hráefninu iðnaðarvörur og selja þær. Heldur er ekki sama, 'hvar varan er keypt erlendis. Það þarf að gera hagkvæm inn- kaup, Iþó að það komi aldrei al- mennilega í 1 jós fyrr en búið er að afnema verðlagsákvæðin. ALDREI JAFNGÓÐAR SAMGÖNGUR Samgöngur milli íslands og annarra landa á sjó hafa aldrei verið jafngóðar og í dag. Þess vegna er ekki mikið um þær talað. Nokkur skipafélög ann- ast þessa flutninga, Fyrir utan Eimskip eru það Samband ísl. samvinnufélaga, Hafskip og aðrir minni skipaeigendur, sem eiga eitt og tvö skip hver. Eimskip siglir milli Evrópu, íslands og Ameríku, og má geta þess, að frá höfnum eins og Gautaborg, Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam, Ant- werpen og Felixstowe eru núna vikulegar siglingar. Hálfsmán- aðarlega eru siglingar frá Eystrasaltinu og þrjú eða fjög- ur skip eru jafnaðarlega í sigl- ingum milli Bandaríkjanna og íslands og eru ferðir þar á milli oftast þrisvar í mánuði. Verkaskipting er töluverð milli þessara skipafélaga. Eim- skip og Hafskip hafa verið í svokölluðum stykkjavöruflutn- ingum og útflutningi. Sam- bandið hefur fyrst og fremst flutt vörur fyrir sig og svo stærri flutning eins og áburð og þess háttar. Aðrir hafa verið í siglingum aðallega erlendis síðastliðin tvö ár, því að þar hefur markaður verið mjög hár, hvað sem nú kann að ger- ast. 46 SKIP í FÖRUM HJÁ EIMSKIP Sem dæmi um siglingarnar tók ég saman tölur, sem sýna, að 1974 hafði Eimskipafélagið 46 skip í förum er fóru 328 ferð- ir milli íslands og annarra landa. Eigin skip félagsins, 21 að tölu, fóru 254 ferðir milli landa en leiguskip, 25 að tölu 74 ferðir. Alls komu skip fé- lagsins og leiguskip 733 sinn- um við á 83 höfnum í 18 lönd- um. Flestar viðkomur voru í Rotterdam, Kaupmanna'höfn, FV 4 1975 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.